Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Eining - 01.01.1959, Blaðsíða 10
10 E I NING i E I N I N G MánaöarblaS um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Síini blaðsins er 1 59 5G. Árgangur blaðsins koslar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. livert eintak. Nýr áfangi a* pp er runniS nýtt ár, nýr áíangi í lífi einstaklinga og | þj’óða, nýr starfsdagur meS ný tcekifeeri. Á þá vel við að semja nýja áœtlun, vinna ný heit og endurnýja hin góðu áform, í trú á fyrirheit drottins um nýjan kraft með hverjum nýjum degi, Árið 1959 rann upp bjart — fagurt — hreint, fremur kalt, Állt er þetta vel fallið til að vekja af dvala, vekja fögnuð og þakklœti og eyða kveifarskap og drunga. — Gefi Guð öllum mönnum ár friðar, farsœldar og nýrra og glcesilegra sigra á öllu því, sem enn þjáir mannkynið. — Nýr heimur, farscelt mannkyn skal stefnumark okkar vera. Minna heldur sálum okkar ekki heitum. Ekkert minna getur látið hugsjónaeldinn loga glatt. Ekkert minna getur magnað okkur til dáða. Um leið og ég óska öllum kaupendum og lesendum Eining- ar blessunar Guðs og farsceldar á nýja árinu, flyt ég þeim innilegustu þakkir fyrir góð viðskipti, þau hafa aldrei verið betri en á árinu sem leið. Gleð ile gt nýtt ár. Pétur Sigurðsson. Ávarp fil þjóðarinnar Þriðja þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu haldið í Reykjavík dagana 9. og 10. nóv. sl. vill vekja athygli allra landsmanna á því ískyggilega ástandi í áfengismálum meðal þjóðar vorrar, sem enn ríkir og í vaxandi mæli. Sífellt hæklca þær upphæðir stórkostlega, sem þjóðin ver til áfengiskaupa, og lítur út fyrir, að ekki verði langt að bíða, að sú fjárhæð fari fram úr hálfu öðru hundraði milljóna króna á ári. Vantar þá ekki orðið mikið á, að til áfengiskaupa fari þúsund krónur á hvert mannsbarn á landinu, eða 5000 kr. á fimm manna fjölskyldu, og sé meðtalið það fé, sem fer fyrir smyglað áfengi, mun ekki fjarri sanni, að þessi sé áfengisskattur þjóð- arinnar orðinn í dag, og þó ekki nema sá hluti hans, sem greiddur er í peningum til að afla þess. Ótalið er’þá allt hið gífurlega tjón, sem áfengið veldur með glötuðum vinnu- stundum, slysum, sjúkdómum og beinni sóun efnisverðmæta Allt er þetta þó aðeins ytra borð áfengisbölsins, og hitt enn geigvænlegra, sem birtist í siðferðislegri upplausn, glataðri heimilishamingju, glæpum og töpuðum manndómi. Þegar á V allt þetta er litið, verður ekki ofmælt, enda mál margra vitr- ustu manna meðal menningarþjóða, að áfengið sé sá versti bölvaldur, sem nú herjar mannkynið, fyrir því má enginn loka augum né varpa frá sér ábyrgðinni í þeirri sérgóðu sjálfsblekkingu, að þetta sé honum óviðkomandi og gagns- laust um það að fjasa. Sagan hefur sýnt, að áfengisnautnin hefur komið heilum þjóðum á kné, og er enn að gegnsýkja svo sumar þekktustu menningarþjóðir heims, að það veldur leiðtogum þeirra mjög alvarlegum áhyggjum. Hér þarf íslenzkt almenningsálit að rísa á móti voðanum, w áðurenlengraverðurfariðáþessari braut.Þjóðin þarf að vakna til meðvitundar um það, að það er hverjum manni vansæm- andi að skerða vit sitt og heilbrigði með áfengisnautn. Hver maður á að hafa gát á því, að sóa ekki dýrmætum fjármun- um sínum og þjóðarinnar fyrir mannspillandi nautnalyf, og verða um leið valdur að enn meiri sóun andlegra og efnis- legra verðmæta. Hver þegn þjóðfélagsins er ábyrgur í þessu efni gagnvart sjálfum sér og þjóðarheildinni. En um leið ber að gera þær kröfur til ríkisvaldsins, að það gefi ekki spilling- ►* unni undir fótinn með síaukinni sölu áfengra drykkja. Stefna ber að því staðfastlega, að losa ríkissjóð við það að vera háður tekjum af áfengisverzlun, með það takmark í huga, að öll áfengisverzlun verði niður lögð. Jafnframt verð- ur að gera þá kröfu til ríkisvaldsins, að það hagi ekki þannig úthlutun erlends gjaldeyris, að leiði beinlínis til áfengis smygls, eins og reynsla síðustu tíma bendir til. Og meðan leyfð er lögleg meðferð áfengis í landinu, verður einnig að krefjast þess, að stranglega sé gætt cillra lagafyrirmæla um * þau efni, og hvergi séð í gegn um fingur við ólöglega áfengis- sölu, heldur tekið með festu og vægðarlaust á öllum áfengis- lagabrotum. Þessum kröfum skýtur þingið til allra landsmanna, og mælist til þess, að þeim verði sem víðast og oftast á lofti hald- ið, ekki aðeins í samþykktum funda og félaga, heldur einnig manna á milli af hverjum einstaklingi við öll tækifæri. Heitir Landssambandið á alla Islendinga, sem sjá í hvert óefni stefnir í þessum málum, að veita bindindismálinu lið- 4 sinni isitt og vinna að því að umskapa almenningsálitið í þessum efnum. Bindindið er mannsmótið fijálft. Bindindissöm þjóð er sterk þjóð. F. h. fráfarandi stjórnar Björn Magnússon. (prófessor) STJÓRNI EKKI HINIR RÉTTLAtU HEIMINUM, ÞÁ STEYPA HINIR RANGLÁTU HONUM í GLÖTUN.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.