Austurland


Austurland - 26.10.2000, Side 5

Austurland - 26.10.2000, Side 5
5 I víking til Noregs 11 Gleði í Sunndal Þann 16. ágúst sl. sumar bár- ust íbúum í sveitarfélaginu Sunn- dal á Mæri í Noregi miklar gleði- fregnir. Þennan dag tilkynnti stjóm Norsk Hydro að ákvörðun hefði verið tekin um að endur- nýja stóran hluta af álverinu á Sunndalsöra og eftir endurbæt- umar yrði álverið hið stærsta í Evrópu. íbúamir í Sunndal höfðu beðið eftir þessari ákvörð- un í tíu ár og undir lok biðtím- ans vom þeir famir að óttast að umbætur á álverinu myndu drag- ast enn frekar vegna áforma Norsk Hydro um að taka þátt í byggingu álvers á Islandi. Bæði starfsmenn álversins á Sunndals- öra og sveitarstjórnarmenn í Sunndal lýstu á dögunum fyrir austfirskum sveitarstjómarmönn- um þeirri gleði sem braust út á meðal starfsmanna og íbúanna þann 16. ágúst þegar ákvörðun stjórnar Norsk Hydro var kynnt - allir gerðu sér grein fyrir að þetta var ákvörðun sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir sveit- arfélagið. Álverssamfélag verður til Framleiðsla á áli hófst á Sunn- dalsöra árið 1954 og hefur ál- verið í reynd verið grunnur at- vinnu- og efnahagslífs í sveitar- félaginu frá þeim tíma. Það var Aardal-Sunndal Verk sem reisti álverið og rak það allt til ársins 1986 en þá festi Norsk Hydro kaup á fyrirtækinu og hóf rekst- ur á álverinu í Sunndal og tveim- ur öðrum álverum sem voru í eigu Aardal-Sunndal Verk. Þegar hafið var að reisa álver- ið voru fáir íbúar á Sunndalsöra en þeim fjölgaði hratt eftir að framkvæmdir hófust. Segja má að nær öll starfsemi í þéttbýlinu á Sunndalsöra hafi byggst upp beint og óbeint vegna álversins og þurftu eigendur álversins oft að koma á fót þeirri þjónustu- starfsemi sem nauðsynleg var fyrir samfélagið. Eins og fram hefur komið er það stefna Norsk Hydro að fyrirtækið sérhæfí sig í þeirri starfsemi sem það leggur áherslu á en kaupi síðan nauð- synlega þjónustu frá utanaðkom- andi fyrirtækjum. Er það álit forsvarsmanna Norsk Hydro að með þeim hætti þróist heilbrigð- ara efnahagslíf í sveitarfélagi en ef eitt og sama fyrirtækið á og rekur nánast öll framleiðslu- og þjónustufyrirtækin. A undanfömum árum hefur verið unnið að því að auka fjöl- breytni atvinnulífs í Sunndal og hefur nokkur árangur náðst á því sviði. Þó er áberandi að að lang- flest fyrirtæki á Sunndalsöra eru stofnuð í þeim tilgangi að þjón- usta álverið með einum eða öðr- um hætti. Á milli hárra fjalla Það er svo sannarlega sérstætt að koma akandi inn Sunndals- íjorden til Sunndalsöra. Sunn- dalsöra er fremst í þröngum dal sem umlukinn er 1500 m. háum fjöllum. Alverið er við sjóinn og þéttbýlið Sunndalsöra með um 4000 íbúa er fast við álverk- smiðjuna. Alverið stendur í reynd við aðalgötu bæjarins og er mið- bærinn með torgi, ráðhúsi, hóteli og fleiri byggingum einungis steinsnar frá álverinu. Bærinn er allur hinn snyrtilegasti og er ekki annað að sjá en að alls kon- ar gróður þrífist með ágætum í nábýli við álverið. Þá vakti at- hygli að laxveiðiáin Driva rennur til sjávar við hlið álversins en hún mun vera gjöful veiðiá. Sveit- arfélagið Sunndal er allvíðlent og eru íbúar þess samtals 7300 en Sunndalsöra er stjórnsýslu- og menningarmiðstöð sveitar- félagsins. Álverið á Sunndalsöra tók eins og fyrr segir til starfa árið 1954 og byggir það á fremur gamalli tækni. Það framleiðir nú um 150.000 tonn á ári og þar af eru 65.000 tonn framleidd með gam- alli Söderberg-tækni. Annar bún- aður álversins er að mestu frá lok sjöunda áratugarins ef hreinsi- búnaður er undanskilinn en hann hefur mjög verið bættur á síð- ustu árum. Framan af var mikil mengun frá álverinu á Sunndalsöra og sáust hin óæskilegu áhrif víða á umhverfinu. Eftir að Norsk Hydro eignaðist álverið hefur markvisst verið unnið að því að draga úr mengun og þrátt fyrir gamla ífam- leiðslutækni hefur náðst mjög góður árangur á því sviði. Sveitarstjómarmenn í Sunndal upplýstu austfirska kollega sína um eðli atvinnulífs í sveitarfél- aginu og það samstarf sem er á milli Norsk Hydro og sveitarfél- agsins. Töldu þeir allt samstarf á milli fyrirtækisins og sveitarfél- agsins vera afar