Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11
ljósmóðir sem tók á móti heima. Svo þegar ég fékk leyfið þá átti ég náttúrulega engan pening til að kaupa bílinn. Við vorum með það stórt heimili, við vorum komin með þrjú börn og vorum nýbúin að byggja líka og þá fór ég í bankann svo ég fékk lán fyrir þessu. Keypti hann bara út á lán. Varstu á bil uppfrá því? Já, frá þeim tíma hef ég verið á bíl. Svo sóttu mennirnir mig stundum eða maður fór með strætisvagni, maður lét sig hafa það, maður ætlaði sér þetta. „Ég gerði þetta af ánægju" Þetta var mjög gaman og þetta gekk allt vel, svona hátíðlegt alltaf þegar bamið var komið í heiminn og fólkið þakklátt og allt gengið vel. Þú sérð nú allar styttumar héma, þetta er ailt ffá konum, þetta er eins og í búð. Já en hvernig fékkstu borgað, fékkstu greittfrá ríkinu? Nei, ég var ekki ráðin héma í borginni. Þurftu þá konurnar að borga? Konumar þurftu að borga af mæðrastyrknum sínum. Þetta var nú voðalega lítið. Þær sem voru fátækar eins og þær sem bjuggu í kampi og annað, þá tók ég ekkert, gaf þeim það bara. Ég gat ekki hugsað mér þetta litla sem þær fengu. Ég man nú ekki hvað var mikið, 2500 kr. fyrst svo hækkaði það í 7000, þá fór ég nú að taka. Þær tóku voða mikið, ég veit það því að ég vann með gamalli ljósmóður sem var voða rík. Þær tóku voða mikið, því það sagði mér ein gömul kona sem átti bömin sín heima í Laugardalnum, hún væri núna, já hundrað og tuttugu ára, hún sagðist hafa þurft að láta belju borga ljósmóðurinni eins og hún fékk fyrir að lána belju austur á Þingvöll. Já eitt gangmál. Bara fyrir árið. Þær hafa tekið nefnilega nokkuð mikið og ekkert gefið sig. En ég vorkenndi þeim og vissi hvað fátækt var, það var búin að vera mikil fátækt og fólk sem bjó í kálgörðum eða svona skúmm, kringum okkur á Seljalandi. Svo maður vissi hvað fátækt var. Ég tók ekki eins og maður átti að gera, þetta var ekki svoleiðis, ég bara gerði þetta ánægjunnar vegna, ég hef gert það gegnum árin. En svo fóru tryggingarnar að borga, það var náttúrulega allt annað. En það hefur ekkert hækkað, það er nýbúið jú að hækka núna. Þetta hefur aldrei verið neitt, svaraði varla kostnaði eða tíma, þetta er svo bindandi. Ég hætti ekki fyrr en að þeir læknamir hættu líka, Andrés og Guðjón. „Svo á maður heldur ekkert að bíða eftir hættu" Hvernig finnst þér valkostirnir núna,finnst þér konum vera gefinn þessi valkostur? Já, núorðið, ég er að segja þeim mikið frá þessu, konum sem hafa svona áhuga á að fæða heima, en mér finnst að konur sem ætla að fæða heima, eigi ekkert að tala um það, af því það kemur svolítill mótþrói utan úr bæ. Og þá fer það að hræða og meira að segja sumir læknar þeir bara hristu höfuðið og höfðu svo mikið á móti þessu. Finnst þér þú heyra hjá lœknum, að þeir séu að verða jákvœðarifyrir þessu? Nei, nei, ég hef spurt lækna hvort þeir vildu gefa kost á þessu eftir að hinir voru hættir, það kom ekki til greina. Erfiðleikar og gleði Hvað hefur þér fundist erfiðast ístarfmu? Erfiðast ? Ja ég myndi segja að það hafi verið erfiðast þama með bamið sem ég þurfti að fara með upp á spítala, það var lang erfíðast. Og eins fannst mér stundum erfitt þegar ég var bara ein með konuna. Það var enginn annar heima, það var stundum sem fólkið fór bara út, þá var ég bara ein, ef eitthvað hefði komið. Þá hefði verið svo vont að hafa ekki neitt. Það var stundum erfítt. Það kom nokkmm sinnum fyrir en þetta fór allt vel. Mig langar kannski að spyrja svona í lok hvað hefur veitt þér mesta gleði ístarfinu? Það er nú alltaf jafn gleðilegt þegar börn eru fædd og em rétt sköpuð og vel lifandi, það er nú mesta gleðin. Mér finnst það alltaf jafn mikið kraftaverk. Alltaf að sjá kraftaverk gerast, fá þetta svona heilbrigt og vel lifandi það finnst mér mesta gleðin. Það sagði nú einu sinni kona við mig þegar hjúkrunarfræðingur sem var að fæða, 31 árs, hún var útlend, og hún fæddi bæði börnin sín heima og þá sagði tengdamamma hennar, þú þarft engan lækni. Hann var í leikhúsinu læknirinn og ég ætlaði að fara að láta kalla hann upp, af því að þetta var nú frambyrja og var hjúkranarfræðingur. Þá sagði hún þú þarft engan lækni, það er læknir með þér, ég sé það. Þá var hún skyggn, eða sagðist vera skyggn og sá tvo lækna við hliðina á mér. Ég er oft að hugsa um og ég er alveg viss um það að maður væri ekki svona rólegur, ef það væri ekki einhver að aðstoða mann. Ég held að það sé einhver sem fylgir mér. Af því að þetta er ekkert allt sjálfgefið að fá þetta allt svona. Vera svona heppin í starfi. Það er það, maður gæti sagt margar sögur þess vegna. Já ég held að þetta sé mesta gleðin. Þegar maður á sín böm sjálfur og svona og alltaf þegar ný vera fæðist, þá er gleði. Eg held að það sé einhver sem fylgir mér. Afþvíað þetta er ekkert allt sjálfgefið aðfá þetta allt svona. Vera svona heppin ístarfi. Það er það, maður gœti sagt margar sögur þess vegna. Já ég held að þetta sé mesta gleðin. Þegar maður á sín börn sjálfur og svona og alltaf þegar ný verafœðist, þá er gleði. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.