Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 30

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 30
Ljósm. Sóla áfram og hlæði utan á sig án tillits til okkar enda vorum við margar hverjar efagjamar þeg- ar umræðan um að bjóða fram til þings fór í gang fyrir alvöru. Þegar Kvennalistinn bauð síðan fram til þings 1983 og náði árangri varð það til þess að festa þessa hreyfingu í sessi. I fyrsta sinn frá upphafi gat kvennahreyfmgin ráðið sér starfsmann og gefið út blað með laun- uðum starfskröftum. En það leiddi líka til þess að við urðum að fara að taka afstöðu og ræða smæstu og stærstu mál ofan i kjölinn án þess að þau væru endilega efst á vinsældalista okkar. Það varð til þess að margar konur sem höfðu minni tíma snéru aftur til annarra áhugamála og starfa.“ En var þarna í upphafi að finna sama vandamálið og hrjáir alla minnihlutahópa og vinstri hreyfinguna, þ. e. sú tilhneiging að vilja frekar jarma utan girðinga valdsins en freista þess að fá einhverju áorkað innan þeirra? „Nei, Kvennalistinn var að gera uppreisn gegn þeirri tilhneigingu þegar upphaflega var farið af stað. Við sögðum skilið við „Elendighedsteoríuna“ eða hugmyndafræði eymdarinnar.“ Hvað veldur þá að það hefur kastast í kekki milli hugmyndafræðinga listans nú? „Þessi gagnrýni á Kvennalistann frá Sigriði Dúnu og Ingu Dóru Bjömsdóttur, sem kemur meðal annars inn á það sem þær kalla mæðra- hyggju og ljallkonuímynd, byggir á þeirri trú að þessi ímynd sé búin til af körlum í gegnum aldirnar og til þess gerð að halda konum niðri. Þaó er i sjálfu sér gott og gilt en hin hliðin er sú að það undanskilur konumar sjálfar og þeirra þátt í að skapa sér ímynd og taka ákvarðanir um líf sitt á einstaklingsgrundvelli. Þessi áhersla á konuna í hlutverki fómarlambsins er ágæt til að leggja út af henni fínar „teoríur” en hún nýtist okkur ekki í baráttuna. Hún getur öllu heldur lamað einstaklingsvitund okkar og gefið okkur íjarvistarsönnun í krafti þess að við séum í raun leiksoppar.“ Er þessi gagnrýni á þátttöku Kvennalistans í Reykjavíkurlistanum angi af sama fórnar- lambshugsunarhætti? „Mér fínnst það, já. Þó svo að við höfum ekki sniðið stjórnkerfíð að okkar þörfum krefst þátttaka í stjórnmálum þess að við séum reiðu- búnar að vera með af fullum huga, að við séum gerendur og höfum raunverulegt vald og afl á bak við okkur. Óánægjan ein og sér getur ekki breytt heiminum.“ En þó var hún forsenda kvenfrelsisbarátt- unnar og víðtækrar kvennasamstöðu? „Já og síðan er liðinn langur tími. Óánægj- an er reyndar guðdómlegt afl og án hennar yrðu engar breytingar. En umræðan um kvennapóli- tík hefur haft tilhneigingar til að sveiflast öfganna á milli og vissulega er staða kvenna enn slæm. En sem hreyfíng var Kvennalistinn kominn til að sýna mátt sinn og megin og það hefði ekki verið mögulegt nema vegna forvera hans í Rauðsokkahreyfmgunni og annarra hræringa í kvenfrelsisbaráttunni sem ruddu brautina og fóru í gegnum ákveðna umræðu.“ Ánægjan er spillt En sú óánægja sem nú er uppi á teningnum, er hún til þess að ryðja nýjum hugmyndum braut? „Hún verður að beinast í þá farvegi að hún verði virkt afl. Sú gagnrýni á Kvennalistann að hann standi í vegi fyrir nýrri kvennahreyfmgu er því fráleit. Þær konur, sem vilja gera eitt- hvað annað en að starfa þar, eiga hiklaust að gera það. Það er ákaflega ríkt í konum hvað þær óttast að hafa ánægju af hlutunum. Anægja er lögð að jöfnu við spillingu, og þær konur sem takast á hendur eitthvað hlutverk inni í kerfínu verða helst að gera það á þeim forsend- um að þær þjáist og ætlunarverkið sé í raun píslarvætti.“ En nú byggið þið á kenningum um feðra- veldi og karlstýrt kerfi. Býður það ekki hætt- unni heim? „Við búum við ákveðið kerfí og það kerfi er vissulega byggt upp af körlum og þeir hafa samið leikreglurnar. Kona, sem er sér meðvit- andi um þetta og vill breytingar, lætur ekki hugfallast og hrekst ekki af leið þó að hún reki sig á veggi. Þannig lifír hún af og fær einhverju áorkað. Það særir mig djúpt þegar konur vilja frekar eyða orku sinni í að ræða innbyrðis vandamál og rekja upp allan minniháttar ágreining heldur en að ráðast saman til atlögu við það sem var og er ætlunarverkið að breyta. Hættan er í raun sú að konur gleymi því að þær eru gerendur í eigin lífí og bera i raun ábyrgð á eigin örlögum. Því að þó að lífið setji okkur öll- um skorður, mismunandi miklar og oft óréttlát- ar, er listin sú að lifa til fulls og njóta sín eins og kostur er. Við getum ekki breytt neinu nema við horfumst í augu við og viðurkennum styrk okkar. Konur eru sér svo meðvitandi um veik- leika sína og hættir til að gera of rnikið úr þeim á kostnað hins sem er máttur kvenna og mögu- leikar þeirra til að hafa aukin áhrif.“ En hvað þá með þá fullyrðingu Ingu Dóru Bjömsdóttur að hreintrúarstefna í fatavali ríki innan Kvennalistans? „Almenningsálitið hefur verið duglegt við að fella kvennalistakonuna í ákveðið far. Henni er lýst sem móðurlegri menntakonu í röndótt- um ullarsokkum sem má ekki vamm sitt vita og í stað kvennalistakvenna er komin fram „kon- an” með stóru kái, einhver samnefnari fyrir það hvernig við allar hugsum og lítum út.“ Og nú mætti ætla af gagnrýninni að þið væruð allar eins og nýútskrifaðar úr tískuskóla móður Teresu? „Umræðan um kvenhlutverkið má ekki verða svo þrúgandi að við þurfum allar að hugsa og tala eins. I Rauðsokkahreyfmgunni vorum við iðnar við að ýta út í horn öllu sem gat tilheyrt hefðbundinni kvenímynd og engin okkar þorði að taka upp prjóna á fundum af ótta við að falla í gamla farið og vera ekki nægilega róttæk. Nú er það svo að ef kvennalistakona prjónar á fundi þá erum við allar orðnar sauma- konur og svo framvegis. Samkvæmt mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.