Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 34
Frá ^pnun afmælissýníngarinnar Minningar vonar- innar, f.v. Björn Þ. Guðmundsson fyrsti formaður íslandsdeildarinnar, Ragnar Aðalsteinsson lög- maður og Jóhanna. ' ' / ____" ' hb) Jóhanna í hópi annarra hópstjóra á heimsþingi Am« nesty International í Höfðaborg 1997. sem hún hefur áhuga á, sem er manneskjan í öllum hennar marg- breytileik. „Starfið er mjög fjölbreytt og reynir á ólíka hæfileika þar sem engir tveir dagar eru eins. I starfmu hef ég haft tækifæri til að kynnast frábæru fólki, bæði innan deildarinnar hér heima og víða að úr heiminum,” segir hún. þegar hún er spurð hvers vegna hún hreifst af Amnesty rifjar hún upp að þegar hún kynntist samtökunum í gegnum skólasystk- ini í Freiburg sem voru á kafi í vinnu fyrir þau. Hún heillaðist af þessum anda og gekk í samtökin. „Ég varð strax hrifin af heilind- unura sem ríktu innan samtakanna og vinnubrögðunum, t.d. hvernig þau gátu verið óháð stjórnmálastefnum. Þegar ég kom heim gekk ég í íslandsdeildina þó ég yrði ekki virk fyrr en 1984. Þá gekk ég í hóp og varð seinna hópstjóri. Ég var svo kosin í stjórn 1986 og var formaður í nokkur ár frá 1989. Hópastarfíð er grunn- eining samtakanna og hver hópur tekur að sér verkefni sem hann hefur umsjón með. Það geta verið mál einstakra samviskufanga, umsjón með herferð eða fjáröflun, t.d. jólakortasala sem hefur ver- ið ein helsta tekjulind íslandsdeildarinnar. Hjá Amnesty erum við fyrst og fremst að fást við ýktustu myndirnar af því þegar manneskjunum misheppnast að lifa sam- an í samfélagi og fólk er pyntað og pínt, það látið hverfa og jafnvel tekið af lífi fyrir skoðanir sínar. Það sem gerir samtökin sérstök er að hægt skuli vera að safna saman fólki úr öllum áttum, með ólík- an trúar- og menningarbakgrunn, tungumála- og menntunarbak- grunn, aldur o.s.frv. Félagar á heimsvísu eru um tvær milljónir, þar af 4000 hér á landi. Grundvallarsýn félaganna á heiminn felst í því að okkur beri að koma vel fram hvert við annað og að við höfum ákveðin réttindi sem ekki megi vanvirða, hvorki ríkisvald né aðrir. Framtíðarsýn okkar er að hægt sé að búa til heim þar sem þessi réttindi eru virt. Þó að árangur náist í einhverju landi gerum við okkur grein fýrir því að samtök af þessu tagi þurfa alltaf að vera til. „Herforingjastjórnirnar hafa nú víðast vikið en í staðinn hafa komið vopnaðir andspyrnuhópar, sumir með pólitískan tilgang en aðrir eru hreinir hryðjuverkahópar og halda samfélögunum í helj- argreipum. Eftir 11. september 2001 varð grundvallar afstöðu- breyting í mörgum löndum sem kenndu sig við mannréttindi en þar hafa verið sett lög sem eru í raun árásir á mannréttindakerfm í nafni öryggis og stríðs gegn hryðjuverkum. Samtök eins og Am- nesty verða að gera allt sem hægt er til að standa gegn þessu. Ég kalla það árás á mannréttindakerfi þegar ríki gerast ekki aðilar að alþjóðasáttmálum eða setja alls kyns fyrirvara gagnvart þeim. Einnig ef ríki setja lög sem eru í andstöðu við alþjóðasamninga. Þessi breyting hefur leitt til þess að Amnesty skoðar ekki lengur brot yfírvalda gegn borgurunum eingöngu heldur athugar líka hlut fyrirtækja í mannréttindabrotum. Við erum farin að líta til fleiri þolenda mannréttindabrota því alþjóðavæðingin hefur leitt af sér breytta heimsmynd þar sem ákveðnir hópar hafa aðgang að efnahagskerfmu en aðrir ekki, þ.e. jaðarhópar sem fáir hafa áhuga fyrir þótt þeir haldi jafnvel uppi efnahagskerfmu, eins og farand- verkafólk, flóttafólk og fólk sem selt er mansali. Á heimsþingi Amnesty 1997 var gerð grundvallarbreyting á stefnunni og ákveðið að skoða betur mannréttindabrot óháð ríkis- valdinu (non state actors). Mannréttindabrot gegn konum eru frekar framin af einkaaðilum, eins og fýrirtækjum, eiginmönnum og hermönnum sem ekki eru tengdir stjórnvöldum. Þessi stefnu- breyting hefur leitt til þess að brot gegn konum eru í meira mæli komin inn á borð til okkar. Fyrsta verkefnið sem tengdist konum sérstaklega voru flutningar á vændiskonum frá Rússlandi til ísrael þar sem við skoðuðum hvernig yfirvöld í Israel létu það óáreitt. Síðan fórum við að skoða heimilisofbeldi og bera það saman við skilgreiningar á pyntingum. Þær eru taldar verknaður þar sem vís- vitandi er valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka Síðan fórum við að skoða heimilisofbeldi og bera það saman við skil- greiningar á pyntingum. Þær eru taldar verknaður þar sem vísvitandi er valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka eða þjáningu en á þessu getur ekki verið mikill munur Heimurinn gengur í bylgjum og manneskjan er svo breysk.” Jóhanna rifjar upp þær miklu breytingar sem hafa orðið á heim- inum frá því hún fór að skipta sér af mannréttindamálum og marg- ar hverjar til góðs. Þá var heiminum skipt milli austurs og vesturs með áþreifanlegum hætti með Berlínarmúrnum. Skiptingin lá líka þvert, á milli þriðjaheimsins og ríkari hluta heimsins. í Suður Amer- íku réðu herforingjastjórnir, í Afríku geysuðu borgarastyrjaldir, Kína var enn lokað og herforingjar réðu í Indónesíu, svo eitthvað sé nefnt. eða þjáningu en á þessu getur ekki verið rnikill munur. Það er ljóst að heimilisofbeldi er ekki eitthvað sem gerist óvart og veldur ekki síður andlegri þjáningu og sársauka en pyntingar.” Alþjóðastarfið hefur tekið mikið af kröftum Jóhönnu undanfarin ár. Hún sat í undirbúningsnefnd heimsþinga Amnesty International í fjögur lcjörtímabil, frá 1996 til 2004, en þingin eru haldin annað hvert ár. Setu í undir- S4 / 5. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.