Austurland


Austurland - 26.10.2000, Síða 4

Austurland - 26.10.2000, Síða 4
4 Austurland Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir Sff 477 1532 og 861 4767 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir SS 477 1571 Útgefandi: Austurland Kitncfnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson (ábm) og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Umbrot: Austurland - Prentun: Nesprent hf. Austurland er í Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða ráðamanna Ferðasýki íslenskra stjórnmálmanna er komin út í öfgar. Ferðasýki sveitarstjómarmanna, forystumanna félagasamtaka og forystumanna fyrirtækja er líka komin út í öfgar. Ferðasýki forseta Islands er enn- fremur komin út í öfgar. Ferðasýki stjórnenda almennt er komin út í öfgar. Við högum okkur eins og hér búi milljónir manna með fullar hendur fjár og fáir útvaldir hafi sérstakt erindi á hvern einasta fund, lítinn og stóran, sem haldnir eru og taldir fyrir einhverja hluta sakir merkilegir. Það er eins og við lifum ennþá í moldarkofunum og vitum ekki hvað sfmi, Netið eða fjarfundabúnaður er. Forystumenn íþróttahreyfingarinnar, ráðherrar og ýmsir prelátar hafa spókað sig og gera enn á götum Sidney vitaskuld fyrir almanna- fé. Forseti Islands er nýfarinn í enn eina ferðina til Vesturheims, fjármálaráðherra var með Sinfóníunni í New York, stjórnandi eða fararstjóri, hver veit hvað og utanríkisráðherra eyðir sennilega fleiri dögum erlendis en á skerinu góða. Það er stundum vart fundafært á hinu háa Alþingi vegna utanlandsferða. Er málið kannski það að ferðadagpeningar alþingismanna, sveitarstjórnarmann og starfsmanna ráðuneytanna séu svo góðir að ástæða þyki til óhóflegra ferðalaga til að drýgja launin? Þetta gerist á sama tíma og íslendingar eru taldir á undan öðrum þjóðum f Vestur-Evrópu í notkun upplýsingatæki hvers konar. Ef satt er hefur sú tækni ekki ekki náð til þeirra sem vitnað er til í upphafi. Viatskuld þurfum við af og til að sýna okkur á alþjóðavettvangi en er ekki fullangt gengið? Af hverju nota t.d. íslenskir sveitarstjórnarmenn og stjórnendur opinberra stofnana ekki fjarfundabúnað til sinna samskipta og spara með því tíma og peninga. Það er jú kominn fjarfundabúnaður á Ilesta þéttbýlisstaði landsins. Allar forsendur þessara ferðalaga nú á dögum eru brostnar og tími til kominn að menn skilji það. Kostnaður þjóðarinnar við erlend sendiráð hefur vaxið ótrúlega á undanfömum árum og nú stendur til að eyða litlum milljarði eða svo í að byggja upp sendiráð í Japan. Viðskiptahagsmunuir eru nefndir þegar tilvist sendiráða er til umræðu en það er bara yfirklór. Sendi- ráðin eru orðin dvalarstaður afdankaðra stjórnmálamanna rétt eins og stólar seðlabankastjóra. Halda þeir sem tala hæst um nauðsyn sendi- ráða að fiskútflytjendur og aðrir geti ekki selt afurðir sínar án sendi- ráða? ' Og flottræfilshátturinn ríður ekki við einteyming. Davíð Oddsson var nýlega gerður að heiðursdoktor við Manitoba háskólann. Fullyrt er að þessi titill hafi nú þegar kostað íslensku þjóðin hátt í 200 milljónir og Davíð hafi lofað háskólanum sínum hundrað milljónum til viðbótar. Og bruðlið heldur áfram. Kristnihátíðarnefnd er sennilega fínasti klúbbur sem hefur starfað á Islandi. Henni tókst að eyða nálægt einum milljarði króna í hátíð á Þingvöllum sem álíka margir sóttu og um útiskemmtun í Atlavfk eða í Húnaveri hefði verið að ræða. Nýj- asta afrek nefndarinnar er að láta slá einhver hundruð ermahnappa til að gefa þeim sem unnu að undirbúningi hátíðarinnar. Og ermahnappa nota