Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 19
AFTURKIPPUR það vonda. Maður fer á bíó með stelpunni sem gróf með manni skurðinn og þegar hún tekur ekki upp veskið þá neyðist maður til að bjóða henni. Eða þá að maður býður henni í mat og neyðist til að elda sjálfur til að sýna hvað maður er mjúkur. - En nú vilja stelpur hörðu týpuna aftur. Þessir mjúku eru ekkert nema góðir leikarar. - Við strákarnir tölum ekki mikið um þessi mjúku mál. Við eru svo svalir að við förum aldrei djúpt í þau. Þetta verður bara smáorða- skak hjá okkur, segja þeir og svo er fundi slitið. Næst fór ég í kaffi á vinnu- stað þar sem konur eru í miklum meirihluta. Starfs- fólkið er á öllum aldri og mismikið menntað. Öll bar- átta fýrir jafnrétti er af hinu góða, segir það, en baráttan gegn launamisrétti er kannski mikilvægust. - Það er landlægt að halda að konur þurfi minna til að lifa af, segir ein konan. Talið þið um jafnréttis- mál í kaffitímum?, spyr ég. - Það er talað um jafn- réttismál ásamt annarri pólitík. Það er farinn að harðna á okkur skrápurinn, segir annar karlmannanna sem þarna vinna. - Fyrir nokkrum árum fór hér fram hatrömm karlhat- ursumræða með neyðarleg- um yfirlýsingum um karl- menn. Auðvitað er mikill hluti af félagslegum óhæfu- verkum unninn af karl- mönnum. En það hefur gengið á með alhæfingum á milii kynjanna sem þjóna engum tilgangi, segir hinn karlmaðurinn. - Ég tek slíkt tal ekki til mín vegna þess að ég verð- skulda það ekki, segir hinn. - Það er skynsamleg af- staða, finnst konunum. ICvenieg umræðuefni eru ríkjandi í kaffitímum á þess- um vinnustað. - Það er frábært, segir ein konan. Við miðlum af reynslu okkar, þiggjum góð ráð og getum létt á áhyggj- unum. - Við karlmennirnir fylgj- umst með umræðum um matargerð af áhuga. Það er helst að við séum utangátta þegar verið er að ræða prjónles. - Ég var rauðsokka á sínum tima. Þá mátti ekki hafa áhuga á hannyrðum, en hugsanlega á framandi matargerð. Mér finnst gott að kvennamenning skuli aftur hafa verið tekin í sátt vegna þess að innst inni höfðum við áhuga á henni og hún sameinar konur. Við rauðsokkur hrekktum heimavinnandi húsmæður og það myndaðist bil á milli kvenna, sem var skaðlegt. - Auðvitað byggðust baráttuaðferðir ykkar á öfgum. En það var nauðsynlegt. Ef rödd þín á að heyrast verðurðu að hrópa hátt. Fyrir tuttugu árum var ég ekki fylgjandi Rauðsokkahreyf- ingunni, en ég tel að frumkvæði ykkar hafi verið mjög nauðsynlegt. Ég held að það sé ágætis jafnvægi í þessum málum núna. - Ungar stúlkur eru svo meðvitaðar. Þær hugsa um að mennta sig. Ég held að þær muni aldrei láta loka sig inni á heimilunum. Við mömmurnar reyndum að ýta við þeim. Þó að við höfum kannski ekki verið óánægðar með okkar hlutskipti vildum við samt gefa þeim annað hlutskipti. Þrátt fyrir bilið á milli okkar og rauð- sokkanna náði boðskapurinn eyrum okkar og hafði mikil áhrif á okkur. Þessi barátta hefði ekki mátt missa sín. - Samt er áberandi að engin af dætrum okkar rauðsokkanna er áberandi í baráttunni núna. - Meinarðu að þetta erfist ekki í beinan kvenlegg? - Ég velti þvi oft fyrir mér hvort þær hafl liðið fyrir þetta, hvort við höfum verið of uppteknar af málstaðnum en of litlar mömmur. - Ég held að mýtan um huggulegu heima- vinnandi mömmuna sé uppspuni. Þegar ég var lítil var ölium krökkum hent út af þvi að mömmurnar voru alltaf að þrífa. Ég held að útivinnandi mæður sinni oft börnunum betur. Þetta er spurningin um hvort sé betra að hafa mikinn tíma eða afmarkaðan tíma. Ég held að afmarkaður tími nýtist oft betur. - Ég er farin að hallast að því að öryggistilfinningin sé mikilvægari. Ég held að maður átti sig ekki á þvi hvað það er mikilvægt að bara vera til taks. - Ég held að við ungu mæðurnar séum mjög með- vitaðar um að börnin séu það mikilvægasta í lífinu og við krefjumst þess að pöbbunum finnist það líka. - Pabbar eru orðnir ógur- lega flinkir með börnin, en mér finnst pabbinn aldrei koma í stað mömmunnar. - Hann er náttúrlega ekki eins klár að velja saman liti á fötum! - Ég er ekki viss um að ungar konur vilji missa ítökin á heimilinu. Ég vil alla vega vera ómissandi! Það segir engin kona lengur að hún sé bara húsmóðir, en hins vegar þykir í lagi núna að eyða nokkrum árum heima hjá börnunum. Okkar tími kemur, hann kemur bara seinna, segir kona um fertugt. - En vinnumarkaðurinn vill okkur ekki þegar okkar tími er kominn, það er meinið, segir kona um sex- tugt. - Ég held að það séu mjög hættulegir hlutir að gerast núna. Siðustu árin hafa konur haft geysilega góðar aðstæður til að mennta sig. Þær hafa verið að taka öld- ungadeildina í laumi og eru allt í einu komnar í háskóla- nám. Ég er hrædd um að þetta sé að breytast. Nám er að verða forréttindi þeirra sem þurfa ekki að hugsa um annað. - Mín framtíðarsýn er sú að laun karla og kvenna verði jöfn og bæði kynin haíi einlægan vilja til að hugsa um börnin. Þá hefðu allir raunverulegt val um það hvernig þeir höguðu lifi sínu, segir annar karlmannanna sem lengi hefur setið hugsi. Er þetta fjarlægur draumur eða siglum við hraðbyri í þessa átt? □ BÁ Myndskreytingar: Áslaug Jónsdóttir 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.