Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Húsfreyjan - 01.12.1951, Blaðsíða 16
manns gæti orsakað þessa augljósu til- beiðslu. Því næst gekk ég ofan að fljóts- bakkanum og sat þar og hugleiddi hið undarlega fyrirbæri á meðan húmið færð- ist nær. Ég sá fólkið í nokkurri fjarlægð. Allir töluðu svo mjúkt og milt. Þá gekk ein kvennanna, ung og grönn stúlka til móts við mig. Hún átti örðugt með gang og Studdist við staf. Virtist liún vera mátt- laus öðrum megin. Fótinn dró hún á eftir sér og handleggurinn hékk niður með síðunni. Enginn í liópnum hreyfði sig, og þó sá ég að allir fylgdust með hverju fótmáli liennar. Unga stúlkan skalf og titraði. Eg reis á fætur og var að hugsa um livað hún viídi mér, en í því bili hrasaði liún, missti stafinn úr hönd- um sér og steyptist fram á við. Ég greip hana og hélt hinum skjálfandi líkama hennar eitt andartak. Þá Iirópaði hún yfir sig af fögnuði, sleit sig af mér, og þaut í einu vetfangi aftur til fólksins. Vinir henn- ar tóku undir fagnaðaróp hennar, eins og þeir hefðu verið að bíða eftir þessum at- burði. Síðan hófu þeir söng, frumstæð- an, en þó fagran í fögnuði sínum og einlægni. Mig langaði mikið til að vita, livernig í þessu lægi. Stafur ungu stúlkunnar lá við fættir mér. Gæti það hugsast að þetta veslings fólk hefði heyrt um framfarir lækna- vísindanna, og tryði á dularmátt hvítra manna til þess að lækna sjúka? Trúin gerir mönnum kleyft að trúa því ótrú- lega, hafði ég heyrt sagt. Ég var svo undrandi yfir því, sem gerzt hafði og svo ringlaður af þessum ein- keunilega söng, að ég gekk til höfðingj- ans og reyndi með bendingum að gera honum skiljanlegt, að ég óskaði að ganga til hvílu. Hann skildi það og fylgdi tnér að stærsta kofanum, þar sem mér var biiin hvíla úr ferskum pálmablöðum með góðri ábreiðu. Áreiðanlega það hezta, sem til var í þorpinu. Ég tók því með innilegu þakklæti. Ég vaknaði í dögun. Það var jóla- dagur, — en hvað gat jóladagur verið hjá frumstæðu blökkufólki? Hvað vissu þessir Carib-Indíánar um jól? Ég var dapur í bragði, þegar ég hugsaði til jól- anna heima. En ég rankaði við mér, því nú nálguðust raddir, sem hrærðu við einhverju innra með inér og inýktu liuga minn. Umhverfis kofann stóðu þorpsbú- ar íneð fangið fullt af ýmsuni muntim. Þegar þeir komu auga á mig, beygðii þeir sig til jarðar. Síðaii koniu þeír liver á eftir öðrum og færðu mér gjafir sínar: feldi af tígrisdýrum og gaupum, einkénni- lega útskorna inuni, banana og sinlldar- lega fléttaðar tágakörfur. Ég reyndi með brosi og látbragði að láta í 1 jós þakklæti mitt, en ég var utan við mig og vandræðalegur yfir þessari óskiljanlegu framkomu þeirra. Eftir að hafa neytt fæðu, sem þeir færðu mér, kallaði ég á Pedro, leiðsögumann minn og sagði: „Pedro, við verðum að fara liéðan samstundis“. Hann gekk til höfðingjans og sagði honum frá brottför okkar. Gamli maður- inn kom rakleitt til mín og bað mig með látbragði og fyrir munn Pedros að dvelja lengur meðal þeirra. Þegar liann sá, að ákvörðun minni varð ekki um þokað, bað hann mig að staldra við, á meðan hann kallaði saman þorpsbúa. Þeir fylkt- ust í kringum mig og krupu á kné. Með miklum bendingum og hjálp Pedros tókst höfðingjanum að gera mér skiljanlegh að ég ætti að leggja blessun mína yfir þá. Þeir vildu að ég — gamall prófessor í grasafræði og fullur af heimþrá — blessaði þá! Ég lyfti því næst höndum mínuin og liafði yfir þessi orð: „Guð sameini mig og yður, þegar vér erum fjarri liverir öðrum“. Síðan sneri ég mér að leiðsögu- 16 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.