Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 6
„Oft var þörf en nú er nauðsyn" og „Dómar heimsins, dóttir góð" var sungið hátt og snjallt þegar Kvennaframboðið bauð fram til borgarstjórnar 1982. Fáar uppákomur kvennahreyfingarinnar hafa vakið jafn mikla athygli og þegar borg- arfulltrúar Kvenna framboðs og stuðn- ingskonur þeirra mættu á borgarstjórn- arfund í gervi fegurð- ardísa til að mótmæla ummælum þáverandi borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, um konur. fi < i / ( Islenska kvennahreyfingin Þegar talað er um íslenska kvennahreyfingu er oft bent á þrjú atriði sem risa hæst og eiga að sýna styrk hennar: Kvenna- verkfallið 1975, kjör Vigdísar 1980 og stofnun Kvennafram- hoðs og Kvennalista 1981 og 1983. Við þetta mætti síðan hæta kjöri Ingihjargar Sólrúnar til borgarstjóra 1994. Útlend- ingar fá gjarnan þá mynd að hér sé staða kvenna sterk en þeg- ar tölur um laun og pólitíska stöðu eru skoðaðar kemur ann- að í ljós. Flestir eru sammála um að íslensk kvennahreyfing sé nú á meiri krossgötum en hún hefur verið um langt skeið, m.a. vegna þess sem er að gerast innan Kvennalistans. „Kvenna- hreyfingin mun lifa þótt Kvennalistinn verði lagður niður," er sagt í þessu sambandi enda er kvennahreyfingin meira en bara Kvennalistinn. En hvar er íslensk kvennahreyfing stödd? Við fengum þrjár konur til að segja álit sitt á þvi, þær Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, sem var ein af þremur fyrstu þingkon- um Kvennalistans, Guðnýju Guðbjömsdóttur núverandi þing- konu og Sigríði Þorgeirsdóttur lektor í heimspeki. Einnig spurðum við fjórar konur sem tekið hafa þátt í starfi kvenna- hreyfingarinnar sl. áratugi hvort þær finni sér stað innan hreyfingarinnar nú. Margir veltu stöðu íslensku kvennahreyfingarinnar fyrir sér á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars sl., daginn sem kon- ur um allan heim koma saman og minna á baráttumál sín. Eiga íslenskar konur ekki neitt sameiginlegt að berjast fyrir? Hvaða félög eða einstaklingar tilheyra íslensku kvennahreyf- ingunni og hvenær verður þessi hreyfing sýnileg? Þessum spurningum höfum við velt fyrir okkur og komumst að því að síðasta stóra kvennasamkoman, fyrir utan hin árlegu kvenna- hlaup og fjömennar kvennamessur, hafi verið árið 1990 þegar kon- ur minntust 75 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þá var farið í mikla skrúðgöngu og endað með fundi í íslensku Óperunni. Ann- ars hefur íslenska kvennahreyfingin hist í útlöndum. Árið 1994 tóku 1300 konur þátt í norrænu ráðstefnunni Nordisk Forum í Turku í Finnlandi og sex árum áður fjölmenntu þær á samskonar ráðstefnu í Ósló. Því er eðlilegt að draga þá ályktun að næst muni íslenska kvennahreyfingin hittast á Nordisk Forum í Kaupmanna- höfn árið 2000. Fjöldi íslenskra þátttakenda á þessum ráðstefnum hefur vakið athygli og er enn eitt dæmi um að íslenskar konur eru sterkar þegar þær standa saman. En þurfa þær að fara til útlanda til þess? Vitundarvakning á sjöunda og áttunda áratugnum Upphaf kvennahreyfingarinnar í heiminum má rekja til þess þegar konur fóru að berjast fyrir borgaralegum réttindum og kosninga- rétti fyrir rúmum 100 árum. Kvenréttindafélag íslands er dæmi um félag sem stofnað var í því sambandi. Síðan komu verkakvennafé- lög og ýmis kvenfélög til sögunnar og var tilgangur þeirra fyrr- nefndu að bæta laun og réttindi kvenna en hin síðarnefndu unnu að margskonar mannúðarmálum sem seinna voru tekin upp af 6 vra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.