nær eingöngu karlmenn og því þarf nefndin að finna upp eitthvað til að gefa konunum sem komu að undirbúningi hátíðarinnar. Hvað það verður veit nú enginn, en kannski væri ekki svo vitlaust að láta slá hálsmen sem liti út eins og lyfta og við opnun þess blasti við mynd af þjóðhátíðarnefndinni sem lokaðist inn í lyftu fyrir nokkrum árum og menn leiða að því líkum að þar hafi verið lagt á ráðin um hátíðarhöldin og ermahnappana. Eg. Yitleysingarnir Gott kvöld, góðir hlustendur. Erindi mitt við ykkur í kvöld er einfalt. Það er að hvetja þau ykk- ar sem tækifæri hafa, til að fara suður í Hafnarfjörð og sjá þar leikrit sem var frumsýnt fyrir nokkrum dögum. Þetta er spánýtt íslenskt leikrit eftir Olaf Hauk Símonarson, og þótt ég hafi ekki séð það sjálfur, þá hafa svo margir hrósað því í mín eyru, að ég treysti mér til að mæla með því. I þessu leikriti er, að mér skilst, meðal annars sagt frá flokks- formanni sem er líka utanrfk- isráðherra, og þarna kemur líka við sögu læknir sem á konu sem formaðurinn er að sofa hjá, en hún er hins vegar þingmaður sem vill endilega að verða ráðherra. Söguþráðurinn er að vísu ennþá flóknari, en þetta er, eins og þið heyrið, efni í fínerís dranta og kómedíu, enda skilst mér að áhorfendur í Hafn- arfjarðarleikhúsinu skemmti sér konunglega á þessum sýningum. Mér hefur orðið hugsað til þessa leikrits vegna þess, að síðustu daga höfum við, venju- legt fólk, orðið vitni að öðru drama og annarri kómedíu, þar sem koma líka við sögu utanrík- isráðherra, flokksformaður og læknir, og reyndar slatti af auka- persónum til viðbótar. Og eins og venjulega er raunveruleikinn bæði miklu fyndnari og undar- legri en nokkrum rithöfundi gæti dottið í hug að setja saman. Leikritið Eg er semsagt að tala um leik- ritið sem aðstandendur Frjálslynda flokksins hafa sett á svið fyrir okkur síðustu dagana. Það þarf varla að rekja söguþráðinn fyrir þeim sem fylgjast með fréttum, en hann er í stuttu máli þessi: Einhverjir svokallaðir óánægð- ir framsóknarmenn - sem bendir til þess að til sé eitthvað fyrir- bæri sem heitir ánægðir fram- sóknarmenn - settu saman bækl- ing þar sem flokknum og Hall- dóri Ásgrírhssyni sérstaklega var úthúðað með frekar kjánalegum og barnalegum hætti. Þessi bækl- ingur var prentaður og settur í póst, en Islandspóstur er svo vandur að virðingu sinni, eins og við vitum, að hann neitaði að dreifa honum. Nú, nú: Halldór Ásgrímsson varð svo móðgaður að lögfræðingur Framsóknar- flokksins fór fram á opinbera rannsókn á því, hver hafi staðið á bak við þennan óhróður. Skömmu seinna var rannsóknin hins vegar látin niður falla, án þess að við hin fengjum nokkurn tíma að vita af hverju það var gert. En núna fáum við svo af- ganginn af sögunni, rúmlega ári seinna. Þá kemur í ljós að Valde- mar Jóhannesson, frambjóðandi Frjálslynda flokksins á Reykja- nesi og uppnefndur kvótabani og margt verra, hann hafði montað sig af því við tvo félaga sína, að hafa borgað kostnaðinn við prentun á þessum bæklingi, þótt það hafi verið framsóknarmenn sem bjuggu bæklinginn til. Þenn- an kostnað átti síðan Frjálslyndi flokkurinn bæta honum upp, und- ir því yfirskini að Valdemar væri að ganga af kvótakerfinu dauðu fyrir Hæstarétti. Ef einhverjir hlustendur eru nú orðnir ringlaðir, þá hef ég með þeim fulla samúð. En við skulum samt ljúka leikritinu, því að það er alltaf í síðasta þætti sem hlut- imir smella saman. I síðasta þætti kemur fram frásögn læknisins, Gunnars Inga Gunnarssonar, af tilboði sem formaðurinn, Sverrir Hermannsson, gerði honum fyrir nokkrum