Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 17

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 17
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA BOÐSKAPUR KIRKJUNNAR Á ERINDI VIÐ ALLA Sveinbjörg Pálsdóttir, tæplega þrítugur guðfræðingur, er nú við doktorsnám við háskólann í Bamberg í Þýskalandi. Þar leggur hún stund á kennimannlega guðfræði (pastoral theology), með áherslu á sálgæslu og þá sérstaklega fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf. VERA hitti Sveinbjörgu að máli þegar hún kom í stutt frí til landsins í sumar til að forvitnast um nám hennar og spjalla um lifið og tilveruna. „Þegar ég lauk embættisprófl í guðfræði frá Háskóla íslands árið 1988 var ég staðráðin í að fara i framhaldsnám í guðfræði. Ég var þó ekki búin að ákveða endanlega, hvaða svið innan guðfræðinnar yrði íyrir valinu. Sama haust fór ég ásamt eiginmanni mínum til dvalar í ísrael, þar sem við bjuggum næstu tvö ár. Maðurinn minn fór í framhaldsnám í Gamlatestamentisfræðum við hebreska háskólann í Jerúsalem, en ég hóf nám í hebresku við sama háskóla, enda er það lykillinn að frekara námi þar í landi. Dvöl okkar i ísrael var spennandi og viðburðarik, en á sama tíma átakamikil. Við kynntumst þar gjörólíkum menningarheimi. Mikil vestræn áhrif eru fyrir hendi í ísrael, en þrátt fyrir það er hugsunarháttur fólksins og menning frábrugðin. Jafnframt ríkir mikil spenna, vegna átaka Gyðinga og Araba, sem snertir að sjálfsögðu allt daglegt líf fólksins. Þessi spenna er mismikil og þá um leið óróleikinn sem henni íylgir, en við lærðum að lifa við þessar aðstæður að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt. Ástandið þarna austur frá hefur verið, og er, ógnvænlegt eins og allur heimur veit. í framhaldi af innrás íraka inn í Kúvæt í ágúst síðastliðnum, fannst okkur við þurfa að endurskoða afstöðuna til frekari dvalar í ísrael. Á þeim tíma höfðum við einnig eignast dreng og ekki síst hans vegna ákváðum við að flytjast þaðan. Nú höfum við komið okkur fyrir á nýjum stað sem hefur tekið vel á móti okkur. Óneitanlega hefur Þýskaland upp á mikið að bjóða á sviði guðfræðinnar. Því reyndist nrér auðvelt að finna það nám sem ég í nokkurn tíma hafði verið að velta fyrir mér. Doktorsnám mitt í kennimannlegri guðfræði er afar áhugavert. Ég kem til með að leggja megin áherslu á sálgæslu og þá sérstaklega fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf. Námið móta ég að mestu leyti sjálf, en að sjálfsögðu í samráði við kennara minn sem er þýskur prófessor í kennimannlegri guðfræði. Guðfræðideildin er kaþólsk og gefur það mér tækifæri til að skoða guðfræðina frá annarri hlið en ég hef átt að venjast. Mér flnnst gleðilegt að íjölskylduráðgjöf kirkjunnar sé að líta dagsins ljós. Ekki aðeins vegna þess að þörfin fyrir slíka ráðgjöf er mikil, heldur einnig af þeirri ástæðu að með henni finnst mér kirkjan sýna skilning á hlutverki sínu. Á undanförnum áratugunr hefur orðið ör breyting á jijöðfélagsgerð okkar. Presturinn og kirkjan í heild sinni jrurfa að skoða þessar breytingar og vera tilbúin til að nræta þeim. í framhaldi af þessu, þá flnnst mér mjög jákvætt að starfssvið prestsins er ekki lengur einungis bundið við sóknarprestsembættið heldur eru þó nokkrir prestar farnir að starfa á ýmsum stofnunum, t.d. á sjúkrahúsum og hjá félagsmálastofnun. Ég er sannfærð unr að boðskapur kirkjunnar á erindi við okkur, óháð þeim aðstæðum senr við lifunr við. Og sjálfsagt hefur þörf okkar fyrir boðskapinn aldrei verið meiri en nú. Það sjáum við ef við nemunr staðar og lítunr í kringum okkur. Það er svo auðvelt að vera upptekinn af amstri hversdagsins og álíta að lífshamingjan felist t.d. í öllu því senr hægt er að kaupa. Ég hugsa stundum nreð sjálfri nrér, að ég hljóti að vera að missa af einhverju, af þvi að ég er i námi erlendis, en ekki hér heima að vinna mér fyrir húsi og jeppa. Og sjálfsagt nryndi hugur nrinn hvarfla að einhverju öðru sem ég teldi mig vera að missa af, ef ég væri hér heima að vinna. í hjarta mínu veit ég, að þetta er ekki jrað sem öllu máli skiptir, það sem veitir mér hamingju. Þegar ég tala á þessunr nótunr á ég alls ekki við það, að veraldlegir hlutir eigi ekki að skipta okkur nráli. Þeir nrega bara ekki taka yfirhöndina, verða það sem lífshanringja okkar byggir á. Trúin á Guð, þann Guð sem Jesús Kristur birtir okkur og kirkjan boðar, hefur í för með sér nýja lífssýn. ný gildi. Fyrir þá trú höfum við nröguleika á að öðlast innri frið og sátt og sjá tilgang með þessu lífi okkar. Með því að elska Guð og breyta eftir vilja hans og elska náunga okkar erum við á réttri leið til betra lífs, og unr leið betri heims." GG Sveinbjörg Pálsdóttir. Ljósm. Guölaug Gísladóttir 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.