Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 34

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 34
stöðuhækkanir og titlatog): „konur taka þaö fram yfir allt annaö aö finna aö þær eru í sambandi við aðra persónu” (bls. 145) — karlar taka þaö fram yfir allt annað aö eignast glæstan framaferil. Konur búa við tvöfalt vinnuálag, sem þær kjósa sér heldur en álag á samband sitt viö t.d. eig- inmann, konur viðhalda hinni eilífu kven- ímynd af ótta viö aö missa hylli karla. Þær hræðast þaö óvænta vegna þess aö þeim er innprentað þaö í bernsku. Engu oröi er vikið að því hversu mikið konur eiga undir körlum, hversu erfitt það er fyrir konur aö lifa sjálfstæöu lífi innan þess ramma, sem samfélagið setur þeim, eöa aö því, hvers vegna litlum stelpum er kennt aö varast myrkur og skúmaskot. Konur eru söku- dólgar, geta sjálfum sér um kennt og þurfa aðeins aö tileinka sér hætti karlaveraldar- innar til aö komast í hinn þráöa forstjóra- stól. ,,Þaö hefur lengi veriö boröleggjandi aö konur njóta sín ekki alls kostar á vinnu- markaðinum. Þaö hefur hins vegar vantaö skilning á því aö hve miklu leyti þetta er konunum sjálfum aö kenna.” (bls. 36) Ef þaö, sem stendur konum fyrir þrifum, er ábyrgö þeirra á heimilum (og á körlum, sem kunna ekki aö annast sjálfa sig) og BÆKUR BÆKUR BÆKUR Á Gljúfrasteini (278 bls.) Edda Andrésdóttir ræöir viö Auði Sveinsdóttur Laxness Útg. Vaka — bókaforlag Rvík 1984 Metsölubókin „Á Gljúfrasteini”, þar sem Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Sveinsdóttur, hefur farið eins og logi yfir akur. Bækur af þessu tagi kallast samtals- bækur og eru nú mjög vinsælar. Ýmislegt úr einkalífi fólks er þar tínt til, til þess að fullnægja þeirri hvöt mannsins aö vilja vita allt um náungann, einkum og sérílagi ef viökomandi er þekkt nafn. í þessu tilfelli er kona gift einu merkasta skáldi þessarar aldar og þaö er tilefni þess aö Edda fer og sækir hana heim, spyr hana spjörunum úr og gluggar auk þess í dagbækur hennar og bréf. Þeim stöllum er mikið niðri fyrir. Á tæplega 300 síðum reyna þær að koma sem flestu að úr viö- burðaríkri ævi Auöar. Vaðið er úr einu í annað, allt frá gesta- gangi í Mosfellsdalnum til heimsreisunn- ar, án þess aö hrífa lesandann meö hann hefur gleymst í ákafanum. [ frásögninni hefði mátt gera færri mál- um ítarlegri skil. Sem dæmi má nefna þeg- ar „Melkorku” ber á góma (s. 32), en það er kvennablað sem kom út á árunum 1944—1962. Auður átti sinn þátt í stofnun blaðsins og skrifaði í þaö. Þarna var hægt þrá þeirra eftir manneskjulegum sam- böndum eins og Colette heldur fram, má þá ekki spyrja hvort það standi ekki körl- um fyrir þrifum að axla ekki ábyrgð heima hjá sér og fórna persónulegum samskipt- um fyrir glæstan feril í höröum heimi viö- skipta-og verslunartil að mynda? í „Ösku- buskuáráttunni” eru konurnar gallaöar, karlarnir ekki — í framtíðarríki kvenfrelsis- baráttunnar veröa bæöi þreytt og karlarnir ekki síður, þeir væru líklega líkari konun- um nú en þær körlum! En kvenfrelsisbar- áttan á ekki upp á pallborðið hjá Colette Dowling enda fæ ég ekki betur séö en hún misskilji inntak þeirrar baráttu gjörsam- lega. „Á þessum tímum var kvenréttinda- hreyfingin sífellt að eflast, en hún lagði enga áherslu á aö konur yröu aö taka meiri ábyrgöásjálfum sér. Þaö komu hins vegar framtillögurumaögefa þyrfti konum vissa hluti. . .viövildumfrelsiðenvorumekkitil- búnar til þess aö axla ábyrgðina, sem því fylgdi.” (bls. 114) Ég held engin okkar fari fram ágjafir, heldur þvert á móti höfum viö gert kröfur til skuldar, sem karlaveldið á okkur aö gjalda; til sjálfstæöra réttinda. M.a. þeirra réttindaog þessfrelsis, aðskil- greina sjálfar hvaö ábyrgö skuli vera. Ms að staldra við og hafa fleiri orö um sögu þessa merkilega blaðs, sem fáar konur vita um, því miður. Sá háttur Eddu aö