Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 12

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 12
Minnincjarorð ,,Sá <:g saiiililjóðan i siigu l>inui. Sk ii ru ngsskap u r og skyldurcchni, shaps og slillingar styrks og bliðu, vilja og varúðar vits og dáöar." M. J. Jóninna Sigurðardóttir er fædd að Þúfu í Fnjóskadal 11. apríl 1879, dóttir hjónanna Helgu Sigurðardóttur frá Veisu og Sigurð- ar Jónssonar, er lengst bjuggu á Draflastöð- um og við þann bæ var fjölskyldan kennd. Hjá þeim Draflastaða-hjónum var ekki auður í garði, en góðir heimilishættir. Dugn- aður og reglusemi var grundvöllur að giftu- ríku uppeldi barnanna. A vetrum voru fengn- ir heimiliskennarar, er kenndu bókleg fræði. Hin fjölbreyttu störf við búskapinn voru unnin og numin af foreldrum og börnum í sameiningu. Undirstaðan hefur hlotið að vera góð. Svo mikilhæf urðu þau Draflastaða- systkini. Jóninna minntist þess á gamalsaldri, er hún sat yfir fé föður síns í Vaðlaheiði. Hún tíndi aldrei kind úr hjásetunni. Skörp athygli og samvizkusemi einkenndu verk hennar alla tíð. Vökul augu litlu smalastúlkunnar sáu vítt yfir. Hún sá dalinn sinn, er bezt skýldi björkinni, er aðrir dalir eyddust skógi. Hún sá heiðina og skóginn skifta litum vor og haust, alla þá litadýrð, er Fnjóskadalur er svo ríkur af. Ur hjásetunni sá hún fyrst yfir Eyja- fjörð, er sól gilti Súlur og signdi hvert byggt ból. Hún sá Oddeyrina, er teygir arm sinn svo langt fram, og inni í fjörunni blasti kirkj- an við og öll húsin með því óþekkta og 12 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.