Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 23

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 23
hvoru á til að eyða munnþurrkinum eftir reykingarnar. Svo kom ég auga á Palla og ég herti upp hugann og gekk til hans. Ég var í vandræðum með hvað ég ætti að segja, en svo bara hrökk það útúr mér: „Hæ,“ sagði ég, og rétti honum pel- ann. „Þetta er vodki og kók.“ Palli var dálítið óöruggur fyrst, en fékk sér svo sopa og það rösklega. Ég spjallaði við hann og hann tók því svo vel að ég var undrandi. Þegar hann talaði fangaði hann at- hygli mína svo gersamlega og ég þurfti ekki einusinni að skilja orðin. Ég bara stóð þarna og horfði og hlust- aði á Palla einsog hann væri spenn- andi kvikmynd. „Komdu. Ég þarf að sýna þér sold- ið,“ sagði ég loks, og benti Palla á að fylgja mér. Við gengum meðfram skólanum. Bara að ganga við hliðina á Palla nægði til að mér leið vel. Við fórum fyrir hornið á skólanum og ég benti Palla á að fylgja mér inní lítið tveggja metra hátt þaklaust virki sem upphaflega átti að vera ösku- tunnugeymsla, en var óspart notað sem úti-reykstofa. Ég hallaði mér að veggnum og dró upp hasspípuna mína. Palli stóð andspænis mér for- vitinn uppfyrir haus einsog krakki. „Viltu í pípu?“ spurði ég, og brosti án þess að hafa ætlað mér það. Palli hristi hausinn. „Nei. Ég reyki ekki einusinni sígarettur.“ Hann rétti fram höndina. „Má ég aðeins sjá?“ Ég rétti honum pípuna. P Y N T I „Þetta er sílúm,“ sagði ég. „Svona hasspípur heita sílúm.“ Palli handlék pípuna einsog hún væri dýrgripur. „Ég skírði þessa,“ hélt ég áfram. „Þegar ég er dán, þá heitir hún Dr. Troublekiller en þegar ég er hress þá heitir hún Dr. Feelgood." Palli hló og ég var ánægður yfir því að hafa komið honum til að hlæja. „Hvað heitir hún núna?“ spurði Palli. „Ég veit það ekki,“ sagði ég og við lilógum og ég vissi að nú var Palli orð- inn vinur minn. Ég dró svart filmubox uppúr vas- anum og Palli rétti mér pípuna. Ég hellti hassblöndunni úr boxinu í píp- una og þjappaði. „Ertu alveg viss um að þú viljir ekki smá?“ „Já. Ég get ekki reykt. Ég myndi bara hósta.“ Ég fýraði í pípunni og rétti Palla pelann. Hann fékk sér nokkra sopa. Ég fékk mér smásopa til að eyða þurrkinum í munninum. Ég var svo skakkur að allt umhverfis mig iðaði einsog hlaup. Palli stóð andspænis mér og ég fann vodkaþef- inn af andardrætti hans. Ég tók um axlirnar á honum og færði hann undr- andi uppað veggnum. Svo tók ég utanum hann og kyssti hann á munn- inn og tungan dansaði inní munnin- um á honum einsog fiðrildi. Ég fann að þetta var í fyrsta sinn sem ég var í raunverulegum faðmlögum og mér varð Ijóst að ég myndi aldrei vilja sleppa þessu taki. Ég hætti að hugsa. GAMEISTARINN Þá fann ég að Palli ýtti á axlirnar á mér og ég kom til sjálfs mín, herti takið utanum hann og kyssti hann einsog óður um allt andlit. Hann byrjaði að berjast um og ég lét hann lausan. Hann starði á mig og ég varð hræddur þegar ég sá undrunar- og ótta- svipinn á andliti hans. Það var einsog hann hefði sett upp grímu til að hræða mig og andartak langaði mig til að teygja höndina fram og rífa af honum grímuna. Hann bara stóð þarna og horfði á mig og sagði ekki orð og ég fór allur að skjálfa einsog mér væri ískalt og ég réð ekkert við mig svo að ég settist uppvið vegginn. ' > 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.