Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 15

Eining - 01.02.1958, Blaðsíða 15
V EI NING 15 Kvöldvökur Þingstúku Reykjavíkur Þær voru kvöldin 3., 4., 5. og 6. febrúar og heppnuðust ágætlega. Að- sókn var mikil og síðasta kvöldið þó langmest og urðu þá margir að standa. Undirbúningur var allmikill og valdir góðir ræðumenn. Formaður undirbún- 4 ingsnefndar var Einar Björnsson, skrif- stofum. og mæddi undirbúningsstarfið mest á honum. Aðalræðurnar fluttu þessir: Séra Johann Hannesson, Loftur Guðmundsson, rithöfundur, Ásbjörn læknir Stefánsson og Indriði Indriðason, rithöfundur. Ávörpin í upphafi hverrar kvöldvöku fluttu þeir: Benedikt Bjark- lind, lögfræðingur (stórtemplar), séra Kristinn Stefánsson, Björn Magnússon, prófessor og Brynleifur Tobiasson, áfengisvarnaráðunautur. Öll þessi erindi og ávörp voru prýði- leg. Eitt þeirra hefur þegar verið birt á prenti og vonandi fer svo um fleiri þeirra. Milli þátta og á undan fundarsetningu voru smekklegir og góðir hljómleikar. Önnur skemmtiatriði voru sjónleikir, upplestur og annað gamanmál. Þess varð vart, að fundargestir óskuðu þess, að slíkar kvöldvökur væru oftar. Tölu- ( vert af unglingum sótti allar kvöldvök- urnar, sumir kvöld eftir kvöld. Fjárstyrk til þessara framkvæmda Þingstúku Reykjavíkur veitti bæði Stór- stúka íslands og Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur. Þær Reykjavíkurstúkur, sem reglu- bundinn fundartíma áttu þessi kvöld, létu kvöldvökunum í té húsnæði. Þingtemplar er Indriði Indriðason, rithöfundur. i Næst mun blaðið flytja ávarp það, er séra Kristinn Stefánsson flutti á ann- arri kvöldvökunni og síðar eitthvað fleira frá þessum kvöldum. -------ooOoo-------- Ungur heimur Hinn alkunni ræðusnillingur og rit- höfundur, klerkurinn Harry Emerson Fosdick, bregður upp eftirfarandi mynd sem vörn gegn bölsýni þeirra manna, er finnst þroska mannkynsins miða * hægt: ,,Hugsum okkur að jörðin væri 50 ára gömul. Þá mundu fyrstu 49 árin hafa liðið áður en hinn allra fyrsti jurta- gróður gerði vart við sig. A þenna mæli- kvarða mundu þá vera sex mánuðir síð- an menn fyrst hófu ritstörf. Listir og bók- menntir væru þá þriggja mánaða, krist- indómurinn tveggja mánaða, prentlist- in tveggja vikna, rafmagnið 24 klukku- stunda gamalt, félagsleg samtök um efl- ^ ingu heimsfriðarins nokkurra mínútna gömul, og sá skapandi andlegi kraftur mannlífsins, sem allar framtíðarvonir þess grundvallast á, mundu vera í hinni allra fyrstu bernsku. Hið furðulega ævintýri á þessari jarð- stjörnu vorri, er svífur með okkur í geimnum, er rétt að hefjast í stað þess að vera næstum lokið. Hugsýki vonsvik- innar kynslóðar er engan veginn hið rétta úrskurðarvald í þessum efnum“. -----------------ooöoo------ Tólf óra börn ófengissjúk- lingar í Svíþjóð Fregnir frá Stokkliólmi (NTB) herma að drykkjuskapur barna þar í landi sé orðið slíkt vandamál, að ráðamenn félagsmála hafi hrundið í framkvæmd sérstakri rann- sókn um land allt á þessum ófögnuði. Full- sannað er, að hér og þar drekki 12 ára hörn áfenga drykki að staðaldri. Ein áfengis- varnanefnd skýrir t. d. frá því, að hún hafi orðið að liafa afskipti af 11 unglingum und- ir 15 ára aldri, sökum drykkjuskapar. Sérstaklega er þessi áfengisneyzla tclpna talin mjög alvarlegt atriði, því að hún