Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Eining - 01.12.1961, Blaðsíða 15
EINING 15 GEÐHEIMAR Einfaldur kom þar, sem Illvilji hlóð mikinn vegg. „Til hvers hleður þú slíkan vegg?“ spurði Einfaldur. „Ég ætla að hlaða háan og mikinn vegg,“ svaraði Illvilji, „þvert yfir jörð- ina frá austri til vesturs, svo að sólin geti ekki skinið á mennina norðanvert við. vegginn. Samverkamenn mínii? munu sjá um það, að sem flestir nýir innflytjendur til Jarðar, sem ókunn- ugir koma frá austri og vestri, lendi skuggamegin við vegginn. Þar mun þeim líða illa. Þeir munu fyllast öf- undsýki, óánægju og gremju, og þannig munu hugsanir þeirra spillast. Þeir munu anda frá sér þessum óhollu hugs- unum og sú eiturgufa mun læðast um allt og sýkja andrúmsloftið á Jörðu. Mun þá hvarvetna verða sundurlyndi, flokkadráttur, uppþot og stríð, einnig sólarmegin við vegginn, og þá skal mér vera skemmt.“ Illvilji hlóð „millivegginn, sem or- sakaði fjandskapinn." Menn urðu böl- sýnir og illviljaðir, hver höndin upp á móti annarri. Þó voru alltaf ýmsir bjartsýnir og á valdi góðvildar. Illvilji setti bróður sinn, Illhuga, til valda í ríki kuldans og skugganna. 111- hugi setti systur sína, Tál, við annan enda veggsins, sín megin, en þjón sinn, Róg, við hinn endann. Drottinn sólarinnar bað engil sinn, Góðvilja, að hafa stjórnina sunnan veggjarins — sólarmegin. Heilladísina, Elsku, setti hann við annan enda veggj- arins, sólarmegin, en við hinn endann ísafirði ..................... 1.560.797.00 Siglufirði ................... 2.509.387,00 Seyðisfirði .................. 1.697.518,00 Kr. 51.711. 096,00 Vegna sameiningar Áfengisverzlunar rik- isins og Tóbakseinkasiölunnar á sl. sumri í eina stofnun, og breytinga á afgreiðsluhátt- um og bókhaldi í sambandi við það, liggur ekki, að þessu sinni fyrir skýrsla um áfengis- söluna til Vestmannaeyja, þar sem nú er héraðsbann. Sala áfengis til vínverzlananna fer að mestu leyti fram frá vínverzlunum, en ekki um aðalskrifstofu stofnunarinnar. Þykir því ekki ástæða til að halda áfram að birta skýrslu um söluna, þar sem hún gefur næsta óljósa mynd af raunveruleikanum. Heimild: Áfengis- Og Tóbksverzlun ríkisins. ÁfengisvarnaráS. gyðjuna Friðsemd. Himindísina, Eilífð bað hann vaka yfir lífinu á Jörðu. Eilífð setti verði á vegmótin við vegsendana. Hét annar þeirra Frívilji, en hinn til- viljun. Útfrá hinum miklu vegamótum, þar sem Frívilji og Tilviljun stóðu á verði, kvísluðust fjórar aðalbrautir inn í Suð- ur- og Norðurlandið. Útfrá þeim braut- um hrísluðust svo margir vegir í ýmsar áttir. Þar sem þessir vegir lágu útfrá aðalbrautunum voru dísahópar, sem buðu leiðsögn hinum ungu og ókunnugu innflytjendum. Þær sem gættu vega Suðurlandsins voru fagrar, mildar á svip, hóglátar og stilltar .Klæddar voru þær skósíðum, hvítum kuflum og höfðu bláa borða á brjóstum sér, og þar á voru letruð nöfn þeirra: Sakleysi, Siðprýði, Hógværð, Réttvísi, Líknsemi, Fórnfýsi, Lotning, Glaðlyndi, Góðsemi, Hjálpfýsi, Tryggð, Trúmennska, Hyggnii, Nýtni, Gætnj, Ástúð, og fleiri álíka heiti. Hinar, á vegamótum Norðurlandsins, voru kátar og fjörugar. Þær hoppuðu og dönsuðu, hlógu og léku sér. Þær renndu glettnis augum til hinna ungu og óreyndu innflytjenda, sem voru á leið inn í land reynslunnar. Allar voru þær klæddar stuttum, aðskomum og gegnsæjum kuflum og