Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 16
k nbundinn launamunur Mánudaginn 13. febrúar var kynnt skýrsla um kynbundinn launamun á ís- landi sem allar konur hafa verið að bíða eftir frá því í sumar. í henni fékkst staðfesting á því sem við viss- um svo sem allar, konum er mismunað á vinnumarkaðnum vegna kynferðis síns og launamunur kynjanna er mest- ur meðal menntafólks, því háskóla- menntaðar konur hafa einungis 2/3 af launum háskólamenntaðra karla. Skýrslan, sem var unnin ? samvinnu Skrif- stofu jafnréttismála og Félagsvísindastofn- unar Háskóla íslands, er byggð á könnun á fjórum opinberum fyrirtækjum og fjórum einkareknum fyrirtækjum, bæöi í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. 1250 manns fengu spurningalista um kaup og kjör og 685 skil- uöu þeim inn. Auk þess voru tekin ýtarleg viötöl við tíu manns hjá hverju fyrirtæki, eöa alls um áttatíu manns þar sem megináhersl- an var lögö á aðfáfram viöhorftil launamun- arins, af hverju launamunur kynjanna væri til staðar og hvaö væri hægt aö gera til aö bæta þar úr. Niðurstöður könnunarinnar koma T raun ekki á óvart, þær staðfesta frekar almenna vit- neskju um mismunandi aöstööu kvenna og karla á vinnumarkaðnum, framþróun starfa þeirra og viðhorf til karla og kvenna sem eru alþekkt bæði á íslandi og í flestum löndun- um í kringum okkur. í könnuninni kom þannig fram aö launamunurinn er minnstur hjá þeim sem minnsta menntunina hafa en fer síðan vaxandi og er mestur hjá þeim sem hafa lengsta skólagöngu að baki. Þannig mælist fólk með grunnskólamenntun eða minna með áþekk laun á meðan karlar með háskólamenntun mælast með hærri laun en konur sem hafa svipaða menntun. Betri staða í einkafyrirtækjunum Þaö sem er kannski athyglisverðast við nið- urstöðurnar er að launabilið á milli karla og eftir Drífu Hrönn Kristjánsdóttur kvenna mælist hér mest hjá opinberu fyrir- tækjunum, þar sem auðveldara ætti að vera aö koma í veg fyrir beina kynferöislega mis- munun en hjá einkafyrirtækjunum þar sem einkum vel menntaðir starfskraftar eru ráðn- ir framhjá töxtum. Segir þetta okkur að kon- ur eigi að yfirgefa traustan faðm ríkisfýrir- tækja sem hafa verið aðalatvinnuveitendur þeirra á undanförnum árum og hella sér út í samkeppnina við karlana I einkageiranum? í öllu falli virðast þær greiöa dýru veröi ýmis hlunnindi sem opinberir starfsmenn hafa fram yfir þá sem vinna á almennum markaði eins og t.d. betri kjör í fæðingarorlofi og möguleika á hlutastörfum. Þaö virðist eftir nokkru að slægjast því konurí einkageiranum eru með 35% hærri laun aö meðaltali en þær sem vinna sambærileg störf hjá því opinbera. Viðhorfin breytast seint Þrátt fyrir að konur hafi nú um langa hríð ver- ið úti á vinnumarkaðinum í svipuðum mæli og karlar virðast viðhorf til hefðbundinna hlutverka kynjanna breytast ótrúlega seint. Þannig kom fram í þessari könnun að karlar eru enn álitnir aðalfyrirvinnur fjölskyldna sinna meðan litiö er á laun kvenna sem upp- bót fyrir heimilið. Börn teljast körlum til tekna og hækka frekar laun þeirra ef eitt- hvað er á meðan konur sem eiga börn und- ir sex ára aldri eru álitnar ótraustari vinnu- kraftur þar sem þær séu oftar frá vinnu vegna veikinda barna. Konur sjálfar álíta að þær þurfi að leggja sig meira fram til þess aö eiga kost á sama starfsframa og karlar og samkvæmt könnuninni sækja háskóla- menntaðar konur og karlarí svipuðum mæli um launa- og stöðuhækkanir, - körlum eru hins vegar veittar þær í meira mæli. Einn (stór) þáttur I því er það viðhorf sem kemur fram í könnuninni og við konur könnumst all- ar við, en það er að karlar leggi sig meira fram í sínu starfi, þeir séu tilbúnir að leggja meira á sig og eyði meiri tíma á vinnustað en konur sem eru bundnari heimili og börn- um. Bestu starfskraftarnir eru þeir sem hægt er að kalla út allan sólahringinn. Já hangsið í kringum kaffivélina fram eftir öll- um kvöldum skilar sér í hærri launum og stöðuhækkunum!!! Annað mikilvægt atriði í þessu sambandi er eflaust að karlar hafa til- hneigingu til þess að ofmeta mikilvægi starfa sinna á meðan konur vanmeta fram- lag sitt - og sætta sig kannski við lægri laun fyrir bragöið. „...þær greiða dýru verði ýmis hlunnindi sem opinberir starfsmenn hafa fram yfir þá sem vinna á almennum markaöi eins og t.d. betri kjör í fæöingarorlofi og möguleika á hlutastörf- um. Konur í einkageiranum eru með 35% hærri laun að meðaltali en þær sem vinna sambæri- leg störf hjá því opinbera." Ný kynslóð - ný von Eini Ijósi punkturinn við þessa skýrslu er sá að viðhorfin sem þar koma fram virðast nokkuð breytileg eftir aldri. Þannig sætta yngri karlar sig ekki jafn vel við og þeir eldri að helga sig starfi sínu eingöngu og yngri konur telja það sjálfsagðara að þær hafi sömu möguleika og karlar til starfsframa. Spurningin er hins vegar sú hvort við sætt- um okkur við að bíða eftir að þessi kyn- slóöaskipti gangi yfir á vinnumarkaðnum og 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.