Austurland


Austurland - 09.04.1981, Blaðsíða 2

Austurland - 09.04.1981, Blaðsíða 2
r____________lUSTURLAND____________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi RUntfnd: Agúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðorson, Gaðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson og Smári Geirsson. RKstjóri: Bjarni Þórðarson s. 7571 — h. s. 7178. Auglýsingar og dreifing: Unnur Jóhannsdóttir s. 7571 — h. s. 7252. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egiisbraut 11, Neskaupstað, Kmi 7571. Prentun: NESPRENT. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Skammt að bíða ákvörðunar Austfirðingar hafa haft nokkra sérstöðu í (>eirri umræðu sem farið hefur fram í vetur um orkumál og virkjunarkosti. f stað }>ess að taka þátt í stóryrtu fjölmiðlastríði og öðrum flumbrugangi hafa þeir kosið að bíða eftir haldgóðum upp- lýsingum áður en )>eir sendu frá sér stórar samþykktir. Þessar upplýsingar liggja nú fyrir. Orkuráðherra hefur skýrt frá því á Alpingi að tæknilegur undirbúningur að Fljóts- daisvirkjun sé fyllilega jafn langt kominn og á Norðurlandi vestra. Ennfremur liggja nú fyrir niðurstöður rannsókna á hag- kvæmi priggja aðal virkjunarkostanna. Á grundvelli þessara upplýsinga hefur stjóm Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sent frá sér áiyktun par sem segir: „Stjórn SSA leggur áherslu á að bygging raforkuvera og flutn- ingskerfis sé í samræmi við parfir vaxandi atvinnulífs. Stefnu- mótandi ákvarðanir verður að taka til langs tíma með heildar- hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi“. — Og síðar segir: „Hagkvæmnissamanburður sýnir að FljótsdaJs-og Blöndu- virkjun standa nær jafnfætis. en Sultartangavirkjun er tals- vert óhagkvæmari“. En hvað er það þá, kann einhver að spyrja, sem gerir Fljótsdalsvirkjun að besta kostinum? Um það segir í álykt- uninni: „Höfuðkostir Fljótsdalsvirkjunar eru stærð miðlunarlóna og hin mikla fallhæð sem gerir það að verkum að hver lítri vatns nýtist um fimmfalt betur til orkuframleiðslu en best gerist við aðrar stórvirkjanir hérlendis". — Reynsla seinustu mánaða ætti að gera öllum ljóst mikilvægi þessara þátta. Svo sem við var að búast hafa umræður um orkufrekan iðnað mjög spunnist inn í þessa orkumáJaumfjöllun og í frum- varpi Sjálfstæðismanna um f>rjú ný raforkuver er það gert að skilyrði varðandi ákvörðun um virkjun í Fljótsdal að búið verði að selja hluta af orkunni þaðan til orkufreks iðnaðar. Þetta er bæði óþarft og óviturlegt skilyrði því eins og Hjörleifur Guttormsson orkuráðherra benti á í ræðu á Alþingi: „Einingarverð frá þessari virkjun í Fljótsdal er ámóta og gert hefur verið ráð fyrir frá Blönduvirkjun fyrir almennan markað og þetta þýðir lægsta einingarverð, sem fáanlegt er frá virkjun í landinu". Síðar í sömu umræðu sagði Hjörleifur: „Ég er þeirrar skoðunar, að í þessum orkulindum eigum við góðan bakhjarl fyrir atvinnuuppbyggingu í okkar landi á nœstu árum og áratugum, ef rétt er að málum staðið. En við þurfum að standa þannig að þeirri atvinnuuppbyggingu, að hún verði okkur ekki að fótakefli efnáhagslega eða hvað varðar sjálfstœði þjóðarinnar og þar er hið efnahagslega sjálfstceði, eins og við vœntanlega erum allir sammála um, undirstaða fyrir hinu pólitíska sjálfstæði. Og það er