skrautlega bún- ar. Á brjóstum sér höfðu þær hárauða borða og á þá voru skráð nöfn þeirra: Gjálífi, Léttúð, Munúð, Lausung, Sæl- lífi, Sjálfselska, Fégirnd, Metorðagirni, Skemmtanafíkn, Hégómagirnd, Leti, Sviksemi, Eigingirni, ósannsögli, ótrú- mennska, Frekja og fleiri slík nöfn. Hinum ungu innflytjendum virtist vera ógnar heitt sólarmegin við vegg- inn, einnig fannst þeim þar fullbjart. Þeir myndu hvergi geta verið nema fyrir augum alls heimsins, og yrði það óþægilegt til lengdar, og svo heilluðust þeir af brosi og kátínu og töfrum hinna ungu sjálegu dísa við vegamót Norður- landsins. Þær voru fjörugar, blíðmálar og skemmtilegar. Þeir afréðu því marg- ir að leggja leið sína inn í landið norð- an veggjarins. Uppi yfir veggnum mikla flögraði stöðugt fugl aftur og fram, eirðarlaus og lamdi sig utan með vængjum sínum. Einfaldur spurði Sjáanda, hvaða fugl þetta væri og hví honum liði svo illa. Sjáandi sagði, að fugl þessi héti Fram- tíðin, og væri hann angistarfullur vegna þess, sem stöðugt bæri fyrir augu hans. Sjáandi bað Einfaldan ganga með sér upp á vegginn, og nú varð Einfaldur allt í einu einnig sjáandi og sá mikla og furðulega hluti. Hann sá að menn- irnir norðanverðu við vegginn voru, mæðulegir og þreyttir í kapphlaupi um auð og völd og skemmtanir. Allir reyndu að þoka öðrum til hliðar, komast að sem mestu og beztu. Þeir rifu margt niður hver fyrir öðrum, áttu í illdeilum og erjum, og sums staðar í blóðugum átökum. Aðrir andvörpuðu undir þunga örbirgðar, sjúkdóma, alls konar hörm- unga og kvala, og margs þess, sem spillt hafði lífi þeirra. Hann sá einnig að menn önduðu frá sér einhverri gufu, og sjáandi sagði honum, að þessi gufa væri hinar vondu hugsanir mannanna. Þær eitruðu og sýktu allt andrúmsloft- ið, og ef meira yrði af slíkum eitruðum hugsunum, en hinum góðu hugsunum þeirra manna, sem öðru lífi lifðu, þá væri úti um framtíð manna á Jörðu. I þeim tilgangi hefði Illvilji hlaðið þenna ógnar millivegg, til þess að aðskilja mennina og gera þá ósátta. Þetta sæi Framtíðin alltaf, sem flögraði yfir veggnum og veitti því athygli, hvaða hlutskipti hinir ungu innflytjendur til Jarðar veldu sér og hvaða leiðsögn þeir lytu. Allt væri undir því komið hvort ríkið yrði sterkara. „Er ekki unnt að breyta hugsunar- hætti mannanna?" spurði Einfaldur. „Ekki er. það auðvelt,“ svaraði Sjá- andi, „en þó er það hægt.“ Til þess þarf að rífa niður millivegginn sem orsakar fjandskapinn, en það er mannlegum mætti ofvaxið. Það gerist þegar menn- irnir sólarmegin veggjarins eru orðn- ir svo andlega þroskaðir, að þeir geta komizt í náið samband við almátt til- verunnar og geta með bæn og hugar- mætti sínum kallað steypiregn af himni ofan, þá skolast burt veggurinn, því að hann er hlaðinn úr efni því, sem heit- ir tortryggni og stenzt ekki þá geisla- mögnuðu himindögg, sem bænarkraftur og hugarorka göfugra sálna getur kall- að yfir heiminn frá uppsprettulind al- mættisins. Þegar milliveggurinn er hriminn, þá streymir ljósið og birtan inn í hugi og hjörtu allra. Þá líður mönnunum vel, þeir fyllast elsku til lífsins, og þá elska þeir allt, bæði Guð og menn. Illvilji verður þá að hrekjast út 1 hin yztu myrkur og getur aldrei framar skilið mennina hvern frá öðrum eða Guði. Þá fær góðvildin allt vald á Jörðu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.