Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 19
\ Verður allt nýtt? Það gjörbreytir konum að ala barn, svo mjög að móðirin er allt önnur manneskja en konan sem hún var fyrir þungun. Þetta er rauði þráðurinn í nýrri bók bresku blaðakonunnar Kate Figes, sem sjálf er tveggja barna móðir, „Life After Birth: Wbat Even Your Friends Won't Tell You About Motherhood.” í viðtali við Newsweek kveðst Figes sjálf hafa vaðið í villu og svíma um á- hrif barnsburðar á konur, talið hann breyta litlu og því orðið fyrir áfalli þegar hún eignaðist fyrsta barnið sitt. Figes rædi við 120 breskar mæður á átján mánuðum þegar hún vann að bók- inni og allar höfðu þær sömu sögu að segja, fæðing barns gjör- bylti lífi þeirra. Breytingin var sálfræðileg, líkamleg, féiagsleg og ekki síst kynferðisleg. Allt var orðið nýtt. 1 bókinni rekur Figes ný viðhorf til móðurinnar og ber þau saman við eldri við- horf. Þá víkur hún einnig að þeim breytingum sem verða á lífi karlmanns við að verða faðir, hve misvel þeim gengur að axla þá ábyrgð sem föðurhlutverkið leggur þeim á herðar og rekur þær breytingar sem verða iðulega í kynlífi og öðrum samskiptum karls og konu þegar barn ryðst inní tilveru þeirra. Byggt á Newsweek Kona Jospin hvetur Frakkd Sylviane Agacinski er þekktur rithöfundur og heimspekingur í Frakklandi. 1 nýjustu bók sinni, Stjórnmálum kynjanna, færir hún rök fyrir þeirri sannfæringu sinni að konur geti bætt franskt þjóðfélag. Þær verði því að láta meira til sín taka hér eftir en hingað til, láta rödd sína heyrast. Innan við 10 af hundraði fulltrúa á franska þjóðþinginu eru konur. Agacinski vill að hlutur kvenna verði aukinn með því að úthluta þeim sæt- um til jafns við karlmenn á framboðslistum á þingi og í ríkis- stjórn. Lionel Jospin forsætisráðherra Frakklands er sömu skoðunar, sem er kannski engin tilviljun því hann er eiginmað- ur Agacinski. Þrátt fyrir sjálfstæði sitt hefur Agacinski mátt sæta því að athygli Frakka beinist fremur að henni sem eigin- konu forsætisráðberrans en sem virtum heimspekingi sem varð fyrir djúpum áhrifum af hugmyndum Simone de Beauvoir og nam við hlið Jacques Derrida og Michels Foucaults. Og það kom mörgurn á óvart þegar hún féllst á að láta taka mynd af sér í eldhúsi þeirra hjóna 1995. Þá reyndi Jospin að verða for- seti en hafði ekki árangur sem erfiði. Þau giftust seint, 1994, en fram að því hafði Agacinski lifað í samræmi við þær hugmynd- ir de Beauvoir og sínar að konan yrði að velja á milli frama í starfi og hjónabands. Byggt á Newsweek. Vilji og vandvirkni í verki! Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogi ■ Sími 554 5000 ■ Fax 554 SS81 19 v€ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.