Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1986, Blaðsíða 16
Unglingarnir hafa til aö bera vissa færni í vinnubrögðum vegna þess aö þeir eru vanir aö vera í skóla. Eldra fólkið hefur ekki æfingu í skólagöngu, en heilmikla lífsreynslu. Blöndun þessara hópa hefur tekist geysilega vel. Eldri nemend- urnir leggja oft mikið af mörk- um vegna lífsvisku sinnar og þroska til aö efla skilning krakkanna. Ég tel að samskipt- in auðgi líf og reynslu beggja hópanna. Ég get tekið dæmi: Fyrir þremur árum kom hér á hverj- um degi kona sem átti heima fyrir austan fjall. í bekk með henni var strákur sem á var mikill buslugangur og oft var ruddalegur í tali. Einu sinni lét hann einhver fúkyrði falla um leið og hann þurfti að fara út úr tíma. Þegar hann var farinn, létu hinir krakkarnir í hópnum í Ijós vanþóknun á drengnum og framkomu hans. Konan út- skýrði þá fyrir hópnum að hún teldi að framkoma stráks staf- aði af óöryggi. Eftir þetta var stráknum sýndur meiri skiln- ingur og samskipti hans við hópinn breyttust mjög til batn- aðar. Hann rétti vel úr kútnum seinna, ég held mikið vegna þess skilnings sem honum var sýndur eftir þetta atvik. Það er ekki víst að orð kennara hefðu haft sömu áhrif.“ ENDURSPEGLA SAMFÉLAGIÐ SVWLErVGID Ég bið Guðrúnu að segja mér frá starfseminni, sem þarna fer fram. Hvaða nám er boðið upp á í Námsflokkunum? „Nemendur Námsflokk- anna eru núna um 1400 tals- ins. Hér fer aðallega fram ferns konar starfsemi. Námsflokk- arnir voru stofnaðir 1939 og voru upphaflega próflaus nám- skeið sem veittu fólki ýmsa færni, ýmist til starfa eða á áhugasviðum þátttakenda. Út- saumur var t.d. mjög vinsæll um 1950. Nú er fatasaumur 16 langvinsælastur. Um 800 nem- endur eru núna í próflausu flokkunum, þar af 100 í fata- saum. Enda er fatasaumur mjög gagnleg kunnátta í dag og þá sjáum við aftur hvernig Námsflokkarnir endurspegla þjóðfélagsástandið. Við reyn- um að bjóða upp á eitthvað nýtt á hverju Inausti. í fyrra byrjuð- um við með portúgölsku og í haust fórum við af staö með grisku og hebresku, sem hvort tveggjaer vel sótt. íslenskafyr- ir útlendinga er líka mjög eftir- sótt. Prófadeildir byrjuðu um 1970. Byrjað var með 3. bekkj- arpróf og síðan gagnfræða- próf. Tveimur deildum fyrir hagnýtt starfsnám var komið á fót, forskóla sjúkraliða fyrir konur sem ekki komust í sjúkraliðanám, og hagnýt verslunar- og skrifstofustarfa- deild. Sú fyrri jafngildir nú námi fyrsta og annars árs heilsugæslubrautar fram- haldsskóla, en hin fellur undir viðskiptasvið framhalds- skóla." Þegar grunnskólaprófið kom leysti það 3. og 4. bekkjar- prófiö af hólmi. Guðrún hafði tekið við skólastjórastarfinu 1972, og vegna þess aö hún er Guðrún Halldórsdóttir. Ljósmynd: S.E.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.