Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 6

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 6
6 E I NING árásum, sem gerðar hafa verið á hömlur á skefjalausri áfengisneyzlu og skefja- lausum áfengisveitingum. Það liggur í augum uppi, að í þess- ari baráttusögu mætti nefna mörg nöfn, og sum þeirra mjög þekkt í heildarsögu þjóðarinnar. En það verður ekki gert hér, því að bæði skortir tíma til að nefna marga menn og auk þess er erfitt að velja, hverja eigi að nefna og hverja ekki. Svo margir ágætir menn koma hér við sögu. Hitt er víst, að þessi barátta hefur kostað mikið og fórnfúst starf margra manna, karla og kvenna, en án slíks starfs verður góðum málum, verður menningarmálum aldrei neitt þokað áleiðis. Oft hefur verið haft orð á því, að reglan væri aðgerðalítil, og sagt, að húnn ætti að starfa meira, hún ætti að gera þetta og hún ætti að gera hitt. Þegar þessar aðfinnslur koma frá mönnum, sem hvorki hreyfa hönd né fót til að efla bindindi, hvorki í orði né verki leggja þeirri starfsemi lið, þá eru þær lítils virði og varla hægt að taka þær sem mæltar af alvöru. Skörpustu aðfinnslurnar koma frá reglufélögum sjálfum. Þeir finna sárast til þess, hve mikið er ógert af því, sem þyrfti að gera. Þeir skilja bezt, því verk- efnin eru mikilvæg Þannig hlýtur þetta að vera. Þannig á þetta að vera. En þó menn viðurkenni, að reglan sé ekki nógu dugleg, ekki nógu afkasta- mikil, ekki nógu djörf í starfsemi sinni, þá má ekki vanþakka eða vanmeta það, sem hún gerir og hefur gert. Það starf er vissulega mikið orðið eftir 75 ár. Þar kemur fleira til en bindindis- baráttan ein sér, og hefur hún þó verið ærin, en bindindisbaráttan verður ekki aðgreind og slkilin frá annarri menning- arstarfsemi reglunnar, sem einnig miðar að aukinni bindindissemi. Stúkurnar hafa alla tíð starfað og starfa sem al- menn menningarfélög. Þær hafa þjálfað fjölda manns félagslega, þroskað þá í samstarfi til samstarfs. Þar hafa verið rætt margvísleg viðfangsefni, og þær umræður hafa iðulega hrundið á stað framkvæmdum nytjamála á öðrum vett- vangi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margir af fyrstu forvígismönnum verkalýðssamtakanna í landinu höfðu hlotið félagslega þjálfun í reglunni og voru því færari en ella hefði verið til þess að gegna hinu mikilvæga hlutverki sínu í verkalýðssamtökunum. Á það má einnig minna, að í reglunni nutu konur fyrst félagslegs jafnréttis á við karla. Þar vöndust þær og þjálfuðust til samstarfs og samtaka. Víða um land urðu stúkur fyrstar til þess að koma up samkomuhúsum, og raunar fyrst og fremst af því, að þær voru í vandræðum með húsnæði fyrir sig. Elzta þessara húsa er góðtemplara- húsið í Hafnarfirði, er Morgunstjarnan reisti 1886. Það hús stendur enn, að vísu endurbætt. Árið eftir kom reglan í Reykjavík sér upp húsi, því húsi, sem vér erum nú í. Þessi samkomuhús reglunnar hafa orðið margvíslegri félagsstarfsemi ann- arri að ómetanlegu gagni, jafnvel svo, að slík starfsemi hefði oft ekki verið möguleg, ef samkomuhúss stúkunnar hefði ekki notið við. Sums staðar hafa bæjarstjórnir haldið fundi sína í húsum reglunnar um lengri eða skemmri tíma. Innan reglunnar hefur verið stofnað til ýmiss konar annarra félaga: íþrótta- félaga, söngfélaga, taflfélaga og leik- félaga. — Þess má geta, að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897 upp úr leikflokki templara, og stofnendur þess, 12 að tölu, voru allir templarar. Mörg önnur félög og margvísleg menningarstarfsemi á rætur sínar að rekja til reglunnar, þótt ekki verði nefnt hér. En í dag kom út rit um regluna, störf hennar og stefnu, ágætt rit, þótt lítið sé, samið af Indriða Indriðasyni. Þar er gerð betri grein fyrir þessu efni. Einn þátt í starfsemi reglunnar vil ég þó