Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 4

Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 4
4 E I NING 1 við sína alþjóðlegu fjölskyldu, tveimur ítölskum drengjum, Marco 6 ára og Vincenzo 8 ára, og grískri 9 ára stúlku, Efrosyni að nafni. Hún lýsir þessum börnum lítilsháttar. Vincenzo hafði fengið lömunarveiki og átti heima í fjögurra herbergja íbúð hjá föður, móður og systur, en átta manns var auk þeirra í íbúðinni. Litla gríska stúlkan átti ömurlega sögu. Bróðir hennar og tvær systur höfðu dáið af næringarskorti og móðir hennar reyndi að draga fram lífið á örlitlum og ófrjóum jarðarbletti á eyju einni við strendur Grikklands. Fæstir Ameríkumenn munu af eigin raun kannast við slíka kveljandi fátækt. ,,En hvers vegna að fórna sér fyrir börn annarra landa?“ spurðu sumir Const- ansu, en hún svaraði: „Þegar um hung- ruð böm er að ræða, gilda engin landa- mæri en auk þess er ég í skuld við þessi börn. Þau vöktu mig aftur til lífs- ins og mögnuðu mig ábyrgðartilfinn- ingu og athafnalöngun, gáfu mér kær- leika sinn og urðu sterkur þáttur í lífi mínu.“ Helga litla veiktist af innflúensu og fékk meðalasendingu, sem benti til þess að Constansa myndi vera hrædd um heilsu hennar. Hún páraði því á miða og fullvissaði þessa ,,fóstru“ sína um, að, Guð mundi ekki láta sig deyja áður en hún fengi að sjá sína elskulegu frænku Connie. Það kom svo að því að Constansa ferðaðist til Evrópu til þess að heim- sækja fósturbörn sín. Hún fór fyrst til Þýzkalands að hitta Helgu. Á flugvell- inum í Hamborg skreið Helga litla undir afmörkunarstrenginn og stökk beint til Constansu og sagði: ,,Ég þekkti þig strax, kæra frænka Connie! Þú ert alveg eins og myndin af þér.“ Fögnuður Helgu var svo mikill, að henni brást enskan og greip þá til þýzkunnar, tók fram einkunnaskírteinið sitt, sem var mjög gott, og sagði: ,,Ég varð að vera dugleg þín vegna.“ Hún vildi sannar- lega vera velgerðamanni sínum til sóma. Constansa segir svo skemmtilega frá móttökunum hjá hinum bömunum. 011 höfðu þau búið sig út með einhverja smágjöf handa henni. Á Ítalíu, þar sem Vincenzo átti heima, kom allt fólkið úr nágrenni hans til þess að fagna gest- inum, og yfir götuna voru strengdir borðar með lofsorðum um hana og Ameríku. Blöðin skrifuðu um hana og hún var heiðruð í veizlum og samkvæm- um. Þar kynntist hún myndarlegum hótelstjóra, Anthony Fucito. ,,Hann horfði á mig lotningarfyl!st,“ segir hún, ,,þegar við vorum kynnt, en augu hans ljómuðu er hann kyssti á hönd mína. Brátt röbbuðum við saman og hlóum hjartanlega eins og við hefðum lengi verið kunningjar. Framhald á bls, 7. SIGRÍÐUR Á. MAGNÚSDÓTTIR Fœdd 14. apríl 1879. Dáin 2. maí 1959 Hið eina sem mér hefur þótt óþægi- legt við að eldast, er það að þurfa að sjá samferðamennina hverfa hvern af öðr- um. — Glaðir og reifir í gær. Dánir í dag. Nokkru áður en ég heyrði lát Ágústu Magnúsdóttur, hafði ég hitt hana á götu úti, glaða og hressa að vanda. Kynni okkar urðu ekki mikil, en smá atvik sagði mér nokkuð til um það, hvers kon- ar hennar menningarrækt var og skap- gerð. Undanfarin ár hitti ég hana stund- um á förnum vegi og jafnan lá henni það á hjarta, að skulda ekki þessu blaði, og nokkrum dögum áður en hún dó, hafði hún tryggt það að gjaldið kæmist til Einingar. Sigríöur Ágústa Magnúsdóttir. Aðeins einn nú lifandi maður í land- inu, séra Friðrik Friðriksson, hefur ver- ið örlítið