Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 14
14 EINING HRAFNSEYRI Eftir séra Böðvar Bjarnason, prófast. Af ýmsum ástæðum þótti mér vænt um að eignast þessa myndarlegu og fróðlegu bók. Höfundi bókarinnar hafði ég kynnst um áratuga skeið, og þau kynni voru góð. Séra Böðvar var margfróður og vel mennt- aður maður og í alla staði drengur góður. Við áttum að minnsta kosti tvö mikil sam- eiginleg áhugamál, þar sem var kristin trú og bindindismálið. Séra Böðvar sagði mér stundum eitt og annað frá bindindisbarátt- unni á yngri árum hans og gerði ég mér nokkrar vonir um að honum myndi endast aldur til að skrifa eitthvað um það, en því miður varð ekki svo, og er eftirsjá í því. En við sögu Hrafnseyrar lauk hann og má fagna því. Bók þessi minnir mig skemmtilega á góðar komur til prófasts- hjónanna á Hrafnseyri og nokkrar göngu- ferðir yfir fjallið þaðan til Dýrafjarðar. Það er oftast notalegt að skyggnast um í - löndum minninganna. Bókin Hrafnseyri er falleg og vönduð að öllum frágangi. Séra Böðvar var hagur vel á íslenzka tungu og unni henni hugástum, einnig sögu síns lands, og þá ekki sízt sögu Hrafnseyrar. Ólafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri Flensborgarskóla, bjó bókina til prentunar og var hún þar í góðs manns höndum, hefur hann lagt í það allmikið verk. Formála skrifar hann einnig. Nokkrar myndir prýða bókina, uppdrættir einnig, en þá hefur gert Ágúst Böðvarsson landmæl- ingamaður, sonur séra Böðvars. Litprentuð kápumynd er hin mesta prýði, og vafalaust mun öllum, sem kynntust séra Böðvari Bjarnasyni, þykja vænt um að eiga í bók- inni myndina af honum sjálfum. Hún sýnir mjög greinilega, hve hans góða sál hafði fengið myndarlegt ytra gerfi. Bókin er um alla þá presta, sem þjónað hafa á Hafnseyri, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar, mannsins, sem þjóðin dáir öllum fremur, að minnsta kosti stjómmálamönn- um. Gaman og gott er að lesa lýsingu bókar- innar á foreldrum Jóns Sigurðssonar, Þór- dísi Jónsdóttur, Ásgeirssonar prófasts í Holti í Önundarfirði. Hún var 29 ára, þeg- ar hún giftist séra Sigurði Jónssyni, hinn 29. september 1803, sem þá var lítið eitt yngri en frúin. Henni lýsir séra Oddur prófastur Svensson á Hrafnseyri á þessa leið: „Hún var í meðallagi há, vel vaxin, and- litið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjör- mikil, kona var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Að jafnaði var hún fáorð, en hafði það til að vera hnyttin og jafnvel meinleg í orði, ef henni þótti mið- ur.“ — Svo segir séra Böðvar: „Það er haft eftir Hrólfi Hrólfssyni, sem lengst ævi sinnar var vinnumaður hjá séra Sig- urði og frú Þórdísi, að hann vildi heldur fá tíu ónota orð frá prófasti en eitt frá maddömunni. Hrólfur þessi var eitt hið mesta dyggðahjú og tók mjög miklu ást- fóstri við börn þeirra hjóna, einkum Jón. Ennfremur segir séra Oddur: „Þótt séra Sigurður væri að vísu einn hinn mesti iðju- og dugnaðarmaður, og þó að honum bless- aðist mjög svo vel búskaparhagur, einkum eftir að hann sat einn að brauðinu, var velmegun hans og búsæld ekki síður að þakka dugnaði og ráðdeild hans góðfrægu konu, sem á Vestfjörðum er orðlögð fyrir framúrskarandi gáfur, dugnað og alla þá kosti, sem prýða góða konu.“ Hér við bætir séra Böðvar þessu: „Góðhjörtuð var frú Þórdís örlát við fátæka. Það er haft eftir séra Sigurði, að hann hafi einhverju sinni sagt við konu sína, er hún var að gefa einhverjum fátækum: „Þú vilt gefa allt, Þórdís.“ Var þó séra Sigurður alls enginn nirfill, heldur mjög greiðvikinn við þurfendur. Um séra Sigurð segir Oddur Sveinsson: „Sem prestur og prófastur var séra Sig- urður efunarlaust flestum samtíðarmönn- um sínum fremri að reglusemi og vand- virkni í öllu. Hann var að vísu ekki sérlega fljótgáfaður eða bráðskarpur, sem menn kalla, en hafði einkar gott minni og greind- argáfu og kunni yfir höfuð vel að nota gáfur sínar. Hann var mikið góður kenni- maður og vandaði kenningar sínar mæta- vel, eins og öll önnur verk sín. Öll embættis- verk hans voru leyst af hendi með mestu snilld. Hann var raddmaður góður. Meðan hann var í skóla, var hann valinn þar til þess að vera forsöngvari.