nefna, því að hann er svo mikilvæg- ur, að fram hjá honum verður ekki gengið. Það er starfsemi hennar meðal bama og unglinga. Reglan hefur gefið út barnablaðið Æskuna í sex áratugi. Það er ærið starf og ekki lítils vert. Þó er það lítils virði hjá öðru, sem reglan /hefur gert á þessu sviði, þar sem er stofnun og starfræksla barnastúkna og unglingastúkna. Þar hefur mesti fjöldi barna og unglinga verið vaninn og þjálfaður við marghátt- að félagsstarf, æfður við ýmiss konar tómstundavinnu. Þarna hefur reglan unnið mikilvægt uppeldisstarf, sem ekki er unnt að meta. Reglan hefur frá upphafi reynt að skapa og efla þann hugsunarhátt með þjóðinni, sem er nauðsynleg undirstaða bindindissemi, nauðsynlegur undanfari skynsamlegrar og heilladrjúgrar lög- gjafar um áfengismál. Hún hefur unnið mikið í þá átt. En hún hefur ekki getað gert nóg, langt frá því. Um það er ástandið í þessum efnum nú í dag tal- andi vottur. En einmitt á þessum vettvangi hefur verið unnið hvað snarpast gegn regl- unni. Sumir hafa gert það með orðum, aðrir með breytni sinni og framkomu. Fjöldamargir menn, sem segja það æskilegt, að þjóðin sé bindindissöm, finna ekki til ábyrgðarinnar, sem á þeim sjálfum hvílir í þessu efni, skilja ekki að það skipti máli, hvort fordæmi þeirra beini öðrum — oft óreyndum, óþrosk- uðum unglingum — veg til velfamaðar eða tjóns. Áfengisneyzla og áfengis- Árni Óla sjöftugur Árni Óla varð sjötugur 2. desember sl. En okkur sem þekkjum orku hans, elju og áhuga, finnst hann ekki gamall. Ámi er fæddur að Víkingavatni í Kelduhverfi, er af góðu, duglegu og greindu fólki í báðar ættir. Hann var snemma vaninn við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur, en bókhneiður var hann, spurull og fróðleiksfús. Hann vann heima framað tvítugu, en lauk tuttugu og eins árs prófi úr Verzlunar- skóla Islands. Þrem árum síðar gerðist hann blaðamaður við Morgunblaðið, lagði blðamennsku fyrir sig sem aðal- starf fyrstur allra íslendinga. Hann hefur starfað við Morgunblaðið samfleytt í hálfan fimmta áratug, var ritstjóri Lesbókarinnar 1926—1936, tók síðan við því starfi á ný og gegnir því enn við ágætan orðstír, hefur gert Lesbókina að merku fróðleiksriti og leggur þar veitingar eru ekki einkamál, heldur sam- félagsmál. Fyrir hverjum manni, sem neytir áfengis eða veitir áfengi, liggur sú spurning, hvort íslenzka þjóðin eigi að vera bindindissöm eða ekkiv hvort hann ætli að stuðla að bindindissemi þjóðarinnar eða draga úr henni, hvaða áhrif hann ætli að hafa á hugsunarhátt þjóðarinnar í þeim efnum. Indriði Indriðason kemst svo að orði í riti sínu, því er ég nefndi áðan: „Áfengismálin verða ekki leyst fyrr en einstaklingar þjóðfélagsins almennt finna og viðurkenna samábyrgð sína. Þjóðarviljinn einn, studdur vitsmunum og samábyrgð þj óðhagslegra staðreynda, hlýtur að marka þá stefnu, er ráða skal í framtíðinni. Sú stefna gæti haft að ein- kunnarorðum: Allsgáðir menn í sam- ábyrgu og sjálfstceðu þjóðfélagi.“ Undir þessi orð vil ég taka. Margir menn utan reglunnar hafa metið starfsemi og viðleitni reglunnar að maklegleikum. Alþingi hefur um langan aldur styrkt starfsemi hennar með meiri eða minni fjárframlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Ymsar bæjarstjórnir hafa gert hið sama úr sjóðum bæjarfélags síns. Þessi viðurkenning er þakkarverð. Hitt væri þó meira virði, ef ríkisstjóm, Alþingi og bæjarstjómir á hverjum tíma styddu sjálfar stefnu reglunnar með orð- um og fordæmi, með samþykktum og athöfnum. að gera íslendinga bindindis- sama þjóð. Til þess var reglan hér á landi stofn- uð. Hún hefur unnið að því í 75 ár. Hún er staðráðin í að gera það framvegis. Til liðsinnis í því efni heitir hún á alla góða Islendinga.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.