Austurland


Austurland - 09.04.1981, Blaðsíða 3

Austurland - 09.04.1981, Blaðsíða 3
Stiklur Framh. af 4. síðu. yrði of langt mál að ræða þetta frekar, en innst inni finnst mér, að síhungraður maður eða bam, sé eða verði fatla.ð. Nú, þegar langt er liðið á mars 1981, sé ég engin merki þess að til breytinga horfi hér á bæ. Kannski vamaði það lesendum Austurlands svefns, ef ég lýsti ýmsu, sem hér telst daglegt brauð. Allavega sé ég ekki að fótalausi maðurinn, sem situr utanvið pósthúsið og réttir út hend:na hafi öðlast nýja trú á lífið. Sömuleiðis sýnist ævi blinda drengsins, sem situr daglangt á tröppunum í aðalstrætinu, hafa tekið litlum breytingum. Móðir hans styður hann heim að kveldi og ég er ekki viss um að hún viti að árið 1981 er ár fatlaðra sam- kvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóð- anna. Ég vona samt að viðleitni Sameinuðu þjóðanna í þessa veru beri árangur einhversstaðar og sem fyrst, en með hliðsjón af reynslunni: „Verum ekki of bjart- sýn“. Umfram allt, verum sjálf þátttakendur, en ætlum ekki öðr- um að leysa málin. ÍSLENDINGAR AFBÆIS Okkur hjónum er ekki vorkunn að „troða marvaðann" í annarri heimsálfu um 18 mánaða skeið. Kannski gegnir öðru máli með börnin. Bjartur er með hugann við fótboltann. f>ó ég stelist til að leyfa honum að keyra Renault tíkina annað slagið og trillan sé föl til veiða og útivistar þegar ég er viðlátinn, er stundum angur í drengnum. Hann þráir hið frjálsa veiði — og fjallalíf og — fót- bolta. Bryndísi er heldur ekki sama hvar hún er stödd. Fyrir skömmu sendi hún skólanum (bekknum sínum) bréf og ég vona að einhverjir krakkar nenni að skrifa þeim. Annars var hér tom- bóla í dag (Bryndís og dóttir vél- stjórans) og nóg að gera. Fyrir hér um bil 10 dögum var hér Carnival og mikið hullumhæ. Við vorum tvo daga að útbúa Bjart og félaga hans sem víkinga, en Bryndfs og Kristín (dóttir vél- stjórans) voru skartklæddar. Allir skemmtu sér vel. AUSTURLAND — BLAÐIÐ OG ÉG Póstsamgöngur eru ekki sem skyldi hér um slóðir, en Austur- Iandsblaðið, sem ég fékk í dag, er glænýtt. Hinsvegar vantar fjöl- mörg blöð á milli. Ég á þó von á að allt, sem póstlagt er heima, skili sér fyrr eða síðar. Ég byrjaði að bera út Árblik Iíklega sex ára gamall og mig minnir að ég hafi selt Austurland til 12 eða 13 ára aldurs eftir að Árblik var úr sögunni. Þessvegna meðal annars, vona ég að mér hlotnist að fá blaðið sent í út- legðina. Okkur finnst stundum þegar blaðið berst, að smáangi að heiman sé að teygja sig hingað suðureftir. Bíll til sölu Fiat P 125 árgerð 1980. Uppl. í síma 7289, Neskaupstað. EFNALAUGIN NESKAUPSTAÐ verður opin 13.—15. og 18. aprfl. NES - APÓTEK Fræ og laukar í miklu úrvali. Frá og með 21. apríl verður opnunartími frá 9—12 og 1—6. ÍBÚÐIR TIL SÖLU Byggingafélagið BYGGÐ HF. í Neskaupstað - hefur nú aftur til sölu nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsi tveggja hæða við Lyngbakka. íbúðimar eru af 4 gerðum: 5 herbergi og eldhús 123 ferm. 3 herbergi og eldhús 100 ferm. 2 herbergi og eldhús 73 ferm, og einstaklingsíbúðir 45 ferm. í húsinu er sérstök sameiginleg sorpgeymsla innanhúss, herbergi fyrir bamavagna og reiðhjól og leikherbergi fyrir böm. Upplýsingar gefa: