Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 188

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1983, Page 188
186 Ritdómar Þá vekur það athygli að hvergi er minnst á „þágufallssýki". Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á fyrirbærinu er ljóst af könnun Ástu Svavarsdóttur (1982) að lýsing íslensks nútímamáls getur ekki gengið þegjandi fram hjá því. Unt bókina í heild er annars það að segja, að þar er geysimiklum fróðleik saman safnað, og óvíða um alvarlegar missagnir að ræða. Hins vegar hefði ég kosið nokkuð aðra uppsetningu. Bókinni er skipt í 659 greinar (paragraffa), og síðan er greinunum safnað saman í misstóra kafla með sérstökum fyrirsögnum. Einstakar greinar eru hins vegar fyrirsagnarlausar. Sumum þeirra er svo skipt nánar niður í tölusetta liði. En mér finnst allt of erfitt að fá yfirsýn yfir efnið með þessu móti; og ekki bætir það úr skák að í efnisyfirliti (bls. 11-15) eru engin blaðsíðutöl til- greind, aðeins kaflaheitin og númer þeirra greina sem falla undir hvern kafla. Ég held að mun betur gefist að nota stigveldisuppbyggingu („híerarkískan strúktúr") eins og t. d. er venja í þessu tímariti; þ. e. skipta fyrst í nokkra megin- kafla og númera þá 1, 2, 3 o. s. frv.; skipta síðan hverjum þessara meginkafla niður í 1.1, 1.2, 1.3, og skipta síðan enn niður ef með þarf í 1.1.1, 1.1.2 o. s. frv., og gefa hverri einstakri grein fyrirsögn og nefna hana (ásamt blaðsíðutali) í efnisyfir- liti. Með þessu móti er margfalt auðveldara að rekja sig frá meginatriðunum til hinna smærri, og bókin verður mun nothæfari sem uppflettibók. Til þess hlýtur hún nefnilega að vera ætluð, a. m. k. öðrum þræði; annars er erfitt að sjá tilgang í því að lýsa sömu hlutunum aftur og aftur, en mikið er gert af því. Þannig er t. d. framburði sambandanna rl og rn lýst á a. m. k. fjórum stöðum, og svipað er að segja um þær reglur sem gilda um nefnifallsendingu no. og lo. í kk. et. s. b. Almennt séð finnst mér það helsti galli bókarinnar hve oft er lítill munur gerður á aðalatriðum og aukaatriðum, því sem algengt er og því sem er sjaldgæft, og ósambærileg atriði tekin saman. Nokkur dæmi um þetta verða tekin hér á eftir. Skylt er þó að geta þess, að mjög oft nefnir höfundur að ákveðin mynd sé úrelt, eða aðeins notuð í upphöfnum stíl, eða „umgangssprachlich", og eru þessar athuga- semdir yfirleitt réttar. Skiptingu efnisins í meginkafla er líka ábótavant. f fyrsta kaflanum er fjallað um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði jöfnum höndum, eins og reyndar í öðrum sambæri- legum bókum; en ég held að betra væri að hafa hljóðlýsinguna alveg sér. Inn í þennan kafla kemur einnig yfirlit yfir hljóðvörp og klofningu cg fleiri málsöguleg atriði; mest af því er óþarft í lýsingu nútímamáls, en að svo miklu leyti sem það hefur eitthvert gildi held ég að það væri best komið í sérstökum kafla um hljóð- beygingu (morfófónemík), eins og Hreinn Benediktsson (1965) benti líka á. Inn í þann kafla mætti þá einnig fara ýmislegt úr beygingafræðinni. Þá mætti flytja sitt- hvað úr beygingafræðikaflanum yfir í setningafræðina, einkum lýsingu á ýmiss konar sagnasamböndum (bls. 147-166). Raunar er talsvert af því sem þarna er flokkað undir setningafræði fremur merkingarfræðilegs eðlis; en út í það verður ekki farið hér. 2. En lítum nú á hljóðfræðikaflann, og staðnæmumst fyrst við hljóðritunina. Hún er nokkuð frábrugðin því sem tíðkast hefur í íslenskum kennslubókum, einkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.