Húsfreyjan - 01.01.1963, Síða 18

Húsfreyjan - 01.01.1963, Síða 18
heimilisþáttur hjálpað við Almenningi gerð fjárhagsáætlana SAMTAL VIÐ DANSKAN FJÁRHAGSRÁÐUNAUT (Áður birt í Vísi 21. des. síðastliðinn) Á vegum peningastofnunar einnar í Danmörku, sem heitir ,,Bikuben“, starfar kona, sem er ,,budgetkonsulent“. Þar sem ég hafði ekki heyrt getið um slíkt starf áður, fór ég á stúfana til þess að forvitn- ast um, hvers konar atvinna þetta væri. ,,Budgetkonsulenten“ í ,,Bikuben“ heitir frú Kirsten Hellner. Hún er hús- mæðrakennari að menntun og hefur einn- ig í mörg ár verið ritstjóri fyrir blað, sem danska húsmæðrakennarafélagið gefur út handa félagsmönnum sínum. Frú Hell- ner veitti mér góðfúslega viðtal og fara hér á eftir þær upplýsingar, sem hún lét mér í té. Orðið ,,budgetkonsulent“ er erfitt að þýða á íslenzku. ,,Budget“ þýðir fjár- hagsáætlun og ,,konsulent“ ráðunautur. Fáum við þá strax einhverja hugmynd um það, hvers konar starf frú Hellner stimdar. Enn fremur sagði frú Hellner að hún starfaði í þágu heimilanna. Það, sem ráðunauturinn þarf að gera, er að reyna að hjálpa fólki að taka peningamál sín föstum tökum. AÐSTOÐ VIÐ ALMENNING ,,En hvernig farið þér að því?“ „Það er orðið kunnugt, að við hér í ,,Bikuben“ hjálpum fólki, sem er í fjár- hagslegum vandræðum. Þess vegna er það algengt, að fólk hringi til okkar og spyrji, hvort við hjálpum þeim að gera fjárhagsáætlun fyrir sig. Getur hver og einn pantað viðtal hjá okkur sér að kostnaðarlausu. En fyrst sendi ég viðkom- andi aðila eyðublað, þar sem hinir ýmsu útgjaldaliðir heimilisins eru á prentaðir. Getur hann þá fyllt út blaðið upp á eigin spýtur eins vel og hann getur. Ef hann vill fá áframhaldandi hjálp, getur hann komið til viðtals og rætt um vandamál sín við mig. Slíkt samtal getur oft staðið i 2—3 klukkustundir, eftir því hve flókin fjárhagsvandamálin eru. Þegar búið er að athuga öll útgjöldin og bera þau sam- an við tekjurnar, vill það oft verða svo, að öll útgjöldin eru hærri en tekjumar. Þá kemur aðalvandinn að athuga hvern gjaldalið um sig og minnka hann, ef hægt er þannig, að koma jafnvægi á, á milli tekna og gjalda. Það er auðvitað ágætt að hafa slíka tillögu á pappírnum, en tillagan verður að vera þannig úr garði gerð, að hægt sé að framkvæma hana, annars er ekkert varið í slíka fjárhagsáætlun". SAMNING FJÁRHAGSÁÆTLANA ,,En hvernig er farið að því að semja f járhagsáætlun ? ‘ ‘ Framhald á bls. 28. KIRSTEN HELLNER 18 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.