Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 8
Hvernig konur fara með vín... ...og vín með konur ^VaVaVAWaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAWaV^ 8 H / Ihönd fara blautir tímar. Framundan eru ótal tækifæri til að lyfta glasi með þeirri kæti og kvöl sem því getur fylgt. Fyrst stressuð aðventan; próflok og vinnustaðaveislur, svo blessuð jólin; spennufall og góðravinafundir og loks áramótin; uppgjör og fyrirheit. Drykkja kvenna hefur löngum verið feimnismál og eitt þeirra mála sem nýja kvennahreyfingin hefur haft hljótt um. Lengi vel var drykkja karla talin helsti áfengis- vandi kvenna. Flinn mikli munur sem áður var á drykkjuvenjum kynjanna hefur minnkað, en konur eru þó enn mun var- færnari í viðskiptum sínum við Bakkus. Launavinna kvenna hefur aukið drykkju þeirra, en þó að meirihluti kvenna vinni úti líta samt margir á húsmóður- og móður- hlutverkið sem lífs- hlutverk kvenna. Það sem einkum kemur í veg fyrir að konur taki upp Myndskreytingar: Sara Vilbergsdóttir drykkjusiði karla er ábyrgð þeirra á hvers- dagsamstri öllu og fædd- um jafnt sem ófæddum börnum, auk gamalla hugmynda um lélegt siðferði þeirra kvenna sem drekka. Islendingar drekka einna minnst allra Evrópu- þjóða, en eiga þó líklega heimsmet í afvötnun. Það jaðrar við guðlast hér á landi að segja að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. Við virðumst setja dæmið upp þannig: Áfengisneysla = ölvun = áfengissýki. Og ekki skal því á móti mælt að áfengisneyslu fylgir böl - ekki síður konum en körlum. Konur drekka um ijórðung þess áfengis sem neytt er í landinu og þær eru líka um fjórðungur þeirra sem leita sér hjálp- ar vegna drykkjuvanda- mála. I þessari Veru leit- um við svara við því hvernig konur fara með áfengi og áfengi með konur BÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.