Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Meiri Ástriöur Jóhannesdóttir og Gunnlaugur Björnsson „Ár trésins skilaði meiru til trjánna en ár fjöl- skyldunnar til fjölskyldnanna," segir Gunn- laugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, en hann býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Jóhannesdóttur svæfingalækni og tveimur dætrum, átta og tólf ára. „Stjórnvöld hefðu átt að skapa fjölskyld- unni meira fjárhagslegt rými á þessu ári og meiri tíma til að vera saman. Þess T stað hef- urfólk þurft aö berjast meira fýrir sínu og bæta við vinnu til að endar nái saman," segir Ástríð- ur. „Það keyrði reyndar um þverbak þegar átti aö fara að skattleggja biessuð blaöburöar- börnin, en sem betur fer sáu þeir að sér." „Við komum heim frá Svíþjóð fyrir þremur árum og síðan höfum við fundiö kjörin snar- versna með hverju árinu," heldur Gunnlaugur áfram. „Við höfum fundiö hvernig kaupmáttur- inn hefur minnkað með hverju árinu og lífs- kjörin versnað það mikiö að menn hafa þurft að leggja mjög hart að sér til aö halda sama standard og áður. Viö erum að koma yfir okk- ur þaki í fyrsta sinn og vinnum mikið þvt af- borganirnar eru miklar, skattarnir háir og barnabæturnar lágar. Það er alltaf verið að krunka í sömu krónurnar." „Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgö og verkefnum. Meðlim- ir eru oftast fullorönar manneskjur af báðum kynjum, eöa einstaklingur, ásamt barni eöa börnum (þeirra). Þau eru skuldbundin hvort ööru í siöferöi- legri, gagnkvæmri hollustu. “ (íslenska landsnefndin um Ár fjölskyldunnar 1994 haföi þessa skilgrelningu á fjölskyldunni til hliösjónar v/ö störfsín.) Börnin ein aö rolast „Samheldni í Ijölskyldum byggist á því að fólk hafi tíma til aö vera saman," segir Ástriöur, „en þaö skilaði sér ekki í aðgerðum rfkis- stjórnarinnar á ári fjölskyldunnar. Við finnum mikinn mun hvað þetta varðar því meðan við bjuggum úti höfðum við miklu meiri tíma til að vera saman. Þar eru hlutirnir í fastari skorð- um en hér, maður vinnur sína vinnuviku og hún er yfirleitt styttri. Þar skipar fjölskyldan hærri sess en hér og þaö er borin miklu meiri virðing fyrir henni. Eitt lítið dæmi um það er að vinnustaðasamkomur eru aldrei haldnar um helgar vegna þess að þá er fjölskyldan sam- an - hún á helgarnar. Þessa virðingu fyrir fjöl- skyldunni finnst mér alveg vanta hér heima. En vanvirðingin birtist með ýmsu móti, t.d. eru barnabæturnar skammarlega lágar og sjálf- sagt þykir að börn séu ein að rolast heima hjá sér. Eitt af því sem ég bind þó vonir við er þró- unin í skólamálunum. Nú er víða kominn ein- setinn skóli og það er mjög jákvætt, einnig á að koma á leiðbeinandi ráðgjöf fyrir fjölskyld- ur og það er af hinu góða." Bömin missa af miklu Sjöfn Jónsdóttir og Trausti R. Traustason „Þetta ár hefur ekki skilaö neinu nema því sem viö höfum gert sjálf," segir Sjöfn Jóns- dóttir sem býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Trausta Rúnari Traustasyni. Þau reka stórt heimili því þau eiga sjö börn saman. Sjöfn átti fjögur börn áður en þau Trausti hófu sambúð, hann átti tvö og saman eiga þau þriggja ára son. Á heimilinu búa fimm börn en tvö eiga þar sitt annað heimili. Trausti vinnur á fjölritunarstofu en Sjöfn stundar nám í hönn- un í Iðnskólanum í Hafnarfirði og skúrar Flens- borgarskólann. „Það sem ég beið eftir," segirTrausti, „var að stjórnvöld mörkuðu stefnu um málefni fjöl- skyldunnar og gildi hennar í stað þess að láta þessi mikilvægu mál iiggja gjörsamlega í lausu lofti. Nú hefur ASÍ hins vegar sett fram mjög at- hyglisverðar kröfur um bættan hag fjölskyld- unnar og vona ég að þær nái fram að ganga. Mérfannst ástæða til aö taka skattkerfið í gegn á ári fjöiskyldunnar því skattarnir eru alltof háir og það er ekki tekið nægilegt tillit til barnafjölda. Það breytirt.d. sáralitlu hvortfólk er með tvö börn eða sjö því barnabæturnar hafa lækkaö svo síðan þær voru tekjutengd- ar. Þó munar fjölskyldu eins og okkar um hverja krónu, við finnum fyrir því núna þegar elsti strákurinn okkar er orðinn 16 ára og við missum barnabæturnar með honum. Okkur finnst skjóta skökku við að þær skuli falla nið- ur á þeim aldri sem börnin eru hvað dýrust T rekstri. Við þurfum að borga skólagjöld fyrir hann, en þegar mörg börn eru á heimili mun- ar mjög mikið um skólagjöldin í framhalds- skólunum. Síðan liggur skattkortið hans ónýtt en mérfinnst aö fjölskyldan ætti að geta nýtt skattkort þeirra unglinga sem eru t skóla. Skattamálin eru reyndar sérkapítuli. Við borg- um svo háa skatta af laununum og öllum vör- um og þjónustu sem við kaupum að það er aldrei neitt eftir. Hátekjuskatturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, fjöl- skyldum sem eru að kaupa húsnæði og hafa fyrir stórum barnahópi að sjá, þannig að mér ár fjölskyld jtfinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.