Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 5
taka á móti í heimahúsum þá varð maður að hafa unnið í eitt ár í viðbót við námið, til þess að fá réttindi til að taka á móti börnum. Hún komst hvergi inn. Fóru þið þá út með Ijósmœðrum heim? Nei, við fengum það ekki, af því vissi maður ekkert hvemig maður átti að gera þegar maður hafði ekkert sterilt eða neitt. Ég var allt í einu kölluð út. Það gerðist "56, þá var ég kölluð, það var í ágúst, þá komst konan hvergi inn. Henni var neitað á Landsspítalanum og ljósmæður sem vom þrjár ráðnar hjá borginni fundust ekki eða þær vom uppteknar. Svo vom tvær ljósmæður sem tóku konur til sín, höfðu þær og hjúkruðu þeim og annað og það var allt yfirfullt hjá þeim líka. Svo að þessi kona komst ekki inn og hún var alveg að fæða þegar ég kom. Maðurinn hennar bað mig endilega að koma. Hafði hún samband við þig? Já, maðurinn hennar kom. Ég var með engann síma þá. Hann kom bara hlaupandi og ég tók skæri og bendla og tók á móti þessari telpu, Hún var 17merkur. Þetta gekk Ijómandi vel. Þetta var annað bam konunnar. Ég gekk svo til hennar í viku, en ég hringdi svo upp á spítala og sagði hvað ég hefði aðhafst. Þær voru bara ánægðar og sögðust geta lánað mér sterilt. Ég var mest hrædd um að það kæmi einhver sýking af því að ég hafði ekki sterilt miðað við fæðingar- ganginn maður var svo vanur því, en það kom ekkert upp á. Þetta gekk allt Ijómandi vel. Svo á ég nú bam sjálf '51. Svo "58 hafði ég mikið að gera. Ég var nú bíllaus og eiginmennirnir vildu sækja mig, stundum fór ég í strætó. Þannig að þú hefurfarið að taka á móti heima eftir þetta? Já, eftir þetta, en ekki mikið. Þær voru nú ráðnar þrjár,fjórar ljósmæður héma í bænum, já ég tók held ég á móti 15 börnum það ár. Svo gekk það svona smátt og smátt sem ég hafði konur. Ég hafði 10 og upp í 15 á ári. Sinntir þúþeim svo? Já alveg í 12-14 daga gekk ég til þeirra. Og ef eitthvað kom upp á þá máttu þær alltaf hringja. Þannig að þú hefur verið alveg á vaktfyrir þær? Já, og svo var ég mikið líka með konur sem fengu illt í bijóstin. Fór svolítið heim til þeirra. Svo var ég á heilsuvemdarstöðinni frá "55 og til "76 í skoðun. Það var nú ekki nema annann- hvem dag fyrst, af því ég átti böm sem voru á leikskóla á meðan ég var að vinna þar frá hádegi til fimm og var þar í 21 ár. Svo fór ég á fæðingarheimilið aftur "76, var þar þangað til því var lokað "96. Svo vann ég á fæðingardeildinni. Svo leysti ég stundum af á fæðingardeildinni svona þegar passaði ekki sumarfríið fyrir mig þá fór ég þarna út á meðgöngudeildina einu sinni í mánuði og svo á fæðingarganginum leysti ég af. „Þá voru sumir að hræða þær" En fannst fólki sjálfsagt að konur fœddu heima á þessum tfma? Já svona"58 þá var ekki svo mikill áróður, en aftur eftir það, eftir '60 þá fór það að vera svolítið, að það væri mikið betra að fara á fæðingarheimilið þegar það opnaði "60. Að það væri betra að fara þangað því að það væri miklu betra öryggi, bæði þar og á Land- spítalanum. Það minnkuðu mikið heima- fæðingar þá, þær fóm þá á fæðingarheimilið. Ertu þáfyrst ogfremst að tala um öryggi? Já þá voru sumir að hræða þær eitthvað við það að fæða heima og svona ef eitthvað kæmi upp á. Svo voru það stundum konur sem ég var með, þær létu eiginlega ekki ættingja vita af því fyrr en bamið var fætt. Til þess þá aðfá ekki gagnrýni? Já sérstaklega læknisdætur og hjúkmnar- fræðingar, þær voru ekkert að tala um það, fyrr en börnin voru komin því annars hefðu þær verið hræddar. Já, maðurinn hennar kom. Ég var með engann síma þá. Hann kom bara hlaupandi og e'g tók skæri og bendla og tók á móti þessari telpu, Hún var 17 merkur. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.