mitt mat og míns flokks að þessar forsendur séu ekki tryggðar nema við íslendingar höfum forrœði yfir þess- um atvinnurekstri sem öðrum í landinu Undir þetta vill AUSTURLAND taka, því pó það geti verið í fyllsta máta eðlilegt að verja hluta af orkuframleiðslu FljótsdaJsvirkjunar til orkufreks iðnaðar hljóta fslendingar sjálfir að hafa fullt vald yfir slíku fyrirtæki. Jafnframt þarf að gæta vel að þáttum eins og umhverfismálum og byggðaröskun. Nú er skammt að bíða ákvarðana þings og stjómar um næstu virkjunarframkvæmdir. Austfirðingar telja augljóst að Fljótsdalsvirkjun sé þjóðhagslega séð hagkvæmasti kosturinn og treysta því að þau sjónarmið ráði úrslitum við afgreiðslu þessa mikla lífshagsmunamáls þjóðarinnar allrar. — Krjóh. Kari Shetelig Hovland Norskar seglskútur d íslandsmiðum SMÁRI GEIRSSON OG BJARNI ÞÓRÐARSON, ÞÝDDU FRAMHALD Landnótoveiðin 1880. — tilraunin mikla Síldartorfumar streyma inn eftir fjarðarbotninum, hvalavöður reka á eftir torfunum svo að þær dreifa sér og leita upp á yfir- borðið, og eru þá auðveiddari í nætumar. „Síldarlásar Stafangurs- manna eru að heita má rétt utan við sjóhúsdyr þeirra“55). Jacobsen og Lund síma til Mandal 5. okt., að félagið hafi fram að þessu veitt 3—4.000 tunnur síldar, og horfumar eru svo góðar, að þeir hafi hlaðið gufuskip, sem fara skal frá Björgvin til Seyðis- fjarðar- með tunnur og salt56). Samlag Berentsens og Köhlers hefur fengið mikla síld. Hinn 10. október eiga þeir enn 6.000 tunnur i lás, skrifar Nielsen. Þar að auki er Hommersand kominn með nótalag sitt frá Norðfirði, og kvöldið 9. október tóku þeir 2.500—3.000 tunnur í lás. Það þarf tíma til að vinna þetta upp. Nielsen hefur alls fengið 1.400 tunnur í salt, 1.000 þeirra hafa verið slegnar til og em fullbúnar. „Á morgun verða báðar nætur okkar teknar á land og settar í húsið, Svaninn og Ladagaard, við munum vinna af alefli að öllum verkum. Sendið tunnur, salt, vistir, peninga og tvo beykira. Þessar línur eru sendar með skonnortunni „Thor,“ sem leggur af stað á morgun (11. okt.) til Haugasunds. — Hinn 13. október sendir Nielsen enn nokkrar línur, nú með gufuskipinu „Bravo,“ sem fer þriðju ferðina til Björgvinjar með 1.450 tunnur síldar. Hann hefur nú saltað í 1.700 tunnur, þar að auki í 300 tunnur á Svanin- um. Hommersand hefði átt að vera kominn hingað fyrr, skrifar Nielsen, en „hér féll á tveimur dögum svo mikill snjór, að ég kom ekki hraðboði yfir fyrr en eftir 4 daga“. Haga kvartar yfir nótun- um, þær eru of fyrirferðamiklar og fæla síldina af því að þær em ekki barkaðar. Nielsen hefur fengið skilaboð um að hann geti lánað forstjóra Hendiks Svendsen tunnur í nokkra daga, Kvöldið eftir er skrifað neðan undir bréfið, að hér hafi fengist mikil síld, margir lásar, og mikill skortur er á salti og tunnum. Skútumar, sem héldu snemma heim með sumarsild, em komnar aftur með nýjar birgðir af salti og tunnum. Gufuskipin í föstum ferðum hafa farið oft á milli landanna, heim með sfld og aftur til íslands með salt og tunnur. En alltaf er þörf fyrir meira. f október var mikið af salti og tunnum flutt með gufuskipi til Austfjarða. Frá Stafangri koma hið nýja gufuskip Henriks Svendsens „Alf“ og skip Berners „Trofast,“ frá Björgvin „Dagmar“ og „Öster- sjöen,“ sem N. J. Michelsen á. ,.Bergen“ í eigu Aug. Konow „Sylphiden,“ sem Aug. C. Mohr á, frá Kristjánssundi kemur „Dido“ og frá Haugasundi Kristjaníugufuskipið ,,Vama“57). 