Húsfreyjan - 01.12.1954, Side 35

Húsfreyjan - 01.12.1954, Side 35
Skartgripaskrín. HEIMILISÞÁTTUR Frh. af bls. 24. an á fóðrið á báðum lokhelmingunum miðjum; í þessar ræmur er gott að festa nælur. Þá er askjan sett saman á eftirfarandi hátt: þunnt lag af vatti er látið ofan á pappastykki, jdra (ísaumaða) borðið þar yfir og það brotið um og límt iauslega við neðra borð pappans. Annað þunnt lag af vatti er látið á neðra borðið og fóðrið brotið um aðeins innan við brúnina og saumað við efra borðið í höndunum. Gengið er frá botninum á sama hátt, nema hvað hann er ekki lagður vatti að neðan. Skilrúmið er lagt vatti báðum megin og klætt fóðri. Þegar búið er að þekja alla hluta öskjunnar, eru botn, hliðar og skilrúm öskjunnar saumaðir saman á réttunni með varpspori, og notaður til þess samlitur tvinni. Þá er lögð mjó, handgerð snúra, einnig samlit, um brúnir loks og botns, og hún saumuð við, Festið lokunum við hliðar-’ brúnir öskjunnar með fjórum kappmelluðum böndum, og saumið litla útsaumaða hnappa á hvort lok. Hnapparnir eru búnir til úr kringlótt- um taubútum, með því að rykkja efnið utan um ofuriítið vatt. Saumið pokann utan um perlu- festina úr röndótta efninu og fóðrið hann með gula efninu. Saumið að lokum tvo litla púða, hæfilega stóra í hvort hólf; þeir eru einnig úr röndótta efninu, bryddaðir með gulu, og troðnir vatti. E. E. G. HÚSFREY4AN 35

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.