Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 10

Eining - 01.06.1959, Blaðsíða 10
10 E I NING j fjöldi manna getur sökkt sér niður í skemmanir, nautnalíf og sællífi, en slíkum hættir oft til að ganga framhjá særða manninum við veginn. Saddur magi og auðugt hugsjónalíf fer oftast heldur illa saman. Makindi og velgengni kælir oftast áhugaeldinn. A þessu þreifum við nú tilfinnanlega. íslenzka þjóðin verður árlega fyrir miklu tjóni af völdum áfengisneyzlunnar, en því miður er reynt að leyna þessu sem mest til þess að værð fjöldans skuli ekki truflast. Ef ungir menn gangai fyrir björg, eða steypa sér í vötn eða sjó og farast, þá má ekki segja upphátt, að ölvun hlafi verið að verki. Séu menn dregnir upp úr sjónum, þar sem þeir hafa dottið út af skipum eða bryggjum, má ekki minnast á það í frásögn blaðanna, hversu annars sem hún kann að vera ítar- leg, að menn þessir hafi verið ölvaðir. Verði gangandi maður fyrir ökutæki og farist, má heldur ekki geta þess, að hann hafi verið ölvaður, þótt svo hafi verið. Og þessari upptalningu mætti lengi halda áfram. Við erum of rólegir gagnvart þessu Jþjóðarböli. Við vorum að tala um ástandið í Noregi. Svíþjóð er annað nágrannalandið. Þar hefur áfengisbölið herjað svo, að blöð- um á Norðurlöndum hefur orðið tíðrætt um. Er óþarfi að fjölyrða hér um það. Eitt Norðurlandablað gat þess nýlega, að fimmta hvert hjónaband leystist nú upp í Svíþjóð og áfengisneyzlan ætti sök á helft þeirra hjónaskilnaða. Þetta erlendú blað notaði svo sterk orð, að víða í landinu yrði heimilislífið algert helvíti. Ekki má þó gleyma því, að bindindisstarfsemin er mjög öflug í Svíþjóð, og henni Ijá lið ýmsir atkvæðamenn og for- ustumenn á sviði félagslífs og menntamála, en jafnvel svo ágætir kraftar standa þar andspænis ofurefli, eins og annars staðar. Skrúfað hefur verið frá áfengiskrananum til fulls og austrinum anna engir kraftar. Ef til vill er það þessi sann- reynd, að máttarvöld þjóðanna láta, strauminn renna, sem gert hefur fjölda manna kærulausan varðandi áfengisbölið. Þetta heíur sennilega komið mörgum til að hugsa eitthvað svipað og bankastjóri nokkur, sem ég eitt sinn falaði til liðveizlu við sérstakt tækifæri nokkru eftir afnám bannlag- anna. Hann sagði: Æ, ég held ég nenni ekki að hjálpa neitt til að dæla áfenginu upp úr mönnum, úr því að ríkisstjóm- in og þjóðin vill hella því í þá“. — Mönnum finnst þeir standa þannig andspænis fullkomnu ofurefli, og er þeim vorkunn, en svo hrópa aðrir, sem finna nægilega til með fórnarlömbunum líkt og ungverski læknirinn, Semmelweis, fyrr á árum: „MorSin uerður að síöðua“. Hér hefur nú verið minnst á aðeins tvö nágrannalöndin, en ekki verður sagan glæsilegri þótt farið sé lengra eða til ann- arra þjóða. Ekki er áfengisbölið minna í Englandi, og Frakka leikur það ver en nokkra aðra þjóð. Talað er um fimm millj- ónir ofdrykkjumanna í Bandaríkjunum, og til viðbótar leyn- ast svo 10 verðandi ofdrykkjumenn á bak við hvern einn af þessum fimm milljónum, sem þegar eru orðnir augljósir of- drykkjumenn. Árlega bætast þar 