Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 8
Cuðrún Anna Magnúsdóttir i kamesi sinu — Ljósm. G. M. Hvar ert þú nú fædd, Guðrún mín? En á Horni — Arnarfirði. Já, nú býr eng- inn á Horni, en bærinn víst eins og hann var og tóttimar — gaman væri nú að sjá allt eð væri. En hvað er að segja — maður fer ekki langt nú orðið, áttatíu á þessu ári, aum- ingja kerlingin. Svo hefurðu farið ung til Súgandafjarðar? Fjegra ára, að Langhól í Súganda — neðri bænum, þar er lækjarsytra milli bæjanna og hellur yfir; krakkarnir voru oft að dudda þar við lækinn. Foreldrar þínir haf a búið lengi á Langhól ? Jájá, en pabbi dó nú 98 — mannskaðanum mikla; fórust fimmtán manns; tómar ekkjur eftir: Vatnadalur, Langhóll, Staður, Bær — tómar ekkjur; uss, það voru meiri ósköpin. Þetta var í febrúar sko; svo var það nokkr- um dögum eftir slysið, að ég var inni í bæ, upp á palli, en mamma að mjólka kýmar úti í fjósinu; ég ætlaði bara að deyja í sporunum, ljósið slokknaði tvisvar á lampanum mínum. Já, hvaða draugar eru að koma hér, segi ég — það skrallaði bara niðri; þá voru þeir sjó- reknu að koma heim — kötturinn ætlaði vit- laus að verða í stiganum, tíkin á gólfinu; þá fór ég að gá, sá ekkert sko. Pillið ykkur út, segi ég — ég er bara ein hér inni; þá kemur mamma inn. Þú hefur ekki rekið þig á karl- ana — þeir skrölluðu bara um dyrnar í sjó- klæðunum, segi ég. Vom þeir nú að koma? segir hún. — Já, að hræða mig. — Hvað er þetta, elskan mín, þeir hafa ekki verið að hræða þig — það er hann sem hefur átt heim- ilið, segir hún — og hinir með honum líka.... Hafa verið að vitja heimkynna sinna? Auðvitað. — Það sagði hann líka um morg- uninn, þegar hann fór sko: við komum aftur heim hvernig sem veltur. — Þarna beið eftir onum allt tilbúið á diskunum — magálamir og hvolft yfir. Svo hefur Magnús komið til sögunnar? Það var áður en pabbi dó; hann var að koma í heimsóknir frá Norðureyri hinum megin við f jörðinn — þar var hann að kenna hjá Gunnjónu; við vorum systrabörn sko — mamma mín og mamma hans vom systur. Hann hefur verið glæsimenni? Uss, ég var dauðfeimin við hann, aum- ingja kerlingin; einu sinni var ég að koma inn, þá mæti ég mömmu- — Hvur er upp á loftinu, seiég. — Það er hann frændi þinn. — Er Magnús kominn? seiég — jæja, veit ann ekki að ég er niðri? Hann er víst að skálda uppi, hann er alltaf að ganga um gólf. — Hann spurði nú eftir þér, seijrún. — Ég fór þrisvar upp í stigann og sneri við aftur — svona var ég feimin, þá stendur hann allt í einu á pallskörinni: kondu bara upp frænka, seijrann. — Æi, ég er svo feimin — og hrædd. — Ætli maður geri þér nokkuð, seijrann; faðmaði mig og kyssti eins og venja var að heilsast þá — sagð ekki neitt sko .... Þú hefur nú kannski ekki haft á móti því að kyssa hann? Tala ekki um það, tala ekki um það, vinur. . Hvernig leizt nú foreldrum þínum á blik- una? 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.