Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 26

Húsfreyjan - 01.12.1954, Page 26
vatnið hafa samlagazt. Hellt í skál og kælt. Rjóm- inn er þeyttur og köldum karamelluleginum blandað saman við. SAFTBÚÐINGUR Vz 1. saft sykur 2 eggjahvítur 8 bl. matarlim Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Saftin sykruð eftir smekk, henni hellt út í hvíturnar og allt þeytt góða stund. Matarlímið lagt í bleyti, brætt yfir gufu, kælt og hrært saman við. Búðingnum hellt í skál. Kremsósa borin með. KREMSÓSA Vi 1. mjólk 1 tsk, vanilludropar 3 egg 4 msk. sykur 2 dl. rjómi Eggin þeytt með sykrinum. Heitri mjólkinni hellt. út í. Hitað, en má ekki sjóða. Vanillu- droparnir látnir í. Kælt. Þeyttum rjómanum blandað saman við kalt eggjakremið, rétt áður •n borðað er. MÖNDDLUGJÖF Marsipanpylsa Saman við 200 g. af marsipan er hnoðað 10 valhnetum, gróft söxuðum, og 50 g. af niður- sköfnu súkkilaði. Þetta er mótað í þykka lengju, sem dýft er í hjúpsúkkulaði. Skreytt með val- hnetum. KERTASTJAKI Á JÓLABORÐIÐ Myndin sýnir, hvernig búa má til laglegt borð- skraut, ef völ er á fjórum fallegum eplum. Sex oddhvassir trépinnar eða plastprjónar mynda grindina, sem þakin er með grenigreinum eða lyngi. S. A. TIL LESENDANNA Eins og að undanförnu flytur þetta blað þætt- ina „Heimilisþátt" ' og „Manneldisþátt". Hefur þeim fyrrnefnda verið þannig fyrir komið, að hann má taka úr bblaðinu, án þess að annað lesefni bíði tjón af. Samkvæmt ábendingu frá konu á Eskifirði verður „Manneldisþætti" einnig komið þannig fyrir, að hann má taka upp úr blaðinu. En í þessu blaði hefur þriðji fasti þátturinn göngu sína. Ber hann fyrirsögnina „Okkar í milli sagt“. Þátt þennan ritar Rannveig Þorsteins- dóttir lögfræðingur, en þessi byrjun þáttarins segir sjálf til um efnið. Er með þessu gerð til- raun til að treysta sambandið um land allt og gefa húsmæðrum almennt gleggri innsýn í fé- lagsstarfið. Er vonandi að lesendur láti aldrei hjá líða að lesa 8. síðuna, en þar mun þáttur þessi jafnan eiga rúm. Ef konur vilja senda blaðinu spurningar um einhver atriði varðandi stöðu þeirra og starf al- mennt, mun verða leitast við að svara þeim eftir beztu föngum, þótt engan veginn sé víst, að unnt verði að svara þeim öllum. Hafi ein- hverjar slíkar spurningar borist áður en næsta blað kemur út, verður þeim svarað þar. Stúlka nokkur var kölluð fyrir rétt sökum þess, að kvöld eitt hafði hún brotið brunaboða að tilefnislausu og gabbað slökkviliðið á vett- vang. Kynlegt þótti, að hún hlaut aðeins væg- asta dóm, sem lög heimiluðu, enda þótt rann- sókn hefði leitt í ljós, að hún hefði ekki verið ölvuð og um geðbilun var heldur ekki að ræða. En málsatvik voru næsta óvenjuleg. Hún átti sem sé unnusta í slökkviliðinu, grunaði hann um ótryggð við sig. Brunaboðann hafði hún brotið til þess að komast að raun um, hvort unnustinn hefði sagt það satt, að hann ætti að vera á verði þetta umrædda kvöld. Skóghöggvarar í Svíþjóð rákust á slóð í skóg- inum og gátu rakið hána að eyðikofa einum. En þeir gátu einskis orðið áskynja um þá, sem inni kynnu að vera, því að dyrnar á kofanum voru harðlæstar og gluggar vandlega birgðir. „Líklega bruggarar", sögðu karlarnir og sendu þegar til hreppstjórans. Hann brá fljótt við og var von bráðar kominn að kofanum, vel búinn að vopnum og liðsterkur, ef svo kynni að vera, að harðsnúnir fantar ættu í hlut. Hreppstjórinn braut upp kofahurðina og ruddist inn ásamt tveimur öðrum mönnum. En inni sat kærustupar, sem ornaði sig við suðandi mótorlampa. 26 HÚRFRITJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.