setja spurningar inn í textann hér og þar, finnst mér hvimleiður. Þær slíta sundur frásögnina og gera henni ekkert gagn. Á síðu 113, er t.d. þessi spurning: „finnst þér ekki erfitt að vera í boðum frá morgni til kvölds?” . . . spyr sá sem ekki veit! Bókin er hroðvirknislega unnin, eins og höfundur sé vanur hröðum vinnubrögöum og litlu nostri. Frásögnin inniheldur margt sem eiginlega engum kemur viö, nema þeim sem þekkja þau hjón, Auði og Hall- dór, samanber endalaus upptalning á frægu fólki. Þaö er greinilegt aö það hefur veriö gestkvæmt á bænum og gaman að koma þar, hvort sem var í stuttar heimsóknir eða á hljómleika. Þau eru áreiðanlega ekki mörg heimilin sem bjóða upp á slíka skemmtun nú þegar flestir sitja límdir í sófanum og góna á sjónavarp eöa mynd- bönd. Þó boðið hafi veriö upp á menningarleg- ar skemmtanir á Gljúfrasteini, verður ekki sagt að Edda geri slíkt hiö sama. Hún dett- ur í þá gryfju aö spila á sömu strengi og hafa verið notaðir í sápuóperum mynd- bandamarkaöarins — fjöldi þekktra nafna á að tryggja söluna. gyöa Öskrið Höfundur Lilja K. Möller. Útgefandi AB.____________________________ Ára er ófrísk. Ára á bágt. Ára er ein í öfugsnúnum og óvinveittum heimi, veru- leikinn er haröur og kaldur, enginn elskar Áru, ekki einu sinni hennar eigin móðir, eða Dagur, kærastinn hennar. Enginn í öll- um heiminum er góöur við aumingja litlu Áru sem þráir ást og hamingju og riddar- ann á hvíta hestinum. Ára stundar sjálfsrýni, Ára lætur sig dreyma um ást og rómantík, Ára vill ekki aö mennirnir þurfi aö þjást, Ára er misskil- in af öllum, Ára er eitt stórt ég og Ára er frekar leiðinleg. Lilju K. Möller er ákaflega niöri fyrir í ný- útkominni bók sinni Öskrinu, sem ber þess öll merki að vera fyrsta bók höfundar. Síöa eftir síöu er ofhlaðin líkingum og vangaveltum, hver er ég, hvert fer ég og hver er tilgangurinn. í öllu þessu drukknar það sem gott er í bókinni. Og þó bókin sé augljóslega skrif- uö af miklum tilfinningahita og þörf, vantar einhvern neista þar sem höfundi tekst hvergi að vekja samúö með Áru eöa andúö á mömmunni né heldur Degi, sem er þó hin týpíska karlremba. Af öllu því sem hrjáir hina margsvekktu Áru er þó engu aö síður sumt skiljanlegt. Þar er helst aö nefna spurninguna um lif og dauða, um fóstureyöingu, á hún aö láta eyða fóstri eöa ekki, á þaö aö lifa eða deyja. Veröur henni refsaö eða fær hún annað tækifæri. Sú kvöl er skiljanleg. Lýsingar Lilju á hóteli Dags úti á landi voru sömuleiöis sláandi. Þar er lýst á áhrifamikinn hátt drykkjuskap og ólifnaöi unglinganna, sem vekja henni viöbjóö, og valda henni sálarkvöl. Og þá má ekki gleyma sjónarhóli Dags sem finnst aö til- gangurinn helgi meðalið, þ.e.a.s. mórall- inn er: Þaö er í lagi aö græöa á vesöld ann- arra, ef ég geri þaö ekki gerir þaö bara ein- hver annar. Sorglegt sjónarmiö. Og ef þessi lýsing á við rök aö styðjast í veruleik- anum, er þar ærið umhugsunarefni. En svo er það sjálfsrýnin. Hver kannast ekki við aö hafa farið í gegnum einhverskonar sjálfsrýni-tímabil, þar sem spurningin var helst „hver er ég” og „hver er tilgangur- inn?” Uppfullur af hugsjónum um friö á jöröu og betra og fegurra mannlíf. Sem betur fer gáfu ekki allir út bók um efniö. Ég hef ekki trú á aö bók Lilju, Öskrið, sé nokkrum manni opinberun. Ég held að eðlilegt sé að ætla aö bókin sé einhvers konar persónulegt uppgjör Lilju viö sjálfa sig. í bókarlok er Ára risin upp, „komin á einkabíl”, eins og hún sjálf oröar þaö, hef- ur öðlast nýja lífssýn; er oröin sátt við sjálfa sig. Og þá er kannski ástæöa til aö ætla aö von sé á góöu frá Lilju næst þar sem hún er þrátt fyrir allt ágætlega skrifandi og von- andi búin að skrifa sig frá neikvæðum til- finningum og farin aö líta tilveruna bjartari augum. Edda Jóhannsdóttir 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.