vikum. Það var þess efnis, að Sverrir myndi segja af sér þingmennsku, en að Gunnar Ingi og dóttir Sverris, sem eru varaþingmenn hans, myndu skipta starfinu með sér til helm- inga. Þar að auki fór Sverrir fram á að Gunnar Ingi myndi Ieggja flokknum til launin sín sem þing- maður þá mánuði sem þingið sit- ur ekki að formlegum störfum. Þetta virðist hafa gert útslagið fyrir lækninn og hann gat nú ekki lengur þagað yfir bæklingnum sem var skrifaður um utanríkis- ráðherra, svo að hann kjaftaði frá öllu saman. Sverrir sagðist dapur yfir því að svo „myndarlegur maður“ væri farinn að „dorga í ruslatunnum“. Mig grunar að sumir hlustend- ur séu nú famir að leita að ann- arri útvarpsstöð í leit að fólki sem liftr venjulegu lífi, enda ætla ég ekki að rekja þessa sögu mik- ið lengra. Nokkrar spurningar Hins vegar vil ég varpa fram nokkrum spurningum sem mér finnst að við, sem lifum ekki í svona spennandi heimi, eigum eiginlega heimtingu á að fá svör við. Þessir áónægðu framsóknarmenn - vom þeir ekki bara óánægðir, heldur svo vitlausir að þeir gátu ekki fundið prentsmiðju upp á eigin spýtur? Kunna þeir ekki að fletta í símaskránni? Hvaða prent- smiðju tókst að hafa 300 þúsund krónur af Valdemar Jóhannessyni fyrir þetta drasl sem kallað er bæklingur? Er Sverri Herm- annssyni meiri eftirsjá að mynd- arlegum mönnum en Ijótum úr flokknum sínum? Vill Frjálslyndi flokkurinn kannske setja kvóta á dorgveiðar úr ruslatunnum? Ein alvarleg spurning er þó eftir og hún er þessi: Eg veit ekki hvort hlustendur muna eftir Finni Ing- ólfssyni, en hann var varafor- maður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra áður en hann fór á eftirlaun og gerðist seðlabankastjóri. Þegar Finnur var spurður á sínum tíma um ástæðumar fyrir því að hann vildi hætta í pólitík, nefndi hann sem aðalástæðuna persónulegar árásir og ofsóknir á hendur Hall- dóri Ásgrímssyni, og talaði sér- staklega um þennan alræmda bækling. Finnur vildi semsagt ekki eiga á hættu að verða fyrir slíkum árásum sjálfur og hætti þess vegna í pólitík áður en það gerðist. Nú er mér svolítil spum: Ég á ágæta vini og kunningja sem sitja við það sveittir á hverjum degi að skrifa tímamótatexta um landsins gagn og nauðsynjar, án þess að það hafi nokkur sjáanleg áhrif á neitt sem gerist í þessu landi. Svo er prentaður illa skrif- aður og kjánalegur bæklingur sem komast ekki einu sinni í dreifingu, en hefur þau áhrif að varaformaður Framsóknarflokks- ins, sem líka var iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hættir í pólitík og varaformaður Frjálslynda flokksins segir af sér að auki - allt út af einum bæklingi sem ekki nokkur maður sá. Er til á þessu heilbrigð skýring? En nú vil ég biðja hlustendur afsökunar, því að ég ætlaði víst ekki að tala um þetta, heldur ætl- aði ég að hvetja hlustendur til að fara og sjá nýtt leikrit eftir Olaf Hauk Símonarson sem er verið að sýna í Hafnarfjarðarleikhús- inu. Ég held meira að segja að ég hafi gleymt að taka það fram hvað leikritið heitir. Það heitir Vitleysingamir. Pistillinn var fluttur í Spegli Ríkisútvarpsins 18. október sl. Jólablað Austurlands Undirbúningur er hafin að jólablaði Austurlands. Við leitum eftir efni í blaðið og teystum á velunnara þess að draga nú fram gamlar og nýjar frásagnir, smásögur eða ferðasögur og myndir. Senda má efni í tölvupósti á austurland@eldhorn.is eða koma með vélrituð handrit á skrifstofu blaðsins. Gemm jólablaðið skemmtilegt. Ritnefndin i 'r '•/ . Karl Th. Birgisson skrifar

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.