“ Ennfremur segir séra Oddur: „Séra Sigurður var hár maður vexti, þrekinn vel og að öllu hinn karlmannlegasti. í framgöngu var hann hversdagslega mikið stilltur og alvarlegur, en þó hinn viðfeldn- asti og viðræðubezti við alla, sem hann átti tal við. Hann var einhver hinn mesti reglu- og hófsmaður um alla sína daga, og tók því hart á öllum ósiðum og óreglu. Ávallt sýndi hann sig sem hetju og mesta þrekmann, bæði lkamlega og andlega. Hann var hinn mesti iðjumaður, og hataði því ekkert meir en iðjuleysi og leti, enda sást hann aldrei svo, að hann væri ekki eitthvað að starfa. Þó að hann framan af ævi sinni yrði að ganga að allri vinnu, bæði meðan hann var hjá föður sínum og fyrst eftir að hann fór að búa sjálfur, gleymdi hann ekki bók- iðnum sínum, því oftast hafði hann á vetr- um marga kennslupilta. Sumum kenndi hann að skrifa og reikna, sumum undir skóla og sumum undir burtfararpróf." Daði Níelsson segir um séra Sigurð: „Séra Sigurður er vel lærður gáfumað- ur, forstands- og atorkumaður mikill, ágæt- ur barnafræðari og skólalærdómskennari, glaðsinna og gestrisinn, siðferðisgóður og vel látinn almennt.“ Geir biskup Vídalín segir um hann: „Séra Sigurður hefur góðar eðlisgáfur, sem hann hefur lagt mikla rækt við. Eins er hann afbragðs kennari í trúarbrögðum og mjög vel látinn í sókninni. Auk þess er hann reglusamur og dugmikill við búskap.“ Þannig er foreldrum frelsishetju íslenzku þjóðarinnar lýst. Slík lýsing á því miður ekki við alla foreldra, ekki einu sinni við allar prestsfjölskyldur, en frá slíkum heim- ilum og af slíku fólki eru venjulega komn- ir atgerfismennimir, hinir farsælu og vönduðu menn. í heilagri ritningu er þess oft getið, hver hafi verið móðir hinna góðu konunga ísra- els. Jón Sigurðsson átti þrekmikla, gáfaða og „góðfræga“ móður, og föður hinn mesta manndóms- og dyggðamann. — Góðar eru gjafir slíkra heimila til þjóðarinnar. Fæstir menn eru gallalausir, og erfitt er að fyrirgefa Jóni Sigurðssyni að láta fest- armey sína bíða eftir sér 12 ár. Enginn veit, hverju þjóðin hefur tapað af þeim sökum, en margt mun hinn góði maður hafa haft sér til afsökunar. Lesendur blaðsins hafa ef til vill gaman af að sjá, hvers konar íslenzku sumir lands- menn rituðu og töluðu á 15. öldinni. í bók- inni Hrafnseyri er sýnishorn af þessu, bréf, sem Jón dan Björnsson, bóndi á Hrafnseyri, skrifaði Páli Jónssyni á Skarði, mági sínum: „Ærligan dandi mann pal jonsson heils- ar ek jon biornzon kærliga með gud okhans modur. þackar ek ydur kærliga firir alla ydar dygd ok æru er þier hafit mier synt alltid. kunngiori ek ydur at mier var sagt at þier mundut rida sudur a landit nu j haust. þui bid ec ydur at þier giorit suo uel sem ek treysti til ydur og sendit mier ydart opit bref til þess at giora vm mal ockur ketils þui þath umbodit er nu uti er þier gafut mier fyrri en ecki at giort at malinu.“ — Þetta nægir víst, og svo kveður bréf- ritarinn á þessa leið: „hier med bifel eg ydur gud j ualld ok hans uelsignadri modur j’umfrv sancte Marie ok ollum himinrikis herskap. Segit soluegu systur minni þusund marga goda nott firir mik.“ Spjall þetta um bókina skal nú ekki lengt að ráði. Formáli hennar, eftir Ólaf Þ. Kristjánsson, er stuttur, en góður. Þar er farið með nokkrar setningar eftir Sigurgeir Sigurðsson, fyrr biskup, um höfund bókar- innar: „Frábær embættismaður, reglusamur og skyldurækinn svo sem bezt má verða. Var hann hinn mesti áhugamaður um málefni kristni og kirkju og ævinlega reiðubúinn, er hann var kvaddur til starfa fyrir kirkj- una, hvort heldur var í sínum eigin söfn- uðum eða til fyrirlestra og fundarhalda á hennar vegum utan héraðs. Hann var á- hugasamur starfsmaður í góðtemplararegl- unni og studdi málefni hennar eftir því sem hann fékk við komið með ráðum og dáð.“ Fleiri fagra vitnisburði á séra Böðvar í formála bókarinnar. Menningarsjóður gaf út bókina, er liðin voru 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, en nafn hans og ævi- starf hefur gefið tilefni til að rita fremur sögu Hrafnseyrar, en margra annarra kirkjustaða á landinu. P. S. ÁFENGISSALAN þriSja ársfjórðung 1961 (1. júlí til 30. sept.) Heildarsala: Selt í og frá: Kr. Reykjavík................... 43.412.197,00 Akureyri..................... 6.694.452,00 ísafirði .................... 1.685.449,00 Siglufirði .................. 2.984.700,00 Seyðisfirði ................. 2.561.503,00 í Kr. 57.338.301,00 Á sama tíma 1960 var salan, eins og hér segir: Selt í og frá: Kr. Reykjavík.................. 40.429.619,00 Akureyri .................. 5.513.775,00

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.