Vera - 01.10.2001, Side 12

Vera - 01.10.2001, Side 12
Mér finnst... ■ Undir " smásjá Arnfríður Aðalsteinsdóttir félagsfræðingur ó Húsavík Mér finnst gott að búa úti á landi, á litlum stað þar sem allir þekkja alla. Þegar ég fer út í búð hitti ég fólk sem heilsar mér og við gefum okkur gjarnan tíma fyrir smá spjall. Lftið bros frá sundfélaga eða klapp á öxlina frá nágranna getur bjargað deginum. Það er þessi vinátta og væntumþykja sem mér þykir svo gott að finna - okkur er ekki sama hverju um annað. En það getur líka verið þrúgandi að búa þar sem allir þekkja alla - og allir vita allt um alla. Þú ert f rauninni alltaf undir smásjá, ferð ekkert og/eða gerir ekkert nema allur bærinn viti það. En hvar erum við ekki undir smásjá? Mig langar að segja ykkur frá litlu atviki sem varð til þess að ég fór að velta því fyrir mér hvort ég væri hvergi óhult fyrir vökulu auga stóra bróður. Ekki alls fyrir löngu vantaði mig debet- kortakvittun svo ég gæti stemmt af og sent bókhald sem ég færi í endurskoðun. Debetkortafærslan var hálfs árs gömul og með henni þurfti að fylgja kassa- kvittun. Ég hringdi í öngum mínum í bankann og bað um aðstoð og eins og venjulega var það lítið mál. Nokkrum dögum seinna fékk ég báðar kvitt- anirnar sendar ásamt útprentun þar sem fram kom hvað hafði verið verslað út á kortið þennan dag. Næst þegar ég átti erindi í umrædda verslun kom verslunarstjórinn til mín og spurði hvort ég hefði fengið sendinguna frá sér. Ég þakkaði honum kær- lega fyrir og bætti við að það hefði komið mér á óvart að fá úttektina sundurliðaða. Hann brosti og bjargaði þar með deginum, sagði lítið mál að sækja þessar upplýsingar í tölvuna og prenta út. |a hérna, hugsaði ég með mér, er ekki tæknin ótrúleg. Þarna í lítilli matvöruverslun úti á landi er með engri fyrirhöfn hægt að komast að því hvað ég hafði í matinn um miðjan janúar, hvað ég hef keypt mikið sjampó á árinu og hvaða þvottaefni ég nota. Þökk sé kortaviðskiptunum. En það eru ekki bara korta- viðskiptin sem skilja eftir sig spor, ég á líka gemsa og tölvu sem leggja sitt að mörkum í upplýsinga- öfluninni. Gemsinn minn sendir frá sér upplýsingar um hvar ég er stödd hverju sinni og við hvern ég tala og ef ég fer inn á netið þá er það einnig sam- viskusamlega skráð. Það er því ekkert smáræðis magn upplýsinga sem tölvukerfin geyma um okkur. Hvernig þessar upplýsingar koma til með að verða nýttar í framtíðinni vitum við hins vegar ekki. |á það getur verið þrúgandi að búa við nágrannaeftirlit í litlu bæjarfélagi, en að hafa allt í kringum sig ósýni- lega spæjara sem aldrei víkja af vaktinni finnst mér öllu verra. Hefur öll þessi skráning upplýsinga virki- lega ekkert með persónuvernd að gera? Ég skora á Sigríði Elínu félagsfrœðing hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki að segja meiningu sína í næsta blaði. Aukin ökuréttindi ÖKU ?KOI,INN I MJODD Kennsla til allra ökuréttinda. Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B.réttindi). Einnig kennsla fyrir ensku- og taílenskumælandi fólk! Þarabakka 3 109 Reykjavík Sími 567-0300 okusk.mjodd@simnet.is Kennsla á leigu- vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.