Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 8

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 8
þegar þau gengu framhjá. Hann sá á bakið á þeim og gægðist svo fyrir hornið, hann gat ekki haft af þeim augun, þó að þessi sjón væri að gera út af við hann. Henni skrikaði enn fótur, þrátt fyrir örugga vernd Kanans og hún sveifl- aðifótleggjunumogfálmaði utan í hann eins og hún ætti í honum hvert bein — og var lengi að ná jafnvæginu og þreif í úlpuna hans og káfaði á honum hátt og lágt — hún rak upp smáskræk, fínan og mjóan: Holí smók! Hann vissi að það þýðir annaðhvort guð eða jeremías á amrísku. Ljósu lokkarnir á henni blöktu ástleitnislega við silfurrefinn á flugfor- ingjatreyjunni hans. Hún mjakaði sér upp að honum með ástleitnum tilburðum og hossaði holdlitlum barnsrassinum út í loftið til að sýn- ast sexí aftan fyrir — hælarnir voru svo háir að hún gat varla staðið. Svo voru þau horfin. Nú dró úr honum allan mátt. Hinn veik- byggði vísir til Súpermanns sem hann hafði ræktað og hlúð að með svo mikilli natni visn- aði niður og dó. Þarna höfðu þau gengið — maðurinn sem hann hafði ætlað að berja þang- að til ekkert yrði eftir af honum nema tætlur — og hún sem hafði einu sinni verið stúlkan hans------sem hann hafði ætlað að frelsa frá svikum og blekkingum------- Augu hans fylltust af tárum — húsin iðuðu, fólkið leystist upp í rauða þoku. Bílarnir vógu salt og gatan reis upp á rönd. Nú var allt glat- að. Þetta var honum ofurefli — það var ger- samlega vonlaust að ætla að breyta nokkru héðan af----— hann gæti aldrei oftar labbað með henni á rúntinum eða fylgt henni heim af bíó og kysst hana-----nei, — aldrei! Ef hann hefði fengið lánað tyggjó og haft skammbyssu gat kannski verið öðru máli að gegna-------nei, hugsaði hann og horfði á endalausan Kanastrauminn, sem allir höfðu stúlku upp á arminn, sumir tvær eða þrjár — — þetta var hverjum manni ofvaxið — þó að einn kannski dræpist kæmu tveir eða þrír í hans stað. Stúlkan hans var honum glötuð, — komin í Kanann, — og þangað fóru þær allar í amr- íska stælinn og dollarabisnessinn — nei, þetta var ofurefli — meira að segja Súpermann mundi varla ráða neitt við neitt þó að hann hefði rafmagnsheilann, röntgenaugun og sína skammbyssuna í hvorri hendi — — Þetta var vonlaust verk. Hann fann kokið herpast saman eins og hann ætlaði að fara að gráta, en svo gat hann ekki einu sinni grátið, bara sogið upp í nefið, og þessi kökkur í hálsinum á honmn var bara klígja. Hann fylltist magnþrota reiði og tók stærðar teyg úr kogaraglasinu. Hann var alveg ærður af hatri og gat ekki hugsað nokkra hugsun til enda, — hann skyldi lemja og berja — þó hann gæti ekki lamið þau þá skyldi hann lemja einhvern! Hann stökk út úr portinu, pírði augunum og skimaði á eftir þeim með kreppta hnefa. Að hann skyldi ekki hafa skammbyssu — þá skyldi hann hafa skotið þau hiklaust á stundinni! Hann læddist með veggjunum og skauzt hálf- boginn á milli skugganna, andlitið samankipr- að og nasavængirnir titruðu- En þau voru hvergi sjáanleg. Þau voru horfin, eins og upp- numin. Hann stökk inn í tröppuskot og barði sjálfan sig utan titrandi af heift. Nú langaði hann í heiftarleg slagsmál, langaði að berja og drepa. En hér var enginn, sem honum var akk- ur í að lemja til óbóta upp úr þurru, — gamlar akfeitar frúr, framþungar og vagandi eins og aligæsir, tilgerðarlegar skólapæjur og sperrtir skólaguttar, öll japlandi og tyggjandi og gáfu honum undrandi auga, meinleysisleg, sljó og heimsk í framan eins og jórtrandi fénaður. Þarna stóðu nokkrir Kanar í hóp og blístruðu á eftir kvenfólkinu, stórir og svipdimmir jakar í þungum hermannaklossum,—alls ekki árenni- legir. Og — þarna kom lögreglan! Hjartað í honum hrökk lengst niður — hann tók til fót- anna, flýði niður í Hafnarstræti og slapp inn í portið hjá Borgarbílastöðinni. Hann stanzaði til að kasta mæðinni og Ijúka úr kogaraglasinu. Svo beit hann á jaxlinn og litaðist um hálf- luktum augum. Innst inni í horni sá hann lítinn kött sem var 8 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.