Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 16

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 16
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA Fyrir utanaðkomandi getur verið erfitt að fylgjast með þegar „Anna" talar um fjöl- skylduna sína. Þvílíkur aragrúi er af fólki: hennar börn, hans börn, stjúpbörnin hans, barna- börnin þeirra, stjúpbarnabörn og loks fyrrverandi og nú- verandi tengdabörn. Fyrir utan að vera hamingjusamt par, þd er „Anna" þriggja barna móðir, amma og stjúpamma og „ Jón" er tveggja barna faðir , stjúpi, afi og stjúpafi. Samtals eiga þau fimm barnabörn og það sjötta er ö leiðinni, Þau hafa þekkst örum saman og um tíma var mikill samgangur milli fjölskyldna þeirra enda voru fyrri makar þeirra náskyldir. 16 - Ég vildi ekki giftast aftur á meðan börnin mín voru ung- lingar. Ég gat ekki imyndað mér að mér tækist að finna nokkurn sem við gætum öll fellt okkur við! Svo æxlaðist það þannig að við. „Jón" fórum að vera meira og meira saman, eftir að konan hans dó. Börnin okkar glöddust mjög yflr samdrættinum, því þá þurftu þau ekki að hafa áhyggjur af okkur í ellinni! Þau þekktust líka vel áður, þau eru náskyld og hafa alltaf verið góðir vinir. Þau eru öll ílogin úr hreiðrinu, búin að stofna eigin Ijölskyldur og farin að eignast börn. Reyndar eru flest þeirra skilin við fyrsta makann og mörg komin með nýjan og mér finnst gaman að sjá hve gott samkomulag er alls staðar við þann eða þá fyrrverandi. Barnabörnin okkar eru mikið hjá báðum foreldrunum og allt virðist ganga vel. Ég get ekki séð að börnunum verði neitt meint af nema að síður sé, enda elska þau svo margir og það er alltaf einhver sem hefur tíma fyrir þau. Og þau barn- anna sem eiga stjúpbörn eru við þau eins og sín eigin börn. „Jón“ segir oft að ég hygli mínum börnum og það er alveg rétt. Þau voru unglingar þegar við faðir þeirra skildum og ég var svo lengi ein með þau. Mér finnst þau hafa alist upp við töluvert öryggisleysi og ég er alltaf að reyna að bæta þeim það upp. Samband mitt og barnanna er gott í dag og í raun jaarf ég litlar áhyggjur að hafa af þeim, en hef þær samt! Fjölskylduboðin eru fjölmenn og skemmtileg. Ég set oft lambalæri í ofninn á sunnu- dagskvöldum og allir fjöl- skyldumeðlimir vita að þeir eru velkomnir. Þegar börnin stækka er ég ákveðin í að hafa ömmudaga á laugardögum eins og ein vinkona mín gerir. Þá koma öll barnabörnin til hennar og þau föndra og leika sér hjá henni í tvo til þrjá klukkutíma. Mér finnst mikil- vægt að börnin kynnist hvert öðru og mér finnst gaman að fá að hafa þau hjá mér. Ég passa þó ekki nema að mikið liggi við. Mér finnst virkilega gaman að vera amma. Ég var reyndar búin að gleyma því hvað Reykjavík er barníjandsamleg. Ég var að passa þrjár litlar stúlkur í fyrravetur og það var ekki tekið út með sældinni. Barnaleikvellir eru svo njörv- aðir niður — þeir skilja ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið og eru þar af leiðandi leiðinlegir. Stelpunum fannst skemmti- legast að vera í gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu því að þær uppgötvuðu eitthvað nýtt í hverri heimsókn. Við fórum reyndar ekki eins oft þangað og þær vildu, því að ég kunni ekkl við að leyfa þeim að leika sér á leiðunum. Þeir látnu eiga rétt á að hvíla í friði. Við lékum okkur stundum við styttuna af útlaganum og mér fannst það i raun táknrænt, börn eru útlagar í þessari borg. Auðvi tað krefst svona fj'öl- skylduform töluverðrar skipu- lagningar. Það er nær vonlaust að ná öllum fjölskyldumeð- limum saman í einu, sumir eru í útlöndum, aðrir búa úti á landi og þau eru ekki öll með börnin sin á sama tíma. Þess vegna höfum við opið hús og skipuleggjum t.d. útilegur langt fram í tímann. Það gæti hæglega verið fullt starf að halda utan um þetta og skipu- leggja, en ég geri það ekki. RV

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.