Vera


Vera - 01.02.2003, Page 64

Vera - 01.02.2003, Page 64
/ALÞINGISVAKTIN »Þingið sem nú situr er síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils og boðað hefur verið til alþingiskosninga 5. maí nk. Margir stjórnmálaskýrendur telja að í hönd fari miklar uppstokkanir í pólitíkinni. Ný kjördæmaskipan hefur tekið gildi og ýmsir spá ríkis- stjórnarskiptum að loknum kosningum. Gengi kvenna í komandi kosningum hefur verið mörgum íhugunarefni og ný kjördæmaskipan m.a. sögð rýra möguleika kvenna á þingsætum. Þessar hugleiðingar eru í fullkomnu samræmi við niðurstöður rann- sókna sem benda til að því takmarkaðri sem pólitísk gæði eru því erfiðara sé fyrir konur að komast yfir þau. Með nýrri kjördæmaskipan fækkar kjördæmum úr tólf í sex, þar af leiðandi fækkar þeim sætum á framboðslistum sem vænleg geta talist. vL Þingkonur á núverandi þingi í dag eiga sæti á Alþingi tuttugu og þrjár konur. SamfyJking og Sjálfstæðisflokkur tefla frarn níu þingkonum, Framsókn þremur og Vinstri grænir tveimur. Aldrei hafa konur á Alþingi verið fleiri, eða rúmlega þriðjungur þingheims. En hvaða möguleika eiga sitjandi þingkon- ur á að halda þingsætum sínum í kom- andi kosningum og hver er staða kvenna almennt á framboðslistum flokkanna í kosningunum í vor? Til að byrja með skulum við skoða VINSTRI GRÆNIR HAFA VINNINGINN HVAÐ VARÐAR HLUTFALL KVENNA I ÞREMUR EFSTU SÆTUM Á FRAMBOÐSLISTUM, EÐA UM 55%. hvaða þingkonur eiga sæti á Alþingi í dag (sjá myndir) og síðan líta á fram- boðslistana fyrir kosningarnar í vor. Hér verða aðeins skoðaðir þeir flokkar sem þegar eiga konur á þingi. Hvað Fram- sóknarflokkinn varðar þá skipa þrjár þingkonur flokksins fyrsta sæti fram- boðslista í sínu kjördæmi. Siv er í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjör- dærni, Valgerður í Norðausturkjör- dærninu og Jónína í ILeykjavík suður. Samkvæmt Gallup könnun í febrúar má telja nær öruggt að þær stöllur haldi velli í komandi kosningum. Möguleikar nýrra Framsóknarkvenna á þingsæti eru ekki ýkja miklir og því afar ólíklegt að Framsóknarkonum fjölgi á Alþingi í vor. Annars lítur dæm- ið þannig út að í fimm efstu sætum á framboðslistum Framsóknarflokksins í öllum kjördæmunum eru 14 konur, eða um 50%. En sé aðeins litið á þrjú efstu sæti framboðslistanna hrapar hlutfall kvenna í 7%, sem er með því allra lægsta sem þekkist og er sérstak- lega slæmt með tilliti til möguleika kvenna á þingsæti fyrir flokk af þeirri stærðargráðu sem Framsóknarflokkur- inn er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu fengið ákúrur fyrir slæmt gengi kvenna í prófkjörum flokksins. Svo virðist sem sú gagnrýni eigi við rök að styðjast. Ef litið er á fimm efstu sæt- in á framboðslistum flokksins í kom- andi kosningum í öllum kjördæmum, kemur í ljós að þar er aðeins að finna sjö konur eða rúm 20%. Ef aðeins er litið til þriggja efstu sætanna er hlut- fallið svipað. I Reykjavík norður og suður er ein kona í fimm efstu sætum á hvorum lista og hvorug þeirra náði þeim árangri í prófkjöri sem þær sótt- ust eftir. Á lista flokksins í Norðvestur- kjördæmi er engin kona í fimm efstu sætunum. I Suðurkjördæmi er ein kona í fimm efstu og í Suðvestur- og Norð- austurkjördæmum eru tvær konur í fimm efstu sætum, allar eru þær núver- andi þingmenn. Samkvæmt Gallup könnun í febrúar tapa fjórar þingkonur Sjálfstæðis- flokksins þingsætum sínunt í komandi kosningum. Þetta eru þær Ásta Möller og Katrín Fjeldsted, sem komu inn á þing eftir síðustu kosningar (Katrín hafði áður verið varaþingmaður síðan 1995) og Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem setið hefur á þingi síðan 1991 eða samfleytt í þrjú kjörtímabil. Fjórða 64 / alþingisvaktin / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.