Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 16
Hvernig konur fara með ...og vín meb konur ^VaVaVAAVaVaVaVaVaVaWaVaVaVaVaVaVa^ gegn stúti undir stýri eða fylliríi á fóstur- skeiði. Þungaðar konur eru sá hópur sem minnst drekkur, en bindindi flestra þeirra er tímabundið. Aróður gegn drykkju ólétt- ra kvenna hafi því lítil áhrif á sölu áfengra drykkja, en gefur þá hugmynd að verulega sé unnið að því að koma í veg fyrir drykkjuskap. Útungunarvélar? I bæklingi um áfengi og meðgöngu frá Landlæknisembættinu stendur skýrum stöfum: „Abyrgðin er móðurinnar". En drykkja verðandi mæðra er angi af miklu stærra vandamáli - áfengisvandanum öllum - og vart verjandi að leggja alla ábyrgðina á herðar kvenna. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur segir að sterk öfl í þjóðfélaginu stýri lífsvenjum kvenna hvað snertir áfengi eins og allt annað. Viðbrögðin verði sterk ef óttast er að konur séu að víkja sér undan viðhalds- og endurnýjunarhlutverkinu og læknisfræðilegar niðurstöður séu notaðar til að festa konur í því hlutverki. „Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áfengissköðuðum börnum hafa eingöngu beinst að áfengisneyslu kvenna á með- göngu og konurnar hafa nánast verið skoðaðar sem útungunarvélar, en vanda- málið ekki tengt áfengisneysluvenjum kvenna i heild sinni. Lausnin þykir sú að konur á frjósemisaldri neyti mjög lítils áfengis, eða alls ekki. Hættan á fóstur- skemmdum vegna mikillar áfengis- notkunar er talin mikil á fyrstu vikum meðgöngu, áður en konan veit að hún er ófrísk og getur breytt venjum sínum í sam- ræmi við það. Ég man ekki eftir því að karlar hafi í sama mæli verið hvattir til að tempra áfengisneyslu sína þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að mikil áfengis- neysla getur haft skaðleg áhrif á sæði. En Til þeirra sem huga á þátttöku í Nordisk forum SÆNSKA OG FINNSKA FYRIR FERÐAFÓLK: Með sérstakrí áherslu á finnskt samfélag ogfinnska sögu. Tekið er mið af því að vænta má að næsta ár muni íslendingar fjölmenna til Abo í Finnlandi á norrænt kvennaþing. Hafið samband við Námsflokka Reykjavíkur hið fyrsta. Námsflokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1,101 Reykjavík, Sími12992 -14106 hræðsluáróður af þessu tagi sendir þau skilaboð til kvenna að haga lífí sínu á ákveðinn hátt vegna hags- muna þj óð- félagsins,” segir Hildigunnur. Kanadískur félagsfræðingur, dr. Roberta G. Ferr- ence, segir í viðtali við blaðið The Journal: „Það er erfítt fyrir fólk sem vant er að drekka að hætta því fyrirvaralaust þegar allir í kringum það halda áfram. Það er ekki einkamál kvenna að ganga með og ala upp bam né nokkuð sem þær ákveða upp á eigin spýtur að taka á sig - það er mál samfélagsins alls. Ég held að við verðum að líta á þessi mál í stóru samhengi.” Dr. Ferrence segir líka að ein leið fyrir maka eða sambýlismenn að sýna verðandi mæðrum tilfinningalegan stuðning sé að hætta sjálfir að drekka meóan á meðgöngunni stendur. Þarf ekki landlæknir að skrifa nýjan bækling? Dómsdagsspár Anna Wahlgren, sænskur rithöfundur og níu barna móðir, hefur skrifað þykkan doðrant um börn og barnauppeldi. Þar segir meðal annars: „Ég virðist kannski léttlynd, en ég þoli ekki alla þessa dóms- dagsspádóma. Það er svo auðvelt að kenna móðurinni um - meðan ekki er nefnt einu orði að vísindin standa ráðþrota frammi fyrir 65-70% allra fósturskaða og hafa ekki hugmynd um hver orsök þeirra er. Það er móðirin sem verður að lifa með sködduðu barni sinu, ekki dómsdagsspá- mennimir. Móðirin á alltaf að ásaka sjálfa sig: „Var það magnyltaflan sem ég tók þegar ég var kvefuð... eða vínið sem ég drakk í veislunni áður en ég vissi að ég var ólétt...?” Þetta er ósvífíð, ábyrgðarlaust og viðbjóðslegt. Sömu læknar og skamma okkur fyrir að reykja nota okkur blygðun- arlaust sem tilraunadýr fyrir alls kyns lyf - til dæmis Neurosedyn sem á sínum tíma var sérstaklega mælt með fyrir órólegar, óléttar konur.” Anna Wahlgren segir að óléttar konur þoli hvorki boð né bönn, sem nóg sé af í sænsku samfélagi. En í nýlegum bæklingi um konur og áfengi sem liggur frammi í sænskum vínbúðum er þó lítið um leið- beinandi vísifingur. Þar segir meðal annars: „Það eru engin ný sannindi að lífs- stíll móður hafi áhrif á þroska fósturs, þó að unga kynsióðin virðist stundum halda það. En konur eiga samt sem áður líkama sinn og líf sjálfar. Kröfur um kvenlegar dyggðir á 19. öld voru kannski kreíjandi og ósanngjarnar, en hlutverk kvenna á okkur tímum er ekki síður kreijandi þó að öðruvísi sé. Konur verða sjálfar að gera það upp við sig hvort þær eru ánægðar með kvenhlutverkið eða hvemig þær vilji breyta því. En áfengi er engin lausn.” BÁ V^áVíVaVVWaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVí 16 & ÓLÍKIR HEIMAR Þó að heimar stráka og stelpna séu kannski líkari í dag en nokkru sinni fyrr, er veröldin ekki einkynja. Alkunna er að uppeldi stúlkna gengur frá unga aldri út á það að kcnna þeim að hugsa um og taka tillit til annarra. Nýjar erlendar rannsóknir sýna mikinn mun á viðhorfum stelpna og stráka til spennuglæpa og áfengisneyslu, en engan mun á viðhorfum þeirra til neyslu ólöglegra vímugjafa. Áfengisneyslu fylgja læti og gassagangur, sem samræmist karlmannsímyndinni. Hin óvirka víma dópsins virðist falla betur að kvenímyndinni, auk þess sem notkun stúlkna á ólöglegum vímuefnum endurspeglar kannski át formæðra þeirra á löglegu læknadópi. Ásókn kvenna í pillur er oft skýrð á þann veg að þeim sé tanrt að setja sig í sjúklingshlut- verkið. Lyfjaneysluna má líta á sem dulda kvennakúgun, sem hefur það markmið að hafa konur rólegar og aðlaga þær félagshlutverki sínu. Veröld karla er útávið, veröld kvenna innávið. Þegar eitthvað bjátar á drekka þeir sig fulla og fremja glæpi, en þær veikjast og éta lyf. I flestum löndum eru fangelsin full af körlum, en konur fylla tauga- og geðdeildir. BÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.