Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 53

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 53
verið prangað inn á hana af afríkönskum ís- lenskustúdent í Háskólanum. Olöf hafði komið að mömmu sinni sigri hrósandi yfir hálftíræð- um manninum liggjandi á gólfinu með örina í hjartastað. - Hún sagði að þetta deyjandi, gamla glæsi- menni væri faðir minn! Pabbi minn! Afí þinn, Jórunn! Geturðu ímyndað þér annan eins hryll- ing að vera kynnt fyrir föður sínum liggjandi endilöngum á gólfínu korrandi í dauðateygjun- um. - Nei, en ég get heldur ekki trúað því að það sé satt, sagði Jórunn og horfði rannsakandi augum á móður sína. Hún gat ekki verið drukkin, því það var engin lykt af henni önnur en reykinga- lyktin blönduð daufri ilmvatnslykt frá kvöldinu áður. Gat hún verið í pillum eða einhverjum íjárans efnum öðrum? Varla. Hún hafði aldrei vitað til þess að mamma hennar ætti við nein slík vandamál að stríða. En hvað geta ekki mæður falið fyrir dætrum sínum? Eitthvað hlaut hana að vanta fyrst hún var stöðugt á nýj- um og nýjum námskeiðum. Núna siðast á sjálfsstyrkingamámskeiði. Pabbi gerði oft góð- látlegt grín að þessari eilífu sjálfsleit hennar sem hann kallaði svo. En frásögn Olafar átti eftir að verða enn ótrú- legri. Hún sagðist hafa hringt á lögreglu og sjúkrabíl en inn í stofuna hjá ömmu hennar gömlu hafí streymt alls kyns furðufólk. Guð- tnunda nágrannakonan var eins og þeytispjald út og inn i íbúðina, þessi klikkaði Afríkumaður sem bar ábyrgð á eiturörvunum, óperusöngvari og að lokurn geimverur sem svifu með Jórunni ömmu hennar burt af staðnum. Þegar kom að geimverunum datt alveg yfir Jór- unni yngri og hún bað mömmu sína að hætta þessu tali. Hún sagðist ekki hafa hæfileika til að meðtaka svona mgl. Svo benti hún á blaðið á borðinu. - Ertu að meina að það sem stendur í blaðinu sé satt? Emð það þið sem emð þetta keis? Ætlarðu að segja mér að þér hafí tekist að ljúga enn einni geimvemsögu inn á virðu- legasta blað landsins? Eg meina það mamma. Þú og þín kynslóð eruð örugglega sú ruglaðasta sem þessi þjóð hefur alið. Rödd hennar skalf af hneykslun. Hvemig gat mamma hennar í alvöru verið að bjóða henni upp á svona sögur? Hélt hún að hún væri ennþá bam sem tryði á ET? Jórunn virti morgungráa móður sína fyrir sér. Hún var greinilega algjörlega úr jafnvægi og ómögulegt að vita hvort hún trúði sjálf því sem hún var að segja eða ekki. Hún var hálfvand- fæðaleg mitt í æsingnum, hárið úfið, augun rök °g nefíð rautt. Hún minnti eiginlega mest á kvefaðan krakka. Hún var hálf brjóstumkenn- ‘Uileg. En Jómnn nennti ekki að finna til sam- úðar með móður sinni. Hún sagðist ætla að gá uð baminu. bini í svefnherberginu mætti hún galopnum uugum litlu dóttur sinnar sem lá og hjalaði í ■'uminu sínu. Hún tók hana upp og lagði hana Undir vanga sinn. Hún andaði að sér ilminum af þessum mjúka litla líkama sem gerði hana svo hamingjusama. Hún talaði við hana í gælutóni. - Mikið er litla stúlkan hennar mömmu sinnar búin að sofa lengi. Er hún ekki orðin alveg rennandi blaut? Mamma ætlar að setja þurrt á litla rassinn. Það lá við að hún gleymdi móður sinni frammi á meðan hún var að sinna baminu. Allt sem hún hafði sagt var svo fjarri raunveruleikanum, svo fáránlegt. En þegar hún kom aftur fram með bamið í fanginu þá sat mamma hennar þarna ennþá reykjandi við eldhúsborðið. Hún drap skömmustuleg í sígarettunni, lét vatn renna í öskubakkann og opnaði gluggann. - Æ fyrirgefðu Inga mín að hún amma þín skuli vera svona ljót kelling, sagði Olöf í gælutóni við litla bamabamið sitt. - Það eru alveg hræði- legar kellingar sem menga loftið fyrir svona litlum krílum eins og