gott og sögðu að þrátt fyrir að fyrirtækið gætti vel eigin hagsmuna sýndi það mikinn skilning á starfsemi sveitarfélagsins. Upplýstu þeir að tilvera álversins gerði það að verkum að Sunndal væri hátekju- sveitarfélag og byggi við mikinn efnahagslegan stöðugleika. Að vísu bentu þeir á að nú væri ver- ið að breyta lögum í Noregi í þá veru að fyrirtæki greiddu ekki Sunndalsöra í sveitarfélaginu Sunndal á Mœri. Alverið er fjœrst á myndinni. Austfirskir sveitarstjórnarmenn og ferðafélagar þeirra við innganginn að álverinu á Sunndalsöra lengur hlut af ágóða til sveitar- félagsins sem þau störfuðu í heldur myndi ríkið innheimta slíkan skatt og jafna honum út til allra sveitarfélaga í landinu. Allir fagna endurnýjun og stækkun álversins Svo virðist vera að allir íbúam- ir í Sunndal fagni ákvörðuninni um að endurbyggja álverið og geri sér góða grein fyrir því hve jákvæðar afleiðingar það hefur fyrir samfélagið. Forseti bæjar- stjórnar í Sunndal, Jan Silseth, upplýsti austfirku sveitarstjórn- armennina að íbúar sveitar- félagsins væm mjög meðvitaðir um hvaða máli álverið skipti fyrir samfélagið, endurnýjun á því ætti að tryggja hagkvæman rekstur þess til framtíðar og það veitti samfélaginu nauðsynlegt öryggi. Lagði hann áherslu á að um 830 störf væru í álverinu á Sunndalsöra um þessar mundir og hátt í 200 störf væru í öðrum stofnunum Norsk Hydro í sveit- arfélaginu. f sama streng tók Jarl Erik Torske en hann er bæjar- fulltrúi Sósíalíska vinstriflokks- ins sem er flokkur sem þekktur er fyrir að setja umhverfismál á oddinn. Eftir endurnýjun og stækkun álversins á það að geta framleitt um 320.000 tonn á ári og með því að leggja niður elstu fram- leiðslulínuna næst mikill árangur á sviði umhverfismála. Fram- kvæmdimar við endurnýjunina munu kosta tæplega 60 milljarða íslenskra króna og þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu mun störfum í álverinu fækka um 100. Ýmsar hugmyndir hafa vaknað í tengslum við endurnýj- unina og m.a. er áformað að nýta hita frá álverinu til fiskeldis í allstórum stíl. Þess má geta að áformað er að nota sömu fram- leiðslutækni við endumýjun álversins á Sunndalsöra og ætl- unin er að nota í fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði. Þar er um að ræða svonefnda HAL 250 ofna sem fullyrt er að séu á meðal hinna fullkomnustu sem þekkjast bæði með tilliti til sköpunar góðs vinnuumhverfis og umhverfisáhrifa. Forsvarsmenn sveitarfélagsins virtust stoltir yfir því að á árinu 2002 hæfust framkvæmdir á Sunndalsöra sem leiddu til þess að á árinu 2004 yrði þar stærsta álver í Evrópu. Greindu þeir frá því að í álverinu og tengdum fyrirtækjum væru eftirsótt og vel launuð störf sem gerðu það að verkum að Sunndal gæti verið framsækið sveitarfélag sem veitti íbúum sínum góða þjón- ustu. Töldu þeir að helsta verk- efni sveitarfélagsins í framtíð- inni væri að auka á fjölbreytni atvinnulífs svo unnt væri að mæta fækkun starfa við álfram- leiðsluna. Smári Geirsson Austurland fyrir 30 árum „Allskonar söguburður og rakalausar lygar hafa gengið staflaust uni bæinn síðan atkvæði voru talin í bæjarstjórnarkosningunum í Neskaupstað. Þær sögur eru svo fjölbreytilegar og fjölskrúðugar að hér verða ekki ólar eltar við nema fáar. Ein sagan er sú að umboðs- menn G-listans hafi leikið sér að því að breyta kjörseðlum fyrir framan nefið á kjörstjóminni og í augsýn allra umboðsmanna. Þessari sögu var komið á kreik þegar eftir talningu af manni sem ærðist þegar úrslit voru kunn og ljóst var, að aðförin að Alþýðu- bandalaginu hafði mistekist... Þá er þeim sögum dreift að svo og svo mikið af seðlum greiddum Alþýðubandalaginu hafi verið ógildir. Þetta eru rakalaus ósannindi. Öll þessi atkvæði eru full gild. Þessar sögur stafa af máttlausri bræði þeirra sem fyrir mestum vonbrigðum urðu yfir því að Alþýðubandalagið hélt velli. En hver sá sem tekur sér þessar ógeðslegu slúðursögur í munn gerir sig að minni manni. Þess skal að lokum getið að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið Alþýðubandalaginu til kynna að hann harmi þennan söguburð.“ • .i .

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.