Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 10
ast um vorið, livort nokkur heimagangur væri á bænum, hvað þau ættu marga leggi og skeljar á hólnum srninan við bæinn. Guðrún var eina dóttirin í Hlíð, en hún átti þrjá bræður, sem allir voru eldri. Á Hóli voru börnin þrjú, var Sigurður þeirra elstur. Ekki grunaði þau Gunnu litlu í Hh'ð og Sigga á Hóli, þegar þau sátu í sól- skininu á þúfunni á Stað og töluðu um leggi sína og skeljar, að þau ættu eftir að tala um búskap í alvöru, en þó fór svo að lokum. Þau ólust upp hvert á sínum bæ, sáust stöku sinnum við kirkju og í réttunum á haustin. Tvö síðustu árin sem Sigurður var í barnaskóla sveit- arinnar var Guðrún einnig í skólanum. Þó Sigurður hefði bóndaárið yfir Guð- rúnu og vel það kom þeim alltaf vel • saman. Og án þess að þau gerðu ser grein fyrir hvað réði, þá var þeim mjög annt um að hjálpa livort öðru við nám og í leik. Sigurður ólst upp við mikið starf. Hann var elztur, og ekki hægt að hlífa honum eins og yngri bömunum á Hóli- Hann var líka strax viljugur og snar í snúningum. Móður hans þótti oft nóg um, livað honunm var þeytt frá morgnx til kvölds óðara og fór að vora og allt 10 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.