100.000 ofdrykkjumenn í hópinn. Þessar tölur eru fljótlesnar og fara sjálfsagt inn um annað eyrað hjá mörgum og út um hitt, en ef skýrslur margra þjóða, um þetta mikla vandamál, eru lagðar saman, þá er þetta áreiðanlega mannkynsböl, sem gengur næst styrjalda- brjálæðinu. Okkur þykja ljótar sögurnar um verk einstöku glæpamanna, en sjálfar eru þjóðirnar, hver og ein út af fyrir sig stórglæpaþjóðir. Stórglæpir þeirra eru: styrjaldir, áfengis- sala, þrcelasala og þrœlahald. Þrælasala tilheyrir að mestu leyti liðna tímanum, en styrjaldir og áfengissala hrella enn allt mannkyn og þjá. Rannsóknarlögregla Bandaríkjanna fullyrðir, að á fyrri hluta ársins 1956 hafi 60 af hundraði allra gjlæpa í landinu verið framdir í sambandi við áfengisneyzlu og ölvun. Hvað getum við svo, þessir ofdirfskumenn, sem valið höfum okkur hið erfiða og vanþakkláta hlutskipti að hamla gegn áfengistízkunni, sagt eða gert til þess að því sé gaumur gef- inn. Við höfum ekki á boðstólum eitthvert gómsætt nýmæli í lesmáli og ræðugerð, heldur aðeins þetta margsagða og gamla, sem mér er sagt, að bæði útvarpshlustendum og öðr- um leiðist. En má ég nú setja hér fram ofurlitla og fátæklega dæmisögu? í fögru landi býr tápmikil þjóð. Um land hennar renna margar ár, eitt er þar fljót, frábrugðið öllum hinum, staum- þungt og geigvænlegt. Á fljóti þessu er brú og um hana ligg- ur leið allr'a. landsmanna. Otsendarar ræningja nokkurs hafa tekið sér stöðu á brúnni. Þeir viðhafa fagurgala og ginn- ingar við alla þá, sem um brúna fara, og þá, sem þeir geta ginnt til sín, ræna þeir og féfletta, og kasta þeim svo í fljótið, ofanvert við brúna. Fyrir neðan brúna er svo öfurlítill hópur manna, sem stöðugt reynir að bjarga úr fljótinu þeim, sem í það er kast- að. Þetta er erfitt verk og misheppnast oft, en nokkrum er þó bjargað á þurrt land og þeim hjúkrað. Hinir eru þó miklu fleiri, sem farast. Þjóðin dáist að þessari litlu björgunar- sveit neðan við brúna, en svo umburðarlynd og frjálslynd er þjóðin, að hún lofar bófunum á brúnni að halda glæpastarfi sínu áfram. Myndum við fara að eins og þessi þjóð eða myndum við leggja bófana í bönd og binda þar með endi á harmleikinn og létta björgunarstarfið? íslenzka þjóðin umber það að áfengissalan kastar sonum hennar og dætrum í áfengiselfuna, en krefst þess svo, að einhverjir gangi fram til þess að bjarga þeim, sem eru að farast, og þeir sem bezt ganga. fram í því líknarverki hljóta oft viðurkenningu og hrós, en sinnuleysi fjöldans lætur hið glæps-amlega eyðingarverk halda áfram. — Ér unnt að hugsa sér nokkuð óskynsamlegra og öfgakenndara, að um- bera eyðingarverkið en reyna svo að bjarga, að opnia kranann og láta strauminn renna, reyna svo að ausa, án þess að loka krananum. Fróðir menn segja, að slíkt sé ætlandi aðeins fávitum, en þetta leikur okkar ,,^áfaða“ íslenzka þjóð. — ÖIvuS hjú óku á jinni beztu þjóSbraut tíanclaríkjanna á bílinn, sem myndin sýnir og drápu sex manna fjölskyldu í bílnum. Önnur myndin er af líkkistunum sex. f

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.