Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 8
34 T1 M A R IT V. F. I. 1 9 2 Ö. þar sem brúarstæðið er ómælt og órannsakað, en þó eru sjáanlegar í henni tvær villur. Önnur er sú, að verð stöpla er gert einungis % af verði yfir- byggingar, en það er alkunn regla um slíkar brýr (á mörgum stöplum), að þær verða ódýrastar, ef stöplatölu er bagað svo, að verð allra stöplanna til samans sje sem næst jafnt og verð yfirbyggingar- innar. Hin sýnilega villan er sú, að verð járnyfir- byggingar er áætlað 1000 kr. á tonnið; fyrir strið- ið hefði það kostað uppsctt á þessum stað um 500 kr„ og þar sem J. Isl. margfaldar áætlunarverð brúnna á pingvallaleiðinni frá 1013 með h. u. I). 3%, til þess að ná núverandi verðlagi, væri rjett — og ekki of liátt — að áætla núverandi verð á tonni í yfirbyggingu brúar á Öílfusárós 1750 kr. (Sama sem 3(4 X 500 kr.). Brautarbreiddi n. pá stingur J. ísl. ujjjj á því, að brautin verði gerð með einungis 75 cm. sporbreidd, en áður böfðum við Th. Krabbe hvor í sínu lagi stungið upp á 100 cm. sporbreidd. Hann rökstyður þetta með því, að ekki þurfi að vænta eftir meira flutningsmagni á brautinni en svo, að 75 cm. sporbreidd nægi til þcss að brautin geti afkastað öllum þeim flutningum, er henni bjóðast. Sjálfsagt verða allir honum sammála um það, að flutningsmagnið verður ekki meira en svo, að 75. cm. braut nægir til að anna því öllu, e f u n t v e r ð u r a ð starfrs^kja h a n a ávalt þegar þarf. Og líka er það öldungis ljóst, að 60 cm. braut mundi fullnægja flutninga- þörfinni, þcgar sú braut yrði starfrækt. Ef miða mætti brautarbreiddina eingöngu við erlenda reynslu um það, bve miklum flutningum má afkasta með liverri brautarbreidd, þá er lítill eða enginn cfi á því, að hjer nægði 60 cm. brautarbreidd, eða mjósta breiddin af þeim, sem nokkuð alment eru notaðar í heiminum. En ástæður okkar, sem áður höfum stungið upp á metersbreidd, eru þær, að við treyst- um því ekki, að mjórri braut muni geta borið svo sterka og þunga dráttarvagna (eimreiðii', mótor- vagna eða raforkuvagna, sem þarf til þess að knýja snjóplóga til þess að halda brautinni umferðarhæfri að vetrarlagi. Jeg fyrir mitt leyli er ckki i neinum efa um það, að hvort sem metersbreiddin verður valin á endanum, eða einhver önnur breidd, þá verð- ur breidd íslenskra járnbrauta að ákvarðast af því, bvers við þarf til þess að halda þeim umferðarfærum að vetrinu m, en e k k i af ílutningsmagninu beinlínis. Einkanlega á þctta þó við, ef fyrsta brautin er hugsuð sem byrjun til járnbrautarkerfis, er með tímanum samtengi alla helstu landshlutana, en einmitt þannig er þingvalla- brautin hugsuð, því að út frá þeirri leið er líklegt að járnbrautarsambandið til Borgarfjarðarbjeraðs og Norðurlands komi i framtíðinni. Hinu verður ekki neitað, að sem „local“-braut gæti Reykjanes- brautin gert hlutaðeigandi hjeruðum talsvcrt gagn, þótt hún væri niðurgrafin á pörtum og of mjó og veigalítil fyrir snjóruðningstæki — eða með öðr- um orðum, undirorpin reksturstöðvunum að vetr- inum. En skammsýni væri það, að setja markið svo lágt í byrjun, og mundi hefna sín mjög fljótt. Iljcr við bætist það, að á pingvallaleiðinni mundi sparnaðurinn við það að mjókka sporið úr 100 cm. niður í 75 cm. verða öldungis óverulegur, sökum þess bve undirbyggingin á þeirri leið cr ódýr vegna hentugs landslags. Ef rannsókn sýndi, að mikill verðmunur yrði á 100 cm. og 75 cm. braut eftir Reykjanesleiðinni, þá gæli það naumast stafað af öðru en þvi, að undirbyggingin á Reylcjanesleiðinni væ'ri miklu dýrari en á pingvallalciðinni. Rekstursaflið. Lcikmönnum hættir mjög við þvi i tali um járn- brautir, að flokka þær eftir rekstursaflinu. Menn tala um rafmagnsjárnbrautir eins og þær væru eitt- hvað alt annað en venjulegu gömlu járnbrautirnar mcð eimknúnum brautarlestum. Sannleikurinn er þó sá, eins og allir verkfræðingar vita, að járn- brautin er yfirleitt öldungis hin sama, livaða orlca sem notuð er lil að knýja vagnana eftir henni. Járnbrautin cr ekkert annað en vegurinn, sem vagn- arnir eiga að renna eftir, og hún verður að vera þeiin mun traustari, sem vagnarnir á henni eiga að vera þyngri og fara hraðara, en hvaða orka það er, sem snýr vagnhjólunum, hefir ekki teljandi áhrif á gerð brautarinnar. Um rekstraraflið gildir óefað það lögmál, að það ákvarðast á bverjum stað og tíma af því, hvað þar og þá er ódýrast. Reksturs- afl sömu brautar er því báð breytingum og bylting- um tekniskra framfara og markaðsverðs á mismun- andi orkugjöfum. par af leiðir, að ómögulegt er að segja löngu fyrirfram hvaða rckstursafl verði hentugast fyrir tiltekna járnbraut. Og þetta islenska járnbrautarmál er ekki komið lengra áleiðis en það, að mjög er tvísýnt, bvort nokkuð það, cr nú væri spáð um rekstursafl, muni rælasl, þegar fyrsta brautin cinbvern tíma í framtiðinni vcrður lögð. En .1. ísl. bendir rjetlilcga á það, að cins og nú stend- ur, geta ýmiskonar mótorvagnar mjög vel komið til greina, sem flutningatæki á járnbraut bjer. All- ir cru sammála um, að æskilegast væri, að geta knúið vagnana með raforkustraum, og þá fyrst, ef einhverjir ókleifir örðuglcikar verða því til fyrir- stöðu, verður að grípa til annara úrræða. Má þá, auk mötorvagna þeirra er J. ísl. talar um, nefna vagna, sem knúðir eru með orku frá raforkugeymi, er vagnarnir flytja með sjcr; slíka vagna má vel nota á brautum, þar sem eklci er meira en 70—80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.