Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 15
» Heimurinn er mótaður af karlmannlegum hugmyndum sem eru ofnar inn í stofnanir samfélagsins, laga- og réttarkerfi og koma m.a. fram í stríðsrekstri og ofbeldishegðun. Þessar hugmyndir sitja líka í hugum fólks og birtast í yfirráðum karla og undirgefni kvenna á ýmsum sviðum. Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál sem hefur orðið sýnilegra hér á landi á þessu ári þar sem rekja má að minnsta kosti tvö dauðsföll kvenna til slíks ofbeldis. í blaðinu er fjallað um karlmennsku og ofbeldi í viðtali við Guðrúnu M. Guðmundsdóttur MA í mannfræði sem rannsakaði nauðganir með því að skyggnast á bak við þær hugmyndir sem liggja að baki slíkum verknaði. Hún komst m.a. að því að körlum finnst eðlilegt að túlka ögrandi klæðnað kvenna sem skilaboð um að þær séu að bjóða kynlíf. Ef vilji þeirra til slíks er hins vegar ekki til staðar getur það endað með nauðgun. Við ræðum líka við ungan mann sem beitti konu sína ofbeldi en fékk aðstoð frá sálfræð- ingum í átakinu Karlar til ábyrgðar sem stutt var af Rauða krossinum fyrir nokkrum árum. Saga hans er einkar athyglisverð og vonandi tekst að endurvekja það átak, eins og félags- málaráðuneytið stefnir að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.