Kristinn ívarsson síma 7468 Steindór Björnsson síma 7266 Ivar S. Kristinsson síma 7223. Sölu annast Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirsson- ar. Melagötu 2 sími 7677 og þar eru teikningar til sýnis og aðrar upplýsingar gefnar. Byggingaiélugið BYGGÐ HF. f Neskaupstað I______________________ HÚS TIL SÖLU Til sölu húseignin Heimatún 4. Hlöðum Fellahreppi. Tilboð óskast. — Upplýsingar í síma 4135 eftir kl. 19. ÍBÚB TIL SÖLU Til sölu er 100 m2 íbúð í fjölbýlishúsinu Nesbakka 19—21, Neskaupstað. íbúðin er byggð samkvæmt ákvæðum laga um leigu- og söluíbúðir sveitarfélaga. Umsóknir um íbúðina skulu berast til stjómar verka- mannabústaða í Neskaupstað fyrir 23. )>. m. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um húsnæðis- aðstöðu, fjölskyldustærð og tekjur og eignir sl. frjú ár, staðfestar af skattstjóra. Stjórn verkamannabústaða í Neskaupstað Árshdtíð Nesskóla verður haldin í Egilsbúð föstudaginn 10. apríl kl. 4.00 og 8.30 s. d. Fjölbreytt skemmtidagskrá. — D A N S — Aðgangseyrir kr. 15 fyrir böm og kr. 35 fyrir fullorðna. Skemmtinefndin t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför ÞÓRÐAR SVEINSSONAR frá Skógum í Mjóafirði. Aðstandendur hins látna ÞJÓFAR í KLÍPU Hörkuspennandi litmynd um bíræfna j?jófa og gamlan lögreglumann. Sýnd fimmtudaginn 9. apríl kl. 9. Aðal- hlutverk Sidney Poitier og Bill Cosby. — Leyfð. BARNASÝNING Sunnudaginn kl. 3, nánar í sýningar- glugga. VALENTÍNO Þetta er kvikmynd um hið mikla kvennagull sem uppi var á tímum pöglu myndanna. Aðalhlutverk Rudolf Nureyv og Leslei Caron. Sýnd sunnudag kl. 9. SKOT í MYRKRI Hin sprenghlægilega gamanmynd með Peter Sellers í aðalhlutverki. Þetta mun vera besta gamanmynd sem hann hefur gert. Sýnd mánudaginn 13. apríl kl. 9. Síðasta sinn. ■— Leyfð. SENDIFÖRIN Heimsfræg sænsk mynd um sendiför sænsks erindreka til Suður-Ameríku, með aðalhlutverk fara heimskunnir leikarar, svo sem Tomas Hellberg, Christopher Lee og Calolyn Seymour. — Sýnd Jmiðjudag kl. 9. — Síðasta sinn. tpn neskaupstaður IIrss? Olíustyrkur Olíustyrkur fyrir október—desember verður greiddur næstu daga. BÆJARSTJÓRI KÖNNUN Könnun á húsnæðisjwrf samkv. ákvæðum laga nr. 51/1980 fer fram í Neskaupstað frá 13. til 30. J>. m. Þeir sem hafa hug á að sækja um íbúðir í verkamanna- bústöðum j>urfa að láta skrá sig á Bæjarskrifstofunum fyrir 30. J>. m. Lán til íbúða í verkamannabústöðum eru allt að 80% af byggingarkostnaði en 20% j?arf umsækjandi að greiða fyrir afhendingu íbúðar. Fundur verður síðar haldinn með j>eim sem láta skrá sig og verða Jmr veittar nánari upplýsingar. Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við J>á. sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili í hlutaðeigandi sveitarfélagi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur J>rjú síðustu árin áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en sem svarar gkr. 5.952,- pús. og að auki gkr. 526,- J>ús. fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Stjórn verkamannabústaða í Neskaupstað Frd Núttúrugripnsaíninu Neskuupstuð Sýning safnsins verður opin um páskana. Dagana 16,—23. apríl frá kl. 16—18. SAFNVÖRÐUR

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.