Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 10
Borgarholtsbraut 40 (er nú nr. 42). við fæðingamar, það var bara rugl. Ég bað þá bara góðfúslega um að þeir færu fram á skrifstofuna á meðan. Svo komu þeir bara inn á eftir. Það var eitthvað tvisvar sem þeir ætluðu að vera við en það þurfti að draga þá út í yfirliði, það voru bara vandræði. Hvernig gekk reksturinn og hvernig vont launin? Reksturinn hjá mér, hann stóð og féll með því að ég hefði nóg að gera. Ég fékk hjá Tryggingunum, 3.800 krónur á hverja konu. Þetta bar sig bara vel og ég borgaði þarna ljósmóður og stúlku á næturvaktinni eins og taxtinn var þá. Hann var náttúrlega miklu lægri heldur hann er í dag. Og þú hefur alltaf verið á vakt? Ekki beint, ég var svona á bakvakt ef það þurfti að kalla í mig. Einhvern veg- inn fannst mér endilega að ég þyrfti alltaf að vera til taks. í öðru fannst mér það ansi bindandi og það var það, en ég vandist þessu ágætlega. Tókstu þér einhvern tíma frí? Já, ég tók heilmikið frí og fór t.d. með skemmtiferðaskipinu Regínu Maris, ég held að það hafi farið til tólf landa. Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú tókst á móti mörgum börnum eða hvað þú varst með margar fœðingar á þessum tíma? Ég var tvö ár í Noregi og þá gerðum við ekkert nema að taka á móti svo ég veit nú ekkert um það, en í Kópavogin- um, við reiknuðum það út og ég held að meðaltalið hafi verið 137 konur á ári og ég var í 12 ár. Þá fórstu að vinna við hjúkrunar- störf? Já, ég vann á Landakoti um tíma og svo hitti ég yfirhjúkrunarkonuna á elli- heimilinu Grund úti í búð einhvers Hlíðan’egur 6. staðar og hún bað mig endilega að koma til sín því þau væru í svo miklum vandræðum og ég fór að vinna þar og svo fór ég á næturvaktirnar þar en það var mjög gott að vera út af fyrir sig. Og þú hefur þá ekkert farið að vinna við Ijósmœðrastörfm aftur? Það var ekkert sem heitið gat. Ég var nú í leiguhúsnæði til að byrja með og ég tók þær konur sem ég var búin að lofa og setti upp tvö rúm. Þetta var íbúð á tveimur hæðum sem ég leigði. Ég hef að vísu tekið á móti af og til, lengi hjá konum sem ég þekkti. Manstu eftir einhverri fœðingarsögU eða einhverju atviki sem hafði áhrif a þig á þessum tíma? Já, ég get sagt ykkur dálítið merki- lega sögu. Það kom kona til mín úr Hafnarfirði og hún var búin að liggja á fæðingardeildinni áður og þangað sagð- ist hún aldrei lifandi fara en henni blæddi svo hryllilega að við ætluðurn henni ekki líf. Við fengum blóð úr Blóðbankanum og gáfum henni, Inin braggaðist öll og tók við sér og lifði þetta hörmungaskeið af. Svo verður hún ófrísk árið á eftir og ég gaf henni tíma til að tala við mig þar sem ég skoða hana og það leit nú allt vel út- Það var bara ekki að marka því hún átti vanda til að vera með fasta fylgju og ég bið hana í guðanna bænum að fara á fæðingadeildina, hún hljóti að muna hvernig þetta hafi gengið fyrir sig 10 Ljósmæðrablaðið mai' 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.