Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 13

Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 13
\ E I N I NG 13 Skrudda Svo heitir bók, sem flaut upp í fang > okkar í öllu bókaflóðinu fyrir jólin. Höf- undurinn er Ragnar Ásgeirsson, búfræð- ingur. Útgefandi Búnaðarfélag Islands. Bók þessi er vissulega engar atóm- aldar-bókmenntir. Hún er ekkert æsi- mál né vanskapnaður. Lestur hennar er þægileg hvíld frá öllu skrölti áróðurs- vélanna. Það er eins og gamall góður kunningi setjist við hlið manns og hefji notalegt rabb, og þótt ekki sé bókin æsi- mál, þá er ógerningur að sofna frá henni, eins og mörgum ágætis bókum. Og er þá enn ótalinn einn kostur henn- ar, að hún örvar meltinguna, því að oft hlýtur lesarinn að hlæja hjartanlega, og það er svo hollt og notalegt. Það eru býsna margir fletir á Skruddu. Þótt engar séu þar predikanir, ávítanir né áminningar, þá eru þó sum- ar frásagnir hennar af dularfullum fyrir- bærum í raun og veru bezta trúboð. Þar er eins og lesarinn þreifi á heimin- t um handan landamæranna miklu, og er það ekki einmitt slíkur skilningur á tilverunni og trú, sem mannkynið þyrfti að tileinka sér. I Skruddu úir og grúir af vísum og kviðlingum, auðvitað nokkuð misjafnar að gæðum, sumar vísurnar sleppur les- arinn ekki við að læra, þótt hann vildi ef til vill gjarnan vera laus við þær. Þær eru þá svo einstakar og markviss- ar að þær verða eins og naglfastar í * huganum. Að þessu sinni verða ekki birt hér nein sýnishorn og ekki fjölyrt frekar um þessa alþýðlegu og sagna- auðugu bók, en er eg lagði hana frá mér að lestri loknum, fannst mér sem góðvinur, er eg mundi sakna, hefði kvatt mig. P. S. -----00O00---- > Paraethoxyphenyl- thioearbamide Ef þið, lesendur góðir, hafið enn ekki lært nægilega að kveða að orðum, þá er yfirskriftin hér allgóð til æfingar. Tímaritið Today’s Health, sem lækna- félag Bandaríkjanna gefur út, birtir grein um sérstakt efni, er hlotið hefur þetta langa og erfiða nafn. Uppgötvun ^ og rannsókn þessa efnis hefur leitt í ljós, að ekki þarf það að vera neinum keip- um að kenna, þótt sumum mönnum bragðist eitt og annað vel, sem öðrum bragðast illa. Þetta sérstaka efni, sem skammstafað heitir PTC er þar að verki. Sumir finna ekkert bragð að efninu, en öðrum finnst það beiskt á bragðið. Rannsókn á bragðnæmi manna hefur farið fram í mörgum löndum. Efstir þjóða í bragðnæmi reyndust vera Kín- verjar og Indíánar í Ameríku, 94%, Egyptar höfðu 76% en Arabar aðeins 64%. Einu þjóðflokkarnir í heimi, sem um er vitað, er höfðu yfir 76% bragðnæmra, eru Kínverjar og hrein- ræktaðir Ameríku-Indíánar. Hin vísindalega útskýring á efni þessu með langa nafnið, verður hér eft- irlátin öðrum, en það hefur þegar varp- að ljósi á hin gömlu og nýju sannindi, að varlega ber að dæma um sérein- kenni manna. Þau eru ekki öll einfaldir kenjar eða keipar, og skyldu börn ekki hafa stundum felt tár yfir ónærgætni hinna fullorðnu varðandi bragðnæmi þeirra. ------ooOoo------ Kynlegar fullyrð- ingar Sú skoðun er töluvert ríkjandi, að skáldin túlki hugsanir og tilfinningar manna yfirleitt, sem allur þorri manna komi þó ekki orðum að, en slíku skyldu menn þó taka með allri varúð, því að skáld nota sterka liti og oft öfgakennd- ar lýsingar, en öfgar bragðast oft bezt. Þær lærir fólk og þær lifa á vörum manna og verða þá oft hrein ósannindi að sannleika í óvarkárri vitund manna. Til dæmis lætur Pearl Buck, í bókinni Austanvindar og vestan, gamla kín- verska konu segja þetta: ,,Þú getur sleppt öllu orðskrúði um þá hluti. Það er aðeins girnd karl mannsins til konunnar og löngun henn- ar til að eignast son. Þegar ástríðunum er fullnægt, er ekkert eftir“. — Auðvit- að er þetta rugl