Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 2

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 2
Greinargerð frá ritstjóra Birtings Þegar ég réðst í útgáfu Birtings, vakti það eitt fyrir mér að skapa vettvang er tæki með fögn- uði öllu því, sem framsæknir ungir rithöfundar og listamenn hefðu til ísl. menningarmála að leggja. Mér varð brátt ljóst, að til þess að ritið yrði nægilega vandað að innri og ytri gerð þyrfti fjöl- mennara áhugalið en að Birtingi stóð í fyrstu. Þegar tekið skyldi til við útgáfuna í haust að loknu sumarleyfi, hófust viðræður milli mín, þeirra sem staðið höfðu að Vaka og nokkurra annarra áhuga- manna um að sameinast um útgáfu rits, og tókst þegar með okkur hið ágætasta samstarf. Þótt nafnið sé óbreytt, er hér á ferð nýtt rit með nýju sniði. Útgefendur þess og ritstjórnar- menn erum við sex sem undirritað höfum ávarpið fremst í ritinu. Til þess að breikka grundvöll Birt- ings enn frekar höfum við leitað liðsinnis fjölmargra skálda, rithöfunda, lista- og menntamanna, og hafa m. a. eftirtaldir menn heitið ritinu velvild og stuðningi: Björn Th. Björnsson, listfræðingur, dr. Gunnlaugur Þórðarson, fulltrúi, Hjörleifur Sigurðsson, listmálari, Hermann Pálsson, lektor, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, Skúli H. Norðdahl, arkitekt, Þorvaldur Skúlason, listmálari, Sigurður Blöndal, skógfræðingur, Svavar Guðnason, listmálari, Magnús Torfi Ólafsson, blaðam., Stefán Hörð- ur Grímsson, skáld, Hilmar Jónsson, nemi o. fl. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem á einn eða annan hátt hafa létt Birtingi róður- inn fyrsta og erfiðasta spölinn. Ég treysti því, að þeir taki nú enn fastar á, og heiti á aðra að liggja ekki lengur á liði sínu. Öll skilyrði eru nú sköpuð til að Birtingur geti gegnt hlutverki sínu með sæmd. Eftir er aðeins að afla nokkur hundruð nýrra kaupenda til þess að tryggja fjárhagsafkomu ritsins. Með sameiginlegu átaki allra velunnara þess verður það auðunnið verk. Einar Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.