Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 37

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 37
kemur það höfuðfati einhvers við, hvort á hann er treystandi eða ekki? Þessi talshátt- ur er einnig kominn úr þýzku, af forn-þýzk- um siðvenjum, en hjá Germönum var hatt- urinn í fyrndinni valdatákn. Það var t. d. áður siður í Þýzkalandi, að við hjónavígslur afhenti brúðurin bónda sínum hatt, sem tákn þess, að hann hefði nú tekið við völdum. Og enn hafa Þjóðverjar orðatiltækið, að konan beri hattinn, sé hún stórráð í hjónabandinu. Annað er að fá skömm í hattinn, en það mun þýða að fá högg í hattinn, og þá hefur hlutaðeigandi vafalaust ekki lengur „verið maður fyrir sinn hatt". Ollum hefur einhvern tíma á lífsleiðinni verið beðið guðsblessunar, þegar við höfum hnerrað, en engum virðist detta í hug að biðja hins sama, þegar hóstað er, þó að það kunni að vera af miklu alvarlegri orsökum. Orðatil- tækið „Guð blessi þig", þegar hnerrað er, er einnig notað víðar en hér og mun eiga upp- runa sinn endur fyrir löngu í sambandi við skæða farsótt, líklega svarta dauða, sem hófst með heiftarlegum hnerra. I þá tíð trúði fólk því, að allt illt, ekki sízt bráðdrepandi pestir, kæmi beint frá hinum vonda, og eina vonin til bata væri að fela Guði sjúkling- inn. Einhvern tíma hef ég heyrt, að sagt hafi verið hér á landi við pestarhnerra: „Guð blessi þig og fjandinn missi þig", en það kann að vera óáreiðanleg þjóðsaga. Orðatiltækin, sem eru af íslenzku bergi brotin, eru enn þá skemmtilegri umhugs- unar. Enn er það Finnur Jónsson, sem fræðir okkur í Skírnisgrein frá 1912. Þar kennir margra grasa. Þegar við erum afkastamikil og dugleg látum við „hendur standa fram úr ermum", sem er tæplega nefnandi, því hend- ur okkar eru alla tíð nú til dags fram úr ermunum. Orðatiltækið á að stafa frá þeim tímum, er fyrri kynslóðir áttu við ermar að stríða, sem náðu langt fram yfir hendur, líkt og á austurlenzkum búningum. Svo er það sagan um Þránd í Götu, sem er dálítið sér- stök, því þar hefur mannsnafn orðið að tákn- rænu orðatiltæki. Þrándur í Götu hefur feng- ið þýðinguna: hindrun á vegi einhvers í óeig- inlegri merkingu. Gata á þó ekkert skilt við þann veg, heldur var nafn á höfuðbóli í Fær- eyjum og Þrándur stórbóndi þar. Þegar Olaf- ur helgi vildi kristna Færeyinga og skatt- skylda þá, var Þrándur í Götu sá, sem mest og lengst barðist gegn því og nafn hans varð síðan táknrænt í orðatiltækinu. „Að vera daufur í dálkinn" er sagt um fólk, sem er dapurt í geði. Það var uppruna- lega haft um bragðdaufan fisk, lítið saltað- an við hrygglengjuna. Og oft hafa Islend- ingar hugsað um fisk fyrr og síðar, því enn má nefna talsháttinn „að eitthvað eða ein- hver sé ekki upp á marga fiska". Hann mun vera mjög gamall, eða frá þeim tíma er kaup og söluverð var miðað við fisk — og það í stykkjatali eftir orðunum að dæma. „Það er skarð fyrir skildi" segja menn enn þann dag í dag, þótt meira en 600 ár séu liðin á Islandi, síðan skildir voru í notkun. Nú er orðatiltækið haft um tilfinnanlegan missi, en upphaf þess er að höfðingjar á söguöld skreyttu veggi í skálum sínum með skjöldum og væri einhver þeirra tekinn burtu, þótti skarðið tómlegt. Þannig má lengi telja og gleyma sér í allri þessari orðgnótt, sem forfeður okkar hafa gefið okkur í arf. En spakmælið segir „að hætta skal hverjum leik, þá hæst hann stendur". Flutt í útvarpið 23. febr., 1961 í þættinum „Við, scm licima sitjum". Vigdís Finnbogad. HÚSFREYJAN kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjörn: Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33A - Sími 16685 Sigriður Thorlacius, Bólstaðahlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson, Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir, Stigahlið 2 - Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir, Hringbr. 89 - Sími 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Laugavegi 33A Auglýsingar: Matthildur Halldórsdóttir - Simi 33670 Verð árgangsins er 35 krónur. í lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 12 kr. Gjalddagi er fyrir 1. október ár hvert Prentsmiðja Jóns Helgasonar Húsfrcyjan 37

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.