og bull, þótt verið geti að kínverskar konur hafi haft þar nokkra sérstöðu. Sem betur fer er sá fjöldi kvenna og karla mikill, sem vitn- að getur um það, jafnvel í hárri elli, að fullnæging ástríðnanna er ekkert loka markmið. Ástin og vináttan nær langt út yfir þau mörk. Þá lætur Pearl Buck gömlu konuna einnig komast svo að orði: „Karlmenn . . . Leyndustu hugsjón- ir þeirra hringa sig ávallt eins og snák- ur um blóðríkan líkama einhverrar konu“. Hefur kona bezta aðstöðu til þess að dæma um leyndustu hugrenningar karl- mannsins? Flestir karlmenn munu kannast við, að konan er þeirra drauma- dís, ástargyðja og lífsfylling, en vafa- laust ófúsir til þess að viðurkenna, að leyndustu og dýpstu hugsanir þeirra snúizt þó aðeins um blóðríkan konu- líkama. Það er álíka ömurleg lífsskoð- un og hjá Þorsteini Erlingssyni í ljóð- línunum: „Eftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik, og hver bikar var tæmdur í grunn“. Sem betur fer er sælubikar lífsins ótæmandi, en hann er ekki gruggug lind holdsnautnanna eingöngu. Hann er einnig hin tæra uppspretta varanlegrar hamingju og sælu. -------ooOoo-------- Lögberg 70 ára Lögl)erg — annað liinna tveggja stærstu hlaða íslendinga í Vesturheimi, átti nýlega 70 ára afmæli. Það hóf göngu sína 14. jan. 1888. Blað þetta á orðið mikla og merka sögu, og gagn það, er blaðið hefur unnið þjóðrækni, menningu og félagsmálum ís- lendinga, verður hvorki talið né reiknað né metið til fulls. Ritstjóri Einingar vill nota tækifærið til þess að óska Lögbergi til heilla á þessum merku tímamótum blaðsins. Næstum fjóra áratugi hef eg lesið Lögberg og oft fundið meira af góðu efni í því en ýmsum öðrum blöðum, og beztu þakkir færi eg nú Lögbergi fyrir marga ánægjustund, margvíslegan fróð- leik og margt gott og liollt lesmál. Helzt mætti átelja blaðið fyrir umburðarlyndi við okkur, ýmsa ritsnáka. Ýmsum greinum, sem blaðið birti fyrir mig á árunum 1920—1930, myndi eg nú hafna, ef einhver rétti slíkt að mér til birtingar, en ef til vill hefur slíkt umburðarlyndi einnig sýna góðu hlið. Við Lögberg hafa löngum starfað liæfir og ágætir menn, og núverandi ritstjóri þess, Einar Páll Jónsson, liefur verið ýmist að- stoðarritstjóri þess eða aðalritstjóri síðan eg kynntist blaðinu órið 1920. Margar hlýj- ar endurminningar á eg um komur mínar í skrifstofur Lögbergs, en hér eiga nú ekki við neinar orðalengingar á máli tilfinning- anna. En það eitt er víst, að Lögberg á skil- ið mildar þakkir fyrir allt sitt menningar- starf um 70 ára tímabil. Endist því aldur sem lengst í þjónustu íslenzks málstaðar. Pétur Sigurðsson. --------ooOoo--------- Frœöslurit Blaðinu liafa borizt fjögur snotur rit, sem góðtemplarareglan í Svíþjóð gaf út á árinu sem leið öársplcmen — 1958—1963, fimm ára áætlunin, Kvöldskóli, Samþykktir stór- stúkuþingsins, og hið fjórða, Nykterhels- politiken í válstándssamhállet — þáttur bindindisstarfsins í velgengnisþjóðfélagi. í ritum þessum eru ýmsar skýrslur og annar fróðleikur. Svíar eru miklir skipulagsmenn á sviði bindindismála og fjölbreytni er einnig mikil í öllu þeirra bindindisstarfi og þaraðlútandi fræðslu. í þessum efnum standa þeir þó ekkert síður en aðrir þjóðir andspænis vandamáli, sem erfitt reynist að leysa. f síðasta ritinu, sem liér var nefnt, er töluvert rætt um það, hvert sé ráðið til þess að draga úr áfengisneyzlunni. Talað er um síhækkandi verð á áfengum drykkjum í samræmi við batnandi lífskjör manna, hærra kaup og meiri kröfur. Og svo er auð- vitað bent á mikilvægi upplýsingar, fræðslu og ræktunar félagslífsins. Allt má þetta að gagni koma, cn meinið stendur djúp. Það þyrftu menn að gera sér Ijóst.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.