Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 64

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 64
/ALÞINGISVAKTIN »Þingið sem nú situr er síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils og boðað hefur verið til alþingiskosninga 5. maí nk. Margir stjórnmálaskýrendur telja að í hönd fari miklar uppstokkanir í pólitíkinni. Ný kjördæmaskipan hefur tekið gildi og ýmsir spá ríkis- stjórnarskiptum að loknum kosningum. Gengi kvenna í komandi kosningum hefur verið mörgum íhugunarefni og ný kjördæmaskipan m.a. sögð rýra möguleika kvenna á þingsætum. Þessar hugleiðingar eru í fullkomnu samræmi við niðurstöður rann- sókna sem benda til að því takmarkaðri sem pólitísk gæði eru því erfiðara sé fyrir konur að komast yfir þau. Með nýrri kjördæmaskipan fækkar kjördæmum úr tólf í sex, þar af leiðandi fækkar þeim sætum á framboðslistum sem vænleg geta talist. vL Þingkonur á núverandi þingi í dag eiga sæti á Alþingi tuttugu og þrjár konur. SamfyJking og Sjálfstæðisflokkur tefla frarn níu þingkonum, Framsókn þremur og Vinstri grænir tveimur. Aldrei hafa konur á Alþingi verið fleiri, eða rúmlega þriðjungur þingheims. En hvaða möguleika eiga sitjandi þingkon- ur á að halda þingsætum sínum í kom- andi kosningum og hver er staða kvenna almennt á framboðslistum flokkanna í kosningunum í vor? Til að byrja með skulum við skoða VINSTRI GRÆNIR HAFA VINNINGINN HVAÐ VARÐAR HLUTFALL KVENNA I ÞREMUR EFSTU SÆTUM Á FRAMBOÐSLISTUM, EÐA UM 55%. hvaða þingkonur eiga sæti á Alþingi í dag (sjá myndir) og síðan líta á fram- boðslistana fyrir kosningarnar í vor. Hér verða aðeins skoðaðir þeir flokkar sem þegar eiga konur á þingi. Hvað Fram- sóknarflokkinn varðar þá skipa þrjár þingkonur flokksins fyrsta sæti fram- boðslista í sínu kjördæmi. Siv er í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjör- dærni, Valgerður í Norðausturkjör- dærninu og Jónína í ILeykjavík suður. Samkvæmt Gallup könnun í febrúar má telja nær öruggt að þær stöllur haldi velli í komandi kosningum. Möguleikar nýrra Framsóknarkvenna á þingsæti eru ekki ýkja miklir og því afar ólíklegt að Framsóknarkonum fjölgi á Alþingi í vor. Annars lítur dæm- ið þannig út að í fimm efstu sætum á framboðslistum Framsóknarflokksins í öllum kjördæmunum eru 14 konur, eða um 50%. En sé aðeins litið á þrjú efstu sæti framboðslistanna hrapar hlutfall kvenna í 7%, sem er með því allra lægsta sem þekkist og er sérstak- lega slæmt með tilliti til möguleika kvenna á þingsæti fyrir flokk af þeirri stærðargráðu sem Framsóknarflokkur- inn er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu fengið ákúrur fyrir slæmt gengi kvenna í prófkjörum flokksins. Svo virðist sem sú gagnrýni eigi við rök að styðjast. Ef litið er á fimm efstu sæt- in á framboðslistum flokksins í kom- andi kosningum í öllum kjördæmum, kemur í ljós að þar er aðeins að finna sjö konur eða rúm 20%. Ef aðeins er litið til þriggja efstu sætanna er hlut- fallið svipað. I Reykjavík norður og suður er ein kona í fimm efstu sætum á hvorum lista og hvorug þeirra náði þeim árangri í prófkjöri sem þær sótt- ust eftir. Á lista flokksins í Norðvestur- kjördæmi er engin kona í fimm efstu sætunum. I Suðurkjördæmi er ein kona í fimm efstu og í Suðvestur- og Norð- austurkjördæmum eru tvær konur í fimm efstu sætum, allar eru þær núver- andi þingmenn. Samkvæmt Gallup könnun í febrúar tapa fjórar þingkonur Sjálfstæðis- flokksins þingsætum sínunt í komandi kosningum. Þetta eru þær Ásta Möller og Katrín Fjeldsted, sem komu inn á þing eftir síðustu kosningar (Katrín hafði áður verið varaþingmaður síðan 1995) og Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem setið hefur á þingi síðan 1991 eða samfleytt í þrjú kjörtímabil. Fjórða 64 / alþingisvaktin / 1. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.