þér. Finnst þér það ekki? Litla stúlkan svaraði ömmu sinni engu. Hún var farin að sjúga brjóst móður sinnar af áfergju og fannst flest annað ákaflega þýðing- arlítið og óspennandi. Jórunn fann róna færast yfír sig um leið og bamið var farið að sjúga. Mjólkin streymdi ffam í geirvörturnar og hún naut þess að finna hvernig þrýstingurinn minnkaði smátt og smátt og það dró úr spennunni í brjóstunum. Það var svo gott að létta á þeim á morgnana. Það var svo gaman á horfa á hvíta froðuna freyða um munn barnsins. Hún fann hvemig mamma hennar fylgdist andaktug með athöfninni. Það ríkti algjör þögn fyrir utan ánægjuhljóðið í telp- unni. - Það er ekkert eins fallegt og horfa á móður gefa bami sínu brjóst, sagði Olöf loks lágum rómi og virtist orðin róleg. - Þetta segir amma líka, svaraði Jórunn. Hún sagði við mig um daginn að það hefðu verið hennar sælustu stundir þegar hún gaf ykkur systkinunum brjóst. Olöf tók skyndilegt viðbragð og fór að ganga um gólf. Hún horfði á dóttur sína og dótturdótt- ur og var aftur orðin æst og óróleg á svipinn. - Nefndi nún nokkuð um leið hvað við systkin- in værum mörg? spurði hún hvössum rómi. - Hvað þið eruð mörg? Eins og hún hafi þurft að taka það fram. Það eru náttúijega bara þið Nonni. - Nei, nei, það em ekki bara við Nonni. Nú emm við allt í einu orðin þrjú! Ég eignaðist bróður í gær! Jórunn leit upp á mömmu sína með vantrú í svipnum, en mamma hennar hélt áfram með söguna. - Þú trúir mér ekki? En ég eignaðist bróður í gær. Átján árum eldri bróður. Hann heitir Sig- urður Grímsson. Amma þín eignaðist hann með prestinum senr fermdi hana. Það er sá sami og hún skaut í gær. Sá góði maður og hans góða kona tóku drenginn af ömrnu þinni, ung- lingnum, og ólu hann upp. Það er auðvitað dá- lítið sorglegt út af fyrir sig. En það sem mér fínnst ennþá sorglegra, ef það er satt, er að þessi maður á nú líka að vera faðir minn. I bráðum 46 ár hef ég ekki vitað annað en ég væri dóttir hans pabba, ég hef verið Karlsdóttir, og í gær tilkynnti mamma mér að það þýddi að ég væri dóttir þessa karls en ekki hans Kalla. Ég er í sjokki. Jórunn tók bamið af brjóstinu, strauk því um bakið og lét það ropa. - Ég er nú dálítið hissa líka. Henni fannst hún vera að dofna upp. Hún var að byrja að trúa móður sinni. Þó var það enn hér um bil óhugsandi að anima hennar ætti ein- hverja dularfulla fortíð sem hún hefði haldið leyndri fyrir sínum nánustu í næstum því heilan mannsaldur! Hún amma! - Hafí þessi dánumaður tekið hana mömmu ineð valdi þegar hún var unglingur, þá hefur hann endurtekið trikkið við hana aftur eftir að hún var orðin fullorðin kona. Nema hún hafí viljað hann þá? Hvemig getur svona nokkuð gerst? Olöf barðist við að fá botn í þessa sögu. - Hvar er amma núna? spurði Jórunn að lokum. Auður Haralds ritar lokakafla sögunnar í næstu Veru. Mynd: Sigurborg Stefánsdóttir Steinunn Jóhannesdóttir var leikkona við Þjóðleikhúsið áður en hún snéri sér að rit- störfum. Ritverk hennar eru m.a. Dans á rósum (leikrit 1981), Flautan og vindurinn (unglingasaga 1985), Kitlur (unglingaleik- rit 1986), Mamma fer á þing (bama- og unglingasaga 1989), Völvans spádom (bamaleikrit 1990). Nú í vetur var leikrit Steinunnar Ferðalok á íjölum Þjóðleik- hússins og vakti bæði andúð og hrifningu. Þjóðleikhúsinu var boðið með sýninguna á norræna leiklistarhátíð í Stokkhólmi fyrr á árinu og af því tilefni var leikritið gefíð út í sænskri þýðingu í tímaritinu Teatertidn- ingen. Innan fárra mánaða kemur út Kveðja frá annarri strönd sem er ævisaga Halldóru Briem (1913-1993), fyrstu íslensku kon- unnar sem lagði stund á arkitektúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.