Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 39

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 39
JULIAN BARNES: PÁFAGAUKUR FLAUBERTS / 37 (Gide, í Cuverville, Seine-Maritime, 26. janúar 1931). Ræðið. Rökfrœði (ásamt Lœknisfrœði) a) Achille-Cléophas Flaubert atti kappi við yngri son sinn og bað hann að útskýra til hvers bókmenntir væru. Gustave skaut spurningunni aftur til skurðlæknisins föður síns og bað hann að útskýra til hvers miltað væri. „Þú veist ekkert um það, og ekki ég heldur, nema að það er jafnnauðsyn- legt líkamanum og skáldskapur andanum." Dr Flaubert játaði sig sigraðan. b) Miltað er samsett úr sogæðavef (eða hvíta maukinu) ásamt æðaneti (eða rauða maukinu). Það er mikil- vægt til að hreinsa úr blóðinu gömul eða sködduð blóðkorn. Það býr einnig til mótefni: miltaskornir ein- staklingar mynda síður mótefni. Svo virðist sem tetrapepsíð sem kallast tuftsín stafi frá próteinum sem miltað framleiðir. Ef það er fjarlægt, einkum í æsku, aukast líkur á heilabólgu og blóðeitrun; en miltað er samt ekki lengur álitið nauðsynlegt líffæri: það má fjarlægja án teljandi óþæginda fyrir heilsu einstaklingsins. Hvaða ályktanir má draga af þessu? Ævisaga (ásamt Siðfrœði) Maxime du Camp samdi eftirfarandi grafskrift fyrir Louise Colet: „Sú sem hér hvílir kom óorði á Victor Cousin, hæddist að Alfred de Musset, úthúð- aði Flaubert og reyndi að myrða Alp- honse Karr. Requiescat in pace.“ Hvor fær lakari útreið: Louise Colet eða Maxime du Camp? Sálfrœði E1 fæddist 1855. E2 fæddist að hluta 1855. E1 átti áhyggjulausa æsku en hneigð- ist á fullorðinsárum til taugaáfalla. E2 átti áhyggjulausa æsku en hneigð- ist á fullorðinsárum til taugaáfalla. E1 lifði óeðlilegu kynlífi í augum rétt- þenkjandi fólks. Julian Barnes. E2 lifði óeðlilegu kynlífi í augum rétt- þenkjandi fólks. E1 taldi sig vera í fjárþröng. E2 vissi sig vera í fjárþröng. E1 framdi sjálfsmorð með því að taka inn blásýru. E2 framdi sjálfsmorð með því að taka inn arsenik. E1 var Eleanor Marx. E2 var Emma Bovary. Fyrsta enska þýðingin á Madame Bovary sem var gefin út var eftir Eleanor Marx. Ræðið. Sálgreining Ráðið í merkingu þessa draums sem Flaubert hripaði niður í Lamalque árið 1845: „Mig dreymdi að ég væri úti að ganga nteð móður rninni í stórum skógi fullum af öpum. Pví Mynd: Max Wliithaker. lengra sem við gengum því fleiri urðu þeir. Þeir hlógu og sentust um í trá- greinunum. Þeir urðu fleiri og fleiri; þeir urðu stærri og stærri; þeir fóru að þvælast fyrir okkur. Þeir horfðu stöðugt á mig og ég varð hræddur. Þeir slógu um okkur stóran hring; einn þeirra langaði að klappa mér og tók í höndina á mér. Ég skaut hann í öxlina með rifflinum svo honum blæddi; hann byrjaði að hljóða hroðalega. Þá sagði móðir mín við mig: „Af hverju særðirðu hann, hann er vinur þinn? Hvað hefur hann gert þér? Sérðu ekki að honum þykir vænt um þig? Og að hann lítur út alveg eins og þú? Apinn horfði á mig. Mér fannst sál mín vera að rifna í sundur og vaknaði og fannst eins og ég væri eitt nteð dýrununt og væri bróðir þeirra í ljúfu algyðislegu samneyti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.