55) Stavangers Amtstidendi 9/10 1880. 56) B. T. 13/10 1880. 57) B. T. og K. posten okt.—nóv. 1880. FRAMHALD Bordtta... Framh. af 1. siðu. það hafi haldið fund um mál- efni farandverkafólks, rætt kröfur þess og tekið afstöðu til þeirra. B Ef slíkir fundir hafa ekki ver- ið haldnir og engar samþykktir • igeía fyrir um málefni farand- verkafólks, þá krefjist þess að fundur verði haldinn hið fyrsta. C Ef félögin neita að verða við bón ykkar um að taka mál- efni farandverkafólks fyrir á fundi, þá leitið til skrifstofu ASÍ og hafið samband við Ás- mund Stefánsson forseta þess. D Ef það ber ekki neinn árangur heldur, þá skuluð þið grípa til sjálfstæðra aðgerða, og leitið til fjölmiðla til að koma mál- efnum ykkar á framfæri. KRÖFUR F ARANDVERK AFÓLKS a. Að húsnæði það sem ætlað er farandverkafólki til íbúðar, standist ströngustu kröfur nú- verandi reglugerðar öryggis- og heilbrigðisyfirvalda. lafnframt er þess krafist að sú reglugerð verði endurskoðuð, enda ganga þær reglur allt of skammt. b. Að kosinn verði trúnaðar- maður á hverri verbúð, sem jafnframt verði tengiliður far- andverkafólks við viðkomandi stéttarfélög. Slikum trúnaðar- mönnum verði tryggður sami réttur og öðrum trúnaðar- mönnum stéttarfélaganna. c. Að atvinnurekendur greiði ferðakostnað farandverkafólks til og frá heimabyggð sinni. Einnig verði gert ráð fyrir því, að farandverkafólki verði tryggðar ferðir, t. d. á eins mánaðar fresti til og frá heimabyggð sinni, sér að kostnaðarlausu. d. Að farandverkafólki í fiskiðn- aði verði séð fyrir fríu fæði líkt og tíðkast í öðrum at- vinnugreinum þar sem fólk vinnur fjarri heimabyggð sinni. e. Að réttindi farandverkafólks verði tryggð til jafns við rétt fullgildra meðlima í stéttarfé- lögunum, t. d .hvað varðar rétt til greiðslu úr sjrikra- og styrktarsjóðum, verkfallsbóta, atvinnuleysistrygginga og at- kvæðisrétt í kjaradeilum. f. Að verkalýðsfélögin hafi ávallt á reiðum höndum nægar upplýsingar um samninga og kauptaxta fyrir íslenskt verka- fólk sem starfar erlendis og gegni upplýsingaskyldu gagn- vart því. g. Samningsbundin réttindi handa farandverkafólki í land- búnaði. SMELLUR Kastklúbburinn Smellur gengst fyrir námskeiði í fluguhnýtingum og kastæfingum um páskana. Þeir, sem áhuga hafa, hafii samband við Guðjón í síma 7262 og Guð- mund í síma 7189 og á kvöldin í síma 7334. BASAR Páskabasar Sjálfsbjargar verður sunnudaginn 12. apríl kl. 17 í Egilsbúð. Þar fást sumargjafir handa allri fjölskyldunni. Tertur og kökur af öllum gerðum. Þeir sem ætla að gefa brauð vinsamlegast afhendi það, frá kl. 13—17 í Egilsbúð. Nefndin jmmm jwÆmr JBr.Æmm ANDLÁT Ormur Sveinsson, bflstjóri, Strandgötu 4, Neskaupst. andaðist í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík 2. apríl. Hann fæddist á Hólum í Norðfjarðarhreppi 13. des. 1920, en fluttist til Neskaupstaðar 1942 og átti þar heima upp frá þvf. AFMÆLI Kristjana Kristjánsdóttir, starfs- maður á Fjórðungssjúkrahússnu í Neskaupstað varð 65 ára 4. apríl. Hún fæddist á Eskifirði, en flutt- ist til Neskaupstaðar 1961 og hef- ur verið starfsmaður sjúkrahúss- ins allar götur síðan.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.