Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 23
Annasamasta fastanefnd þingsins síðari helming ársins er tvímælalaust fjárveitinga- nefnd. Á s.l. sumri ferðaðist nefndin um Norð- urland vestra og kynnti sér framkvæmdir á veg- Urn ríkis og sveitarfélaga í kjördæminu. Einnig var farið um Strandasýslu síðar í sama skyni. Reynt er að fara um a.m.k. eitt kjördæmi árlega, enda slíkar ferðir mjög gagnlegar. I september eyddi fjárveitinganefnd allmörgum dög- urn í fundahöld með forstöðumönnum Háskólans, Rannsóknarráðs ríkisins og hinna ýmsu rannsóknar- stofnana Háskólans til þess aö kynna sér þá starfsemi, sem er á vegum þeirra. Fyrstu vikuna í október voru síðan viötöl við fulltrúa bæjar- og sveitarfélaga víös vegar af landinu, og eftir aö reglulegt þinghald hófst 10. okt. héldu slíkir fundir áfram, svo og viötöl viðallaþáaðilaaöra, sem sækjasín ^ál til fjárveitinganefndar, svo sem fulltrúa ríkisstofn- ana, félaga og félagasamtaka. I öllu því erindaflóði, sem að fjárveitinganefnd berst, er hætt við, að ýmsilegt verði útundan, ef ekki er rekið á eftir og því afar mikilvægt að eiga þar aðgang. Fulltrúi Kvennalistans í fjárveitinganefnd er Kristín Halldórs- dóttir. Nefndarmenn eru 10,4sjálfstæðismenn, 2fram- sóknarmenn og 1 frá hverjum fjögurra þingflokka stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórnin markar að sjálf- sö9ðu þá stefnu, sem birtist í fjárlagafrumvarpinu og ákveður heildarramma, en fjárveitinganefnd skiptir fjár- magninu niður á verkefni. Niðurskurður og niðurrif Enga stefnubreytingu er að finna í þeim fjárlögum, sem samþykkt voru á síðasta degi þingsins fyrir jóla- •eyfi. Enga tilburði er þar að sjá til þeirrar uppbyggingar °g nýsköpunar í atvinnulífinu, sem svo oft hefur verið r*tt um og enga tilburði til eflingar menntunar og rann- sóknarstarfsemi, þrátt fyrir fögur orð um nauðsyn þess. Afram er verulega skorið niður til allra framkvæmda- liöa, til byggingar skóla, dagvistarheimila, sjúkrahúsa °g heilsugæslustöðva, flugvalla- og hafnarmanna- virkja. En auk þess sem sú stefna þrengir að félagslegri Þjónustu almennt, kemur hún mjög illa niður á atvinnu- Wi úti á landsbyggðinni. Á sama tíma er miðstýringar- stofnunum á höfuðborgarsvæðinu leyft aö þenjast út, Þ e a.s. skrifstofu-, ferða- og risnukostnaður hins opin- Þera vex langt umfram eðlilegar verðlagshækkanir, , hieðan framlög ríkisins til uppbyggingar þjónustustofn- ana við almenning eru skorin niður af fullkominni hörku, ^ninnka í sumum tilvikum í krónutölu, hvað þá að raun- gildi. Rétt er að taka fram, að óánægja fulltrúa meirihlut- ans í fjárveitinganefnd var engu minni en okkar hinna, i mörgum tilvikum, með þennan harkalega niðurskurð til bráðnauðsynlegra framkvæmda víðs vegar um landið, °g vissulega náðist samkomulag um svolitlar hækkanir hér og þar. BÚSKAPAR- BASL RÍKISINS „Kvenna- þetta og kvenna- hitt” Ekki er rúm til að geta um allt, sem vert væri að nefna, en auk hinna stærri málaflokka á sviði félagslegrar þjón- ustu, var „kvenna- þetta og kvenna- hitt” náttúrulega efst á óskalista fulltrúa Kvennalistans, þ.e. Kvennaat- hvarf, Kvennaráðgjöf, Kvennasögusafn, Félag ein- stæðra foreldra o.s.frv., og gekk nú misjafnlega að fá hinum ýmsu liðum gerð verðug skil að okkar mati. Við afgreiðslu fjárlaga bar Kvennalistinn fram 3 breyt- ingatillögur, þ.e. rúmlega 40 millj. kr. hækkun til bygg- ingar dagvistarheimila, svo og hækkun á framlagi til rekstrar Háskólans og til Námsgagnastofnunar. Stjórn- arliðið felldi allar þessar tillögur, en um rökstuðning fyrir þeim vísast til 10. heftis Alþingistíðinda 1984. Ekki kom til þess, að við gerðum tillögu um aukið framlag til Lánasjóðs ísl. námsmanna í þetta sinn, en Kvennalistinn hefur alltaf talað ötullega fyrir málefnum hans, og svo ánægjulega bar við, að ríkisstjórnin sá að sér og samþykkti aukið framlag til sjóðsins, sem vænt- anlega dugir honum á árinu. Auk þeirra tillagna, sem við stóðum einar að, vorum við meðflutningsmenn að nokkrum öörum, t.d. um sér- staka fjárveitingu til aðgerða gegn innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna, um aukið framlag til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra, til þróunaraðstoðar o.fl. Allar saman nú! Ogánægjulegt var, að allarkonurnaráAlþingi, nema Ragnhildur, því ráðherrar flytja aldrei breytingatillögur á þann hátt, fluttu sameiginlega tillögu um 1 millj. kr. framlag til samstarfsnefndar í lok kvennaáratugar SÞ, sem lesendur vita sjálfsagt allt um og eiga eftir að heyra mikið frá á árinu. Tillaga okkar kvennanna kom reyndar aldrei til atkvæða, því fjárveitinganefnd sá sitt óvænna og samþykkti 500 þús. kr. framlag til þessa liðar, og ákváðum við að sætta okkur við þá meðferð. Lítið dæmi um, hverju samtakamáttur kvenna getur komið til leið- ar! 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.