lengur samfleytt í góðtempl- arareglunni en Ágústa Magnúsdóttir. Næstum 72 ár hafði hún verið góð- templari, og það af heilum hug og mik- illi skyldurækni. Spor hennar hafa því verið orðin mörg á stúkufundina, og í þágu reglunnar yfirleitt. Slíka tryggð, skyldurækni og staðfestu eiga aðeins traustar sálir. Ágústa Magnúsdóttir fæddist, ólst upp og starfaði í Reykjavík allan sinn aldur. Um það segir Indriði Indriðason, fyrrv. þingtemplar í minningargrein í Morgunblaðinu 10. maí m. a. þetta: Ágústa var mjög sönghneigð. Lærði hún að leika á orgel, píanó og gítar. Hún fór síðar í Kvennaskólann og lauk þar námi. Ágústa réðst til Björns Jóns- sonar, í Bókaverzlun Isafoldar og vann þar að afgreiðslustörfum í 8 ár. Þá réðst hún til Sigfúsar Eymundssonar bóksala, í verzlun hans, þar vann hún síðan, fyrst hjá Sigfúsi, svo hjá Pétri Halldórssyni og síðast hjá Birni syni hans, þar vann hún sitt ævistarf unz hún hætti fyrir aldurssakir. Lét hún hið bezta af húsbændum sínum öllum og var þeim þakklát fyrir góð samskipti. Barn að aldri gekk Ágústa í barna- stúkuna Æskuna, og frá þeim degi til hinztu stundar var hún áhugasamur og starfandi félagi góðtemplarareglunnar. Hún var heiðursfélagi Stórstúku íslands og stúkunnar Andvara, en hún var einn af stofnfélögum hennar. Ágústa var einn allra elzti félagi reglunnar, yfir sjötíu ára templar. Hún starfaði mikið í regl- unni og gegndi ýmsum embættum. Hér fyrr á árum skemmti hún stundum með söng og gítarleik á fundum, en þá tíma muna fáir þeirra er nú lifa, enda meira en hálf öld síðan. Hún sótti alltaf fundi er hún fékk því við komið. Stúkan var hennar annað heimili og það var ósk hennar að sér gæfist heilsa meðan ævin entist, til þess að sækja fundi í stúkunni sinni. Sú ósk veittist henni. Hún lá stutta og þjáningalitla legu og andaðist 2. þessa mánaðar á hjúkrunardeild Elliheimilisins. Tæpum þremur vikum áður hafði hún glaðst með nokkrum vin- um sínum áttræð, á heimili systur sinn- ar, frú Kristínar Thorberg, hress og Ijúf að vanda, og tveimur dögum síðar mætti hún á fundi í stúkunni sinni. Grunaði engan að sá yrði síðastur fund- ur þeirra við hina öldnu konu. ÁgústaMagnúsdóttirvar sönn hefðar- kona að sýnd og reynd. Hún var há og beinvaxin og tigin sýndum, vel greind og víðlesin, kurteis og stillt í fasi, hlé- dræg en einörð, hjartahlý og skilnings- rík. Ég hef fáar konur þekkt er að útliti, atgerfi og sannri hjartans mennt hafa betur sameinað kosti sannrar hefð- arkonu. Það gerði hvern mann betri að kynnast henni, og um framkomu og at- hafnir Var hún öllum til fyrirmyndar. Kynning okkar var aðeins síðustu tutt- ugu árin, en hún var mér lærdómsrík. Að leiðarlokum þakka ég systur Ágústu störf hennar í þágu reglunnar. Ég þakka henni í nafni félaga stúkunnar Andvara, þá fyrirmynd er hún gaf okkur með Ijúfmannlegri kurteisi, fórnfýsi og trúleika við göfugt málefni. Blessuð sé minning hennar. Indriði Indriðason. Hér mælir Indriði áreinðanlega fyrir munn okkar allra hinna, reglusystkyna Ágústu, sem höfðu kynnst henni meira og minna um langt skeið. Henni var gott að kynnast og fordæmi hennar hið bezta. Áður en hún dó, hafði hún óskað þess að fyrrv. stórtemplar, séra Kristinn Stefánsson jarðsyngi hana, og var hon- um ljúft að verða við þeirri ósk hennar. Jarðarförin fór fram frá Dómkrkjunni 11. maí. Pétur SigurSsson * f »

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.