Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 8
Nálastungur við grindarverkjum á meðgöngu Útdráttur Bakgrunnur: Grindarverkir eru algengt vandamál á meðgöngu ogfá úrrœði eru í boði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áhrif nálastungumeðferðar sem verkjameðferðar við grindarverkj- um á meðgöngu og að þróa leiðbein- ingar fyrir meðferðina. Jafnframt að forprófa skráningarblað og spurninga- lista til að samrœma skráningu og meta árangur meðferðar og að lokum að kanna reynslu kvenna af meðferðinni. Aðferð: Þessi forprófun studdist við framskyggnt tilraunasnið (prospective experimental design). Úrtakið sam- anstóð af tuttugu konum sem fengu nálastungumeðferð við grindarverkjum á seinni hluta meðgöngu. Meðferðin var veitt af Ijósmæðrum tvisvar í viku ífjór- ar vikur. Konurnar mátu verkina á VAS- verkjaskala og svöruðu þremur spurn- ingalistum yfir rannsóknartímabilið til að meta líðan þeirra og áhrif meðferð- arinnar. Tveimur til sex vikum eftir með- ferðina var eigindlegum aðferðum beitt til að meta reynslu kvennanna af með- ferðinni. Hálfstöðluð viðtöl voru tekin við átta þátttakendur. Niðurstöður: Marktcekt dró úr verkj- um á VAS-verkjaskala þegar bornir voru saman verkir í síðustu meðferð- inni miðað við þá fyrstu (p=0,022). Meðferðin dró úr grindarverkjum hjá 72% (n=13) kvennanna, 66% (n=12) sögðu hreyfigetu þeirra hafa batnað og 47% (n=8) þótti meðferðin bœta getu til daglegra athafna. Viðtölin styrkja þessar niðurstöður og konurnar voru jákvœðar í garð nálastungumeðferð- arinnar. Ályktun: Nálastungumeðferð virðist draga úr grindarverkjum og bœta hreyfi- getu, svefn og getu til daglegra athafna hjá konum með grindarverki á með- göngu. Meðferðin fellur vel að heildrœnni nálgun Ijósmóðurfrœðinnar og samrœm- ist hlutverki Ijósmœðra í mœðravemd. Þessi rannsókn hvetur til áframhaldandi þróunar á nálastungumeðferð við grind- arverkjum á meðgöngu. Höfundar: Stefanía Guðmundsdóttir, Ijósmóðin fæðingadeild, LSH og Helga Sigurðardóttir; Ijósmóðir; Hreiðri, LSH Lykilorð: Nálastungumeðferð, grind- arverkir, meðganga, forprófun, reynsla. Þessi grein byggir á lokaverkefnum okkar til embættisprófs í ljósmóð- urfræði. Viðfangsefni þeirra var rann- sókn á nálastungumeðferð við grind- arverkjum á meðgöngu. Abyrgðarmaður rannsóknarinnar og leiðbeinandi okkar var Helga Gottfreðsdóttir, lektor í Ijós- móðurfræði. Að undirbúningi rann- sóknarinnar komu einnig Þóra Jenný Gunnarsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði, Signður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Miðstöðvar mæðraverndar, Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir og Guðrún Sveina Jónsdóttir ljósmóðir. Áslaug og Sveina veittu nálastungumeðferðina. Inngangur Grindar- og mjóbaksverkir eru algengt vandamál á meðgöngu. Tíðnin er mjög breytileg eftir rannsóknum en á milli 25-90% barnshafandi kvenna eru taldar finna fyrir verkjum frá mjaðmagrind og mjóbaki. Skilgreiningar á grindar- og mjóbaksverkjum og greiningaraðferðir eru mismunandi og útskýrir það hversu breytileg tíðnin er á milli rannsókna (Albert, Godskesen og Westergaard, 2002). Á íslandi frnna 42,2% - 63,9% þungaðra kvenna fyrir grindar- og mjóbaksverkjum sé tekið mið af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á tíðni þeirra á síðustu árum (Anna Lilja Þórisdóttir, 2004; Eyjólfsdóttir, 2004; Líndal, Hauksson, Amardóttir og Hallgrímsson, 2000). Algengast er að grindarverkir geri vart við sig á síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki er óalgengt að einkennin byrji fyrr, eða á fyrsta og öðrum þriðjungi. Mjög margar tilgátur eru uppi um orsakir grindarverkja og er skemmst frá því að segja að orsökin er ekki að fullu þekkt (Forrester, 2003; Mogren og Pohjanen, 2005; Wedenberg, Moen og Norling, 2000). Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl grindarverkja við ýmsa bakgrunnsþætti svo sem aldur, starf, þyngd, fyrri sögu um grindar- og/eða mjóbaksverki, fjölda meðgangna og barna og reykinga (Elden, Ladfors, Fagevik Olsen, Ostgaard og Hagberg, 2005; Forrester, 2003; Larsen o.fl-- 1999; Líndal o.fl., 2000; Mogren og Pohjanen, 2005; Perkins, Hammer og Loubert, 1998; Wedenberg o.fl., 2000). Verkimir hafa oft víðtæk áhrif á h'f kvennanna svo sem á hreyfigetu, dag- legar athafnir, svefn og vinnu (Forrester, 2003; Hansen o.fl., 1999; Larsen o.fl-, 1999; Wedenberg o.fl., 2000). Fram til þessa hefur sjúkraþjálfun, þar á meðal sundleikfimi, ásamt leið- beiningum um líkamsbeitingu, verið eitt 8 Ljósmæðrablaðið nóvember 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.