Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 9
TÍMARIT V.F.Í. 1 92 0. 35 km. milli raforkustöðva, er geta hlaðið geymana í vögnunum. pótt jeg sje Jóni ísleifssyni ósammála um sum- ar ályktanir haiis, og telji sumar aðrar óvissar vegna þess að þær eru ekki bygðar á nægri rann- sókn, er jeg honum þakklátur fyrir að liann hefir vakið umræður um málið á þann hátt, sem liann liéfir gert. Með því að benda á nýjar leiðir, er lik- legt, að takast megi að vekja áhuga fleiri manna fyrir málinu, og getur slíkt haft mikla þýðingu fyrir framkvæmd málsíns, ef einlivern tíma rofar svo til eftir ófriðarjelin, að l'ært þyki að leggja út í slik f ramf ara-stórræói. Jón porláksson. Útskrift úr gerðardómsbók V. F. f. 1. gerðardómur. Hreppsnefnd gegn verksmiðju. Samkvæmt beiðni hreppsnefndar A-hrepps, skipaði stjórn V. F. í. h. 23. jan. 1919 þá Klemens .1 ó n s s o n, fyrv. landritara, K. Z i m s e n, borg- arstjóra og Geir G. Z o é g a, vegamálastjóra, í gerðardóm, til þess að dæma um ágreining, sem orð- ið hafði milli hreppsnefndarinnar og verksmiðjunn- ar B., um skaðabætur fyrir járnbentar steinsteypu- pipur, sem B. hafði selt hreppsnefndinni til raf- magnsstöðvar i C. kauptúni. Hvorugur aðilja hafði neitt við skipun dómsins að athuga, enda höfðu báðir viðurkenl reglur gerða- dóms V. F. í. Mál þetta er þannig vaxið, að haustið 1917 leit- aði rafmagnsfræðingur N. fyrir hönd hreppsnefnd- ar A. til verksmiðjunnar B. um tilbúning á járn- bentum steinsteypupípum til rafstöðvar í C., og eft- ir nokkurt umtal, hæði munnlegt og með símskeyt- um var gjörður samningur milli aðilja 22. oktbr. 1917. Mcð samningi þessum tók verksmiðjan að sjcr að selja hreppsnefndinhi á bryggju i D. 240 inetra af slíkum pípum. Áttu 216 metrar af þeim að vera útreiknaðar fyrir 10 metra vatnsþrýsting, en 24 m. fyrir 15 m. vatnsþrýstingshæð, hvorttveggja að við- bættri 30% yfirþrýstingu, og að öðru leyti eftir nán- ari lýsingu, samkvæmt samningnum. Seljandi átti að licra í einn mánuð eftir að pípurnar voru teknar til notkunar, ábyrgð á göllum, sem kynnu að koma i ljós, eftir að þær voru lagðar, ef það sannaðist, að gallarnir stöfuðu af óvönduðu efni, eða óvandaðri vinnu við tilbúning pípnanna. Kaupverðið var ákveð- ið kr. 8 880.00, er átti að greiðast er verkinu væri lokið, þó þannig, að kaupandi átti að halda eftir 10% af kaupverðinu til tryggingar gegn l'yrnefndri áhyrgð. Loks var ákveðið í samningnum, að allur ágreiningur, sem rísa kynni út úr honum, skyldi útkljást al' þessum gerðardómi. Pípurnar voru fullsteyptar á tilteknum tíma og fluttar lil C. fyrri hluta vetrar 1917—18, en voru eigi lagðar niður fvr en í júni og júlí árið eftir. Að lagningu lokinni var hleypt vatni í pipurnar, áð- ur en birgt var yfir þær, og kom þá þegar í ljós, að nokkrar þeirra voru lekar. ]?egar þessir gallar komu í Ijós, óskaði hreppsnefndin, að verkfræðingur kæmi til álita, og var Ó. fenginn til þess í samráði við seljanda. pegar hann kom til C., tók hann að rann- saka pípurnar, varð hann þess vís eftir skýrslu hans, að nokkuð lak um 4 pípur (nr. 3, 34, 59 og 65), en lekavottur var um 3 þeirra (nr. 150, 170 og 180), og ennfremur voru 27 jiípur meira og minna rakar að utan; aðrar pipur voru sumar liverjar litið eitt votar, en margar vel þurrar. pessi skýrsla verk- fræðingsins cr tekin gild af seljanda. I ágúst og september 1918 var gert við ekki einungis fyrnefnd- ar pípur, heldur og ýmsar aðrar, er biluðu þá, og alls var gert við 25 bilanir á 21 pípu. 1 októberbyrjun mun hafa verið mokað yfir pipurnar, og var orku- verið starfrækt, að því er virðist, án þess að nokkr- ar verulegar hilanir kæmu fram veturinn 1918—19. Vegna þessara galla höfðaði hreppsnefnd A-hrepps mál gegn verksmiðjunni B. fyrir gerðardóminum, og var fyi'sta réttarhald í þvi hinn 10. mars 1919. Um- boðsmaður A. lagði fram, mcðal annara skjala, reikning yfir viðgerðarkostnað alls að upphæð 3,432,- 50, er hann krafðist að verksmiðjan B. væri skyld- uð til að greiða A. B. kom með itarlega vörn fyrir dóminn þ. 16. apríl s. á. — og fjekk þá umboðs- maður A. frest í málinu, og lá það hjá honum breyt- ingalaust í 11 mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir frá formanni dómsins um, hvort málið yrði eigi bráðlega tekið fyrir. Loks þann 17. mars þ. á. mætti annar umhoðsmaður af hendi A, og lagði fram ítarlega sókn í mábnu, og eftir það var mábð bæði sólt og varið með miklum hraða, bæði skriflega og' með bókun til gerðarbókarinnar. Umboðsmaður A., hinn síðari, hjelt fram hinni fyrri kröfu, en nú að eins sem v a r a kröfu. Eftir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.