leiði þær til ósiðsemdar. Þá hefur drykkjuskapur kvenua í land- inu aukizt um 35% síðan skömmtun áfengis var afnumin, en drykkjuskapur ung- menna innan við 25 ára aldur, minkað ný- lega um 7%. Áfengisskömmtunin í Svíþjóð gafst ekki vel, en frjálsa salan gefst þó enn ver. Þegar um skaðnautnir er að ræða, hentar frelsið mönnum ekki. Það er aldagömul reynsla búin að margsanna. Hóleitasta köllurt menningar- innar Hin andlegu öfl í hjarta mannsins er sá eini kraftur, sem um alla framtíð megnar að reka á flótta eigingirni, ágirnd, hatur og ótta úr sálarlífi hans. En hver getur vakið þessi öfl sem blunda í brjóstum manna og kallað þar fram þá orku, sem ekkert stendst? Ekki vís- indamaðurinn og ekki verkfrteðingur- inn, þegnar og starfsmenn efnisheims- ins, leiðtogar þeirra mála. Við þurfum að fá samsvarandi leiðtoga í andlegum efnum. Háleitasta köllun menningarinn- ar er að finna og æfa slíka leiðtoga, og að styðja þá á alla vegu í hinu mikil- væga hlutverki þeirra, að frelsa sál mannkynsins frá hinum illu öndum efnishyggjunnar. Heimilið, barnaskólinn og hinir æðri skólar, og þá kirkjan öllu fremur, verð- ur að ganga undir ok þessarar heilögu köllunar. Þessum aðiljum mun verða veitt öll sú aðstoð, sem vísindi, verk- kunnátta og þekking getur látið í té, og lætur í té nú á dögum. — Þetta er sá boðskapur, sem eg leyfi mér að flytja í nafni vísindanna“. Micliael Pupin. (Scribner, maí 1935. Michael Pupin hafði um skeiö verið forseti ameríska vísindafélagsins). --------00O00------— Bindindisfélag ökumanna CMHF) í Svíþjóð er orðið mjög öflugt félag. Deildir þess eru nú 450, en höfðatalan í þeim öllum um 100,000. Tryggingafélag þessa sambands er fjórða stcrkasta tryggingafélagið í Svíþjóð. Föðurarfurinn Hvernig er þetta um eðli okkar, ástríki faðir, mitt og þitt? Er þitt lítalaust, hreint og heilagt, holdlegt, gerspillt og syndugt mitt? Getum við verið einnar ættar, átt þú að heita faðir minn? Hef eg frá öðrum hlotið mitt eðli? ------------ooOoo-------- Þjóðstjóri með brennivínsglas í hönd Sjötíu ára japanskur stjórnmála- og hind- indismaður, Tetsu Katayma, var fyrir nokkru í heimsókn í Moskvu. Þá ráðlagði hann Krustsjov, rússneska kommunistafor- ingjanum, að stjórna ekki þjóðinni með brennivínsglas í hendinni. „Sá sem raun- verulega elskar þjóð sína og á að stjórna, verður að afneita áfenginu í hvaða mynd sem er“, voru orð hans. Þessi japanski öld- ungur var ráðherra í Japan árin 1947 og 1948. Hann var einnig forseti bindindis- mannasamtaka í landinu. --------ooOoo------- Iðjusemi og vellíðan Iðjusömum manni líður betur en hinum, m. a. sökum þess, að ánægjan yfir því að hafa afkastað einhverju skapar vellíðan. Við hugsum okkur Guð alsæian. Hann er eilíflega að skapa. Sannasta og fullkomnasta nautnin er að áorka einhverju, skapa eitt- hvað. Iðjusamur og starfandi maður er í sam- ræmi við skapandi mátt lífsins og þess vegna líöur honum vel, hæði sál hans og líkama. Letinginn er í samræmi við kyrrstöðu, hnignun og dauða. Þess vegna er liann van- sæll. Öruggur mœlikvarði Ef þú kynnist manni, sem reynir að láta menn þjóna sér, en komast hjá því að þjóna öðrum, þá veiztu, að hann er ekki lausnar- maður kynsslóðarinnar. Vilja ungmenni